Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 júní 2004

Æi verð nú að leyfa einu að fljóta með frá Söru. Þetta beið mín í póstinum áðan:

"Dear Anna,
I haven?t heard anything from you since I sent my last letter. I presume you are not seeing any particular improvement, otherwise you would have written back long ago."

Ef allir byggju yfir staðfestu Söru þá væri heimurinn öðru vísi, eða það held ég

Ég er sammála Hjartanusem er að rífast yfir heilbrigðiskerfinu. Þetta er alveg satt, það endar með því að maður verður sendur heim með pokann í æð. Þegar ég fór í þennan eina uppskurð sem ég hef farið í á ævinni var ég send heim með stólpípudrasl til að laxera, sprautu með blóðþynningarefni til að sprauta í vöðva og fyrirmæli hvaða svæði ég ætti að vera búin að raka og hvað ég þyrfti að fasta lengi. Föstunarparturinn var auðveldastur. Ekkert mál að hætta að éta. Ég gat líka klórað mig fram úr því að raka allt draslið vel og vandlega. Stólpípan olli mér hinsvegar vandræðum. Ég hafði aldrei (og hef aldrei aftur) gert svoleiðis og ég var ekki að skilja þetta. Held enn að þetta hafi ekki virkað eins og þetta átti að gera því tímalengdin var allt önnur hjá mér heldur en stóð í leiðbeininunum. Þá varð ég taugaveikluð! Síðan kom sprautan! Við erum að tala um að allflestir Íslendingar eru með sprautufóbíu á háu stigi og ég þar engin undantekning (þetta var fyrir tvær sprautur á dag tímabilið). Ég horfði því á þessa hlussu sprautu með þvílíkum hryllingi að það var eins í henni væri aflífunarefni en ekki blóðþynningarefni. Á endanum hringdi ég í Hjartað og fékk að koma til hennar með sprautuna, lagðist í sófann hjá henni og hún sprautaði mig listavel. Ég fékk að vísu mar eftir það og læknirinn spurði með þjósti hvað þetta væri. Ég horfði á hann með sakleysi þess sem ekki kann neitt fyrir sér í sjúkrahúsfræðum (las að vísu rauðu sjúkrahússögurnar þegar ég var yngri en þær bjuggu mig ekki undir þetta heldur bara að læknar væru háir dökkhærðir og myndarlegir. Minn læknir var bara hár) og sagði með þjósti "þetta er eftir sprautuna sem ÞIÐ senduð mig með heim"

Síðan fór auðvitað allt í vitleysu. Læknirinn mætti ekki klukkan 8 til að skera mig eins og um hafði verið rætt heldur klukkan 11. Þá var ég að dauða komin úr hungri eftir að hafa ekki étið frá klukkan 6 kvöldið áður. Þar sem hann mætti ekki á umsömdum tíma höfðu hjúkkurnar hætt við að gefa mér einhver trippkokteil til að ég væri haldin skammtíma gleði yfir uppskurðinum. Ég fór því upp alveg glaðvakandi og gjörsamlega starving. En það var einhver góð skurðstofuhjúkka sem gaf mér eitthvað í staðinn svo ég varð lítið vör við skurðinn sjálfan þrátt fyrir að hann tæki tæpa þrjá tíma.

Nurse
Meðan ég beið eftir lækninum þá las ég eina af bókunum sem ég hafði komið með mér. Ég var klædd í slopp sem var opinn að aftan og háa hvíta skurðstofusokka. Hjúkkurnar lögðu mikla áherslu á að ég stigi EKKI fram úr rúminu í þessum sokkum. En það leið að því að ég þyrfti að pissa og þá þurfti ég að leita að sokkunum mínum, klæða mig úr þessum sérhönnuðu flottu sokkum og bruna fram með sloppinn eins og tjald á eftir mér. Ég reyndi nú að halda fast svo fólk sæi ekki rassinn en veit ekki hvort það hafði nokkuð upp á sig. Þegar ég kom til baka í rúmið þá var það veskú aftur úr sokkunum og í fínu hvítu sokkana. Tek það fram að meðan á þessu öllu stóð var ég brókarlaus þar sem það var bara sloppurinn og sokkarnir sem þóttu tilhíðlegur klæðnaður á þessum stað. Það er skrítið að liggja í rúminu íklæddur sokkum upp á mið læri og í flík sem er opin í bakið. Og engu öðru. Skrítin tilfinning! Og þetta hefur ekkert með #sexý" tilfinningu að gera því ég held að sé varla til meira ósexý kæðnaður heldur en ég var kædd á þessu momenti!

Dagurinn fyrir uppskurðinn var líka sögulegur því ég missti röddina og gat ekki talað. Það kom ekkert hljóð jafnvel þó ég reyndi að hvísla. Þetta varð til þess að sjúkrahúsliðið fylltist af panik og kallað var á einhvern sérfræðing í lungum til að ákveða hvort óhætt væri að svæfa mig. Það tók hálfan dag að ákveða það og meðan var ég auðvitað alveg jafn hás. Meðan ég beið eftir að læknar tækju rétta ákvöðrun því ég ætlaði að fara í þennan uppskurð með góðu eða illu, þá skoðuðu mig allir þeir læknar sem áttu leið hjá. Ég var orðin ansi snögg að rífa mig úr buxunum og þegar þeir voru búnir að gramsa að villd en ekki fundið það sem þeir voru að leita eftir þá sagði ég alltaf "þetta er svo aftarlega að það finnst ekki við þreifingu" haha sjá svipinn á liðinu. það þýddi samt ekki neitt að segja það áður en byrjað var að leita því allir vita að við sem ekki höfum lært neitt í læknisfræði vitum ekkert í okkar haus! Ég vissi þetta samt því það var nú ekkert smá sem ég var búin að líða fyrir þennan fjanda. Og alltaf var ég jafn hás. Fólk hvíslaði alltaf með mér og það var sama þó ég reyndi að segja að þetta væri bara hæsi, allir héldu áfram að hvísla. Mjög fyndið.

16 júní 2004

Hún Sara vinkona mín, spákonan sem sendir mér mörg baráttumail í viku er enn við sama heygarðshornið. Ég hef nú ekki nennt að lesa frá henni bréfin mjög lengi og hef eytt þeim óopnuðum en í morgun var ég í bjartsýnisstuði og það var eins gott því Sara er búin að finna rótina að vandamálum mínum:

"I have discovered Root of your current problems. Indeed, I know exactly why Love, Luck and Fortune seem to evade you--literally!"

Ég vissi ekki fyrr en ég fór að fá þessi bréf frá Söru að ég væri svona óhamingjusöm, hugsið ykkur ef ég hefði aldrei fengið þessi bréf og gengi um og héldi að ég væri bara nokkuð hamingjusöm? Þvílík óhamningja, en hún er búin að finna svarið svo þetta er allt í lagi:

" you do not have Good Karma".

Ekki veit ég hvað ég geri við því. Þetta er allt skráð í stjörnurnar og ég er burðast með slæmt karma allt mitt líf en Sara hlýtur að geta sagt mér hvað ég geti gert til að bjarga því:

"Anna, you are aware that the Karma Cycle lasts seven years. This means that every seven years, the Karma Cycle weakens, only to start again seven days later for another seven years.If you do nothing during this seven-day period between the cycles, your Karma Cycle will remain as it is for another seven years".

Oh ég vissi það nú ekki, af hverju er manni ekki sagt frá þessu í skóla svo mar þurfi ekki að vera burðast með slæmt karma allt sitt líf. Það væri t.d. hægt að kenna þetta í lífsleikni, á hvergi betur heima en þar.. eða hvað? En sem betur fer á ég Söru að og hún mun hjálpa mér.

"Here and now, I commit myself to guide you to the Luck, Happiness and Money which await you, and to help you overcome all the pitfalls that lie on your path".

Sko ég vissi það, góð kona Sara.

"I am willing to make that sacrifice for you, Anna, as I know its importance".

Mundu allir gera þetta fyrir mann? Nei örugglega ekki, þetta er góð kona og hún ætlar meira segja að gefa mér afslátt ef ég vel að þiggja hjálp hennar. Oops, auðvitað þarf ég að borga buhuhuh

"The regular price is us $ 299, but with the $270 discount you agree to send it to me for only us $ 29".

Held ég verði bara óhamingjusöm áfram

14 júní 2004

Mér var boðið í bröns í gær hjá tengdaforeldrunum. Þau voru að fagna heimkomu Árna og Maríu og prinsessunnar. Skakki var að veiða fisk til að búa okkur undir langan, strangan vetur þannig að ég mætti bara ein fyrir hönd okkar beggja.

Mér finnst gaman að fara í bröns. Bara gaman sko! Af hverju er þetta ekki reglulegur viðburður í okkar annars fábreytta lífi? Handy sisters gætu t.d. haft bröns einu sinni í mánuði.. eða eitthvað... Og það er allur dagurinn eftir þegar mar er búinn að borða..

Annars varð ég fyrir þeirri skemmtilegu reynslu á laugardaginn að það hringdi í mig kona frá gallup og bað mig að taka þátt í rýnihóp um eitthvað málefni. Ég varð ægilega spennt því mig langar svo að vita hvernig svona virkar og sagði strax já. Hún sagði að ég mundi fá borgað fyrir að taka þátt. Ekki var það nú verra! Heilar fimmþúsund krónur í vöruúttekt í Smáralindinni. WOW ég var ægilega glöð og þegar ég lagði á fór ég strax að eyða peningunum í huganum og ákvað í snarhasti að kaupa mér golftösku! Ég fór fram í eldhús og þá hringdi síminn aftur. Það var Gallupkonan að segja mér að því miður hefði hún gert mistök því hún mætti bara taka visst marga í hverjum aldursflokki og því miður væri það ég sem væri ofaukið. Ég sagði að það væri allt í lagi, lagði símann á og í huganum fór ég og skilaði fínu golftöskunni aftur!

Moral of the story? Jú aldrei að eyða peningunum fyrr en mar fær þá í hendur!

13 júní 2004

Þegar ég vaknaði í morgun (7.32) spratt ég fram úr eins og ég er vön. Ég datt aftur í rúmið eins og togað hefði verið í teygju. Í höfði mínu var nefnilega mikil barátta góðs og ills og hið illa var að vinna. það var eins og hestar væru að traðka á heilanum og senda sársaukaskilaboð niður eftir öllu.

OH mæ god hvað er að? Er ég komin með mígreni eða er það eitthvað alvarlega?

Ég lá á koddanum nokkrar sekúndur meðan ég reyndi að skilgreina hvaða hestar væru að traðka á mér og þá kom það aftur til mín! Í gegnum þokuna sem umlukti heilastarfsemina (ásamt hestunum) mundi ég eftir því!!!

BLUSH!!

BLUSH!!
Sickened

Sólrún bauð upp á blush í veislunni sinni og ég var eins og kálfur að vori, eða drengur í fyrirtækjaveislu þar sem boðið er upp á ókeypis bjór. Ég settist við flöskuna með rör og barði alla frá mér sem reyndu að fá sopa úr flöskunni!

Mér finnst BLÖSH frá Riunite nefnilega svoooo gott. Ég var bara búin að gleyma því.

Í morgun mundi ég svo líka af hverju mér finnst ekki gaman að drekka mikið blösh eða aðra slíka drykki! Hestar og þoka! Ég ætti kannski bara að skríða aftur í rúmið!
Sleeping


Powered by Blogger