Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 nóvember 2006

Ég fann lítinn, svartan kjól tralala og nú þarf ég að finna tíma til að vera í honum. Á morgun er árlegt jólaboð í bænum og þá er eins gott að vera vel tilhafður en ég tími ekki alveg kjólnum mínum þó ég hafi nú eiginlega keypt fyrir þetta tilefni. Fer kanski bara á jólahlaðborð asmanna í honum..oh mar er svo fínn alltaf....

Nú fer að líða að því að snigillinn verði léttari (hann er orðinn það en afkvæmin eru enn að berjast í einhverju hrognadæmi). Ég hlakka til að sjá búrið fyllast af einhverjum pínkulitlum sniglum (asif).

21 nóvember 2006

Jæja þá er Skakki farinn í sveitasæluna. Ég lagðist í bókalestur í gærkvöldi. Ætlaði snemma að sofa en kláraði bókina fyrst og þá var klukkan sko alls ekki neitt "snemma". YAKK...

Mig vantar lítinn svartan kjól. Ef einhver veit hvar þeir fást í fitubollustærð þá er viðkomandi bent á að senda mér upplýsingar hið snarasta!


Powered by Blogger