Voðalega er eitthvað kalt úti. Já ég veit að það er enn vetur en þá má öllu ofgera. það er víst kominn tími á smá hita. Við Skakki sitjum í sitt hvoru landinu og skoðum myndir af nýju íbúðinni okkar og látum okkur dreyma um flutninginn. Það verður enginn smá munur að geta dreyft almennilega úr sér. Furðulegt samt að það eru til teikningar af allflestum íbúðum á netinu... NEMA þessari sem við keyptum og því getum við ekki almennilega skoðað hvað er hvað. Við skoðum íbúðin í 10-15 mínutur og það er mér gjörsamlega ómögulegt að muna hvernig stærðirnar voru. Sérstaklega þar sem myndirnar sem við höfum eru ekki af íbúðinni eins og hún er í dag því það er komið í hana annað fólk með aðra hluti. Svona eru það stór mál sem hrjá mig í dag. Það eru sko ekki heimsmálin eða Baugur ó nei...
02 mars 2007
01 mars 2007
Það er kominn mars, hver hefði haldið í mars fyrir ári síðan að við værum enn að bíða eftir unganum okkar? Held að það sé eins gott að við höfðum ekki grun um það en kannski hefði ýmislegt verið öðruvísi ef við hefðum vitað það. Já ég held það en það þýðir ekki að fást um það heldur halda áfram fram á við. Fregnir hafa borist af þessu maraþon tarot lestri sem ég hélt um daginn og beiðnir hafa borist um lestur fyrir fleiri. Það lítur því út fyrir að kuklið sé komið til að vera. Ég ætti kannski að hugsa um annarskonar starfsferil en ég hafði áður hugsað hehe
28 febrúar 2007
Gamla tengingin mín er aftur komin á! JEI og húrra mér er mikið létt. Þoldi ekki þessa símatengingu sem ekki leyfði mér að blogga nema smá búta í einu.
Og það er fullt búið að gerast. Við buðum í íbúð og tilboðið samþykkt og settum okkar á sölu og hun var þar í 4 daga og þá birtist einhver maður sem vildi eignast hana aftur! Hann sem sagt átti hana fyrir einhvejrum x árum og vill fá hana aftur. Hver er ég að standa í vegi fyrir svona svo ég samþykkti. Núna bíð ég bara eftir að við megum skrifa undir og millifæra þessar milljónir á milli manna. Það gerist samt ekkert fyrr en 1 júní en þá eigum við að skila og fá afhent... tralalala þetta verður æðislegt. Helmingi stærri íbúð og HÁTT til lofts, get nú farið að hanna kínverskt herbergi tralalal gaman gaman
Og það er fullt búið að gerast. Við buðum í íbúð og tilboðið samþykkt og settum okkar á sölu og hun var þar í 4 daga og þá birtist einhver maður sem vildi eignast hana aftur! Hann sem sagt átti hana fyrir einhvejrum x árum og vill fá hana aftur. Hver er ég að standa í vegi fyrir svona svo ég samþykkti. Núna bíð ég bara eftir að við megum skrifa undir og millifæra þessar milljónir á milli manna. Það gerist samt ekkert fyrr en 1 júní en þá eigum við að skila og fá afhent... tralalala þetta verður æðislegt. Helmingi stærri íbúð og HÁTT til lofts, get nú farið að hanna kínverskt herbergi tralalal gaman gaman