Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

25 nóvember 2005

Nú er gymmið og málningarvinnan farin að taka sinn toll: sjá hér matargatið En þetta fer senn að taka enda (málningarvinnan en ekki gymmið). Átakið er nú rúmlega hálfnað og það er mikill hugur í fólki að vinna verðlaunin. Ég hef möguleika á einu af fimm sætunum þannig að ég þarf virkilega að herða mig ef ég á að ná sigursæti. Verð kannski bara að gera eins og Superwoman sem er í átakshópnum en hún ætlar að lifa á grænu te og vatni til að komast í ákveðinn kjól. Ég þarf að gera það svo ég komist í einhvern kjól haha.

Að öðrum málum, nú fer að styttast í að frumburður umhverisfræðingsins og listamannsins verði skýrður. Spennandi tími framundan ;I

24 nóvember 2005

Ég fór á námskeið í morgun. Ég lærði svo mikið á fyrstu tímunum að klukkan 11.30 gat ég ekki tekið inn meira og sat bara eins og viðrini og starði út í loftið. Nú er ég með hausverk dauðans og þetta er svona lærdómshausverkur eða kannski er þetta bara ryk- og málningarlyktshausverkur. Er að væflast með hvort ég eigi að senda fyrirspurn upp í HÍ og spyrja hvað ég þurfi að læra mikið til að fá aðra mastergráðu. Ég veit ég sagði í vor að ég ætlaði aldrei að læra neitt framar en ég held hinsvegar a þessi gráða væri létt verk og löðurmannleg því ég er jú búin með helminginn af henni nú þegar. Ætla að hugsa þetta aðeins. kannski ætti ég bara að gerast prinsipessa?

Princess

23 nóvember 2005

Ég held ég tali fyrir munn okkar Skakka beggja þegar ég segi að það sé alveg að verða komið nóg af ryki og drullu heima hjá okkur. Í gær byrjuðum við loks að mála og kannski klárum við það í dag en nú fer okkur að liggja á því við stefnum á sukk um helgina: Ég á föstudag með minni vinnu og Skakki á laugardag með sinni vinnu. Ægilegt fjör alveg. Síðan er það blessað laufabrauðið með foreldrunum á laugardag. Ekki mikill tími sem fer í lagfæringar á íbúð þessa helgi. Við verðum því að spýta í lófann og djöflast áfram í dag og á morgun!

22 nóvember 2005

Í dag er átakið hálfnað. Þetta er sem sagt að verða búið. Nú er bara að telja niður og gera síðu veifu. Í gær fór ég á fund með ó kunnu fólki og átti þátt í að stofna samtök fólks sem ætlar að fara að verða sýnilegt á ýmsum vettvangi. Spennandi. Maður er alltaf að troða sér. Á meðan var Skakki heima og spaslaði í alla veggi. Þannig að nú má vorkenna honum. Í kvöld verð ég heima og pússa þessa sömu veggi. Ég er nefnilega að verða svo flink að pússa. Fór og hélt einn fyrirlestur uppi í HÍ áðan og maður lifandi þetta var bara ekekrt mál, las ekki einu sinni yfir áður en ég hélt hann í morgun. Ef þessu fer fram sem horfir þá býð ég mig fram sem næsta forseta þegar þessi hættir!

21 nóvember 2005

Eldhúsinnréttingin er að verða svo fín eftir alla pússninguna og skrapið að það er ekki hægt annað en mála eldhúsið líka. Þetta vindur því upp á sig og gott betur en það. 'i upphafi átti að leggja parket á svefnherbergið. Nú er búið að skrapa upp heila eldhúsinnréttingu, skrapa alla þröskulda, skrapa og lakka fataskápa, skrapa veggi og glugga í herbergi en ekki byrjað á parketinu sem hugmyndina var að setja á gólfin. Svona gerast kaupin á eyrinni. Á sama tíma og þetta fer fram er frúin orðin að sönnum íþróttaálfi (sjá matargatsbloggið) og fer í gymmið einusinni á dag og djöflast þar. Að vísu er ekki neinar yfirlýsingar að þessu sinni heldur er tekinn fyrir einn dagur í senn og þykir gott ;)


Powered by Blogger