Ekki bætti slúður dagsins dapurlyndi og bölsýnina hjá mér. Slúður dagsins er að Kínverjarnir eru búnir að afgreiða næstu upplýsingar sem þeir gera einu sinni í mánuði og í þetta skipti tókst þeim að afgreiða HEILA níu daga. Já níu dagar á mánuði. Ég gæti lagst í svarta holu og grafið mig þar og neitað að hreyfa mig. Hitti konu í gær sem er að fara að eigast annað barnið sitt eftir 2 vikur ca. Þegar ég byrjaði að reyna var fyrra barnið ekki einu sinni hugmynd hjá henni. Núna er hún að fá barn númer tvö. Fyrirgefið en mér finnst heimurinn EKKI sanngjarn. Með þessu áframhaldi fáum við upplýsingar næsta sumar eða seinna. Síðsustu bölsýnisspárnar sem ég neitaði að hlusta á sögðu að við fengjum upplýsingar í nóvember .. Á NÆSTA ÁRI. Ég neitaði að hlusta þegar þetta kom fram en so far hafa allar bölsýnisspárnar ræst og af hverju ekki þessi líka? Ég bara meika þetta ekki
25 ágúst 2006
24 ágúst 2006
Það er rigning úti og það er rigning inni í mér. Ég sem hef verið sannkölluð Pollíanna allt mitt líf er svo neikvæð þessa dagana að ég dauðskammast mín. Neikvæðninni fylgir orkuleysi og gífurleg þreyta og ég næ ekki að rífa mig upp úr þessum fasa. Ég sef illa og kvíði morgundeginum. Eru til pillur við þessu eða verða ég bara að bíða og vona að þetta rjátlist af mér?
23 ágúst 2006
22 ágúst 2006
Það er komið haust úti. Alger kúvending á fatastíl og sumarfötin komin í kassa ARG hefði alveg þegið að vera í stuttbuxum aðeins lengur.
21 ágúst 2006
Og menningardagurinn var fínn þó okkur hefði þótt heldur minna um menningarviðburði en oft áður. Mest var þetta bara rölt á milli kaffihúsa með viðkomu á föstum stoppistöðum eins og Borgarskjalasafni og Te og kaffi hehe
En Latabæjarmaraþonið klikkaði ekki þó við hefðum lítið getað hlaupið sökum mannmergðar. En það var ánægður gullmoli sem fékk pening og brosti sínu blíðasta af því íþróttaálfurinn sagði að sá ynni sem brosti mest: