Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

25 júní 2004

Alveg get ég verið brilljant á köflum! Þegar ég byrjaði í HÍ núna síðast þá fékk ég úthlutað póstfangi og aðgangsorði. Með aðgangsorðinu kemst mar inn á einhverja súpersíðu og þar stjórnar mar bara öllu náminu: Skráir sig í fög, skráir sig úr fögum, skoðar einkunnir og hvernig skólasagan í HÍ hefur verið. Nema hvað. Aðgangsorðið var foráttuerfitt alveg. Og þegar ég var búin að vera í náminu í tæp 3 ár ákvað ég að breyta orðinu. Gerði það sem sagt í apríl. Og hvað??? Ég kemst ekki lengur inn því ég get ómögulega munað hvaða snilldarorð ég setti inn. Þetta er orð sem ég get bara ekki gleymt.. EÐA HVAÐ?????? Er hægt að vera vitlausari en þetta? Ég er búin að prufa allt sem ég nota venjulega en ekkert dugir.... Ætli þetta þýði ekki bara að það endi með að ég neyðist til að fara að klára námið haha

24 júní 2004

Scania Vabis
Á tilteknum tíma á æviskeiði mínu vissi ég allt um Scania Vabis. Ég hafði engann áhuga (og hef enn ekki) áhuga á þessum upplýsingum en komst ekki hjá að vita þetta allt því sænski nýbúinn var með Scania Vabis á heilanum. Hann talaði ekki um annað. Hann dreymdi ekki um annað. Hann langaði ekki í neitt annað! Scania Vabis.

Þegar jólin komu beið hann bara eftir pakkanum þar sem Scania Vabis væri geymdur(þegar ég hugsa um það núna þá veit ég ekki hvernig hefði farið ef það hefði ekki verið pakki með Scania Vabis). Það var kátur drengur sem fékk Scania Vabis og kát systir hans sem ekki þurfti að hlusta á frekari einræður um Scania Vabis.

Ég er að upplifa sömu stemminguna núna!

Nema núna er það ég sem sit og hugsa um Scania Vabis. Dreymi um Scania Vabis og tala ekki um annað en Scania Vabis!!!

Í mínu tilfelli er Scania Vabis reyndar ekki grár vörubíll með rauðu húsi, heldur golfkylfusett.


Scania Vabis

23 júní 2004

Og ég heyri aftur! Ég var nefnilega hætt að heyra á hægra eyranu því ég var með svo mikla hellu. Fór til læknis í morgun og hann var sjö mínútur að lækna mig. Ryksugaði á mér eyrað og fjarlægði þar með mergtappa. Já já svona skítatappa! Hann spurði hvað ég hefi verið lengi svona og ég sagði honum eins og var að það væru 5 vikur og þá brosti hann ægilega sætt og sagði "þú hefðir mátt bíða lengi eftir að þetta færi, eiginlega var þetta ekki á leinni neitt í burtu og þú hefðir kannski losnað við þetta þegar þú færir hinum megin!"

Já, já eins gott að ég hunskaðist af stað. Sit núna og heyri grasið gróa og flugurnar suða......

Ég get ekki sofið! Ég er með martraðir og og opna augun á 5 mín fresti. Ástæðan er dularfull. Það er nefnilega ekki hitinn sem er að fara með mig núna. Nei mér er alveg sama um allan hitann, því meira því betra. Nei málið er að mig langar svo í alvöru golfaragræjur. Ekki svona tvær risakylfur í bakpoka eins og ég er með. Nei mig langar í alvöru kylfur í flottum poka. Þess vegna get ég ekki sofið! Ég hugsa um þetta á 5 mín fresti. Í gær fann ég nefnilega græjurnar sem ég gæti hugsað mér að eiga en þær eru svona frekar dýrar. Eða sko þær eru ekkert rosa dýrar en fyrir eymingja eins og mig sem á aldrei pening eru þær ROSA dýrar. Ég veit bara ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessu. Á ég að fara að fjárfesta í svona græjum eða á ég að þrauka þetta tímabil?

ps bendi á það að ég mun ekki fara neitt í sumarfríinu mínu þannig að ég mun ekki eyða neinu þar (stuna) en gæti kannski farið með græjurnar á æft mig? Eða kannski mundi ég ekkert gera það....

22 júní 2004

Ég hef gleymt að skrifa! Þetta er nú bara alveg í fyrsta sinn sem það hefur gerst og ég hef ekki einu sinni mér til afsökunar að ég hafi mikið að gera. Að vísu er ég búin að sitja við skriftir, 2-3 tíma á dag og afraksturinn skilaði sér í morgun þegar kennarinn og hópurinn hrósuðu mér fyrir að þetta væri allt að koma hjá mér YES loksins.

Ég fór annars í kvennahlaupið á laugardaginn í geggjaðri blíðu. Annað eins hefur bara ekki sést í lengri tíma. Mér fannst að vísu ekki vera neitt nema óléttar kellingar í hlaupinu en reikna með að svo hafi nú kannski ekki verið. Kannski eru bara svona ófrjóar konur eins og ég með radar á allar hinar sem eru það ekki? Eða hvað? haha

Er að skoða golfkylfur og sett á fullu núna. Er að hugsa um að byrja bara að æfa þetta á fullu. Ég á tvær kylfur en þar sem ég er dvergur eru þær frekar langar fyrir mig og ég þarf að fá styttri og þá langar mig í tösku líka. Þetta er allt í endurskoðun núna!


Powered by Blogger