Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

16 nóvember 2003

Síðast þegar ég fór í krabbameinsskoðun þá datt ég úr stólnum að skoðun lokinni. mamma fór í skoðun á föstudag sem ekki er í frásögur færandi nema hún sagðist hafa fengið hláturskast ársins þar sem hún sat í sloppdruslunni og beið eftir að það kæmi að sér (nei nei hún gerði ekkert af sér að þessu sinni hún var að hlæja að öðrum).

Ég reikna með að flestir viti hvernig sloppdruslan lítur út: Hvít, síð, ermalaus, heil í bakið og opin að framan þannig að maður verður að halda honum að sér. Nema mamma situr þarna og bíður í ofvæni eftir að röðin komi að henni þegar henni verður litið upp og er þá ekki "stelpa um þrítugt" að koma fram úr fataklefanum. Hún er komin í sloppinn en stað þessa að setja hendurnar í þar til gerð göt, setti hún hausinn í annað og hitt lenti á rassinum.

Orð móður minnar voru "hún var með lítinn, sætan rass svo þetta var allt í lagi svo sem" en hún trylltist af hlátri. Hjúkkurnar gripu í stelpuna og bentu henni á að hún væri hálfskrítin í sloppnum. það sem mig langar að vita er hvernig í ósköpunum tókst henni að troða hausnum þarna í gegn hehe ég er fegin að ég var ekki með mömmu. Það hefði orðið að vísa mér út ;)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger