Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 júlí 2004

Ég var mætt í vinnuna fyrir klukkan átta í morgun tilbúin til að vinna á nýju tölvuna mína. En nýja tölvan var EKKI tilbúin að vinna með mér! Ó nei það var sko aldeilis ekki. Nú eru liðnir þrír tímar og ég er búin að komast inn svona ca hálftíma allt í allt, mjög taugastrekkjandi ef satt skal segja. Hinsvegar lofar tölvudeildin að þetta sé komið í lag..

Þá er Auður flutt í nýju íbúðina sína, það er alveg frábært. Hún er á fínum stað (íbúðin sko) og þeim á örugglega eftir að líða vel.

Ofsalega er ég nú samt fegin að við ákváðum ekki að fara á Hróarskeldu. Úff við vorum að tala um það síðasta haust að það væri nú gaman að skella sér en einhvern veginn fórst það fyrir. Sem betur fer. Þar er víst bara rigning og gleði. Það er ekki gaman að vera í tjaldi í rigningu jakk!

01 júlí 2004

Jæja, ég er búin að taka út linkinn á Skjaldbökuna því hún er búin að taka bloggið sitt niður. Annað hvort er hún hætt að blogga eða hefur fært það annað þar sem ég les ekki það sem hún skrifar. Skrítið en það verður bara að vera þannig. Fólk verður að fá að stjórna því sjálft hvort það er með upplýsingar um sig sem allir geta skoðað eða kjósa að lifa sínu lífi utan bloggheims.

Ég er komin með nýja tölvu ligga ligga lá. Þetta er svona glæsitölva, svört dell og alveg pínulítil og sæt. Það varð allt einu fullt af plássi á borðinu mínu þegar hlunkurinn hvarf. Það kom nú ekki til af góðu að ég fékk nýja tölvu, nei málið var að þegar hlunkurinn var búinn að henda mér út meira en tíu sinnum í gær þá varð mér eiginlega nóg boðið. Þá var ég búin að vinna sum verkefnin tvisvar og sum þrisvar. Lyklaborðið er eins og hugur manns, úff ég finn það núna hvað hitt lyklaborðið var hræðilegt. Svona getur maður vanist slæmum hlutum þannig að þeir séu bara allt í lagi!

Í nótt dreymdi mig að það var haft samband við mig frá Lansanum. Hjúkkurnar vildu að ég kæmi aftur í sprautur og núna í þrjá mánuði. Ég vildi fá að vita af hverju en þær sögðu þetta ætti bara að vera svona. Ég spurði hvort læknirinn vissi af þessu því hann hefði sagt að tilgangslaust væri að halda áfram og þær sögðu að auðvitað vissi hann af þessu. Nú væru nefnilega komin ný lyf og þess vegna ætti að prufa aftur. Mikið jöfla getur mann dreymt mikið bull.

30 júní 2004

Fórum að skoða nýju íbúðina þeirra Auðar og listamannsins í gærkvöldi. Flott íbúð og til hamingju með hana. Þau voru að á fullu þegar við komum.

28 júní 2004

Þá eru þessar blessaðar kosningar yfirstaðnar og við með sama forseta í fjögur ár í viðbót. Ekki get ég sagt að ég hlakki til að hlusta á tuðið næstu vikur um það hvort það sé sigur eða tap að svo margir skiluðu auðu. Ég hélt að autt væri autt og hef aldrei skilið tilganginn með því að fara á kjörstað ef ekki á að kjósa. Autt er bara að taka blaðið og stinga því í dallinn. Sem sagt engin skoðun eða þori ekki taka afstöðu.

Ég er enn að skoða kylfur. Þetta er að verða jafnspennandi og þegar skakki skoðar myndavélar. En hey, mar verður að hafa eitthvað fyrir stafni. En mikið jöfla er misjöfn þjónustan í þessum golfbúðum. Mesta sölukonan var í dýru búðinni og svo var fín þjónusta í Golfbúðinni Hafnarfirði og í Hole in One. Nevada Bob hinsvegar nennir alls ekki að sinna einhverjum kellum sem ekkert kunna. Þeir standa bara og tala um golf við félagana. MJÖG uppörvandi fyrir þá sem lítið kunna og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bera sig að.

Taldi úr aurabaukum heimilisins í gær og þar var smá upphæð. Fór líka með allar dósabirgðirnar og fékk fyrir það rúmar 2000 krónur og afrekaði það svo að TÝNA 2000 kallseðlinum. Jöfla gleði. hefði alveg eins getað hent dósadruslunum beint í ruslið. Nei kannski ekki alveg en hér um bil. Er búin að vera að ergja mig yfir þessu í morgun.

MAB er búin að vera rúma viku í Ammeríku. Hún á að vera í siglingu og alles. Reikna ekki með að hún sé að spila golf haha hinsvegar hef ég frá yfirmanni mínum að svona siglingar séu alveg brilljant, þar sé meira segja hægt að fara í íshlaðborð. Jamm ekki bara morgunverðar- eða kvöldverðarhlaðborð heldur íshlaðborð. Ég mundi bara vera þar alla ferðina haha




Powered by Blogger