Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 mars 2008

Í fyrradag barst mér í hendur tölvubréf sem var rúmlega eitt ár á ferðinni. Jamm. Lesist og skrifist eitt ár! Hann var dagsettur 4 feb 2007 en kom í hús 12 mars 2008. Og það er ekki svo að viðtakandi bréfsins hafi gleymt því í svo langan tíma, nei bréfið hreinlega barst henni ekki fyrr en í fyrradag. Ég hafði upp á sendandanum og spurði út í bréfið þar sem efni þess var aðkallandi en sendandinn horfði stórum augum á mig og sagði "það er geðveikt langt síðan ég sendi þetta". Og í framhaldi af því var aðkallandi efni bréfsins ekki lengur svo aðkallandi enda ár liðið. Svona getur gerst. Þarf sko ekki sniglapóst til klúðra málunum!

13 mars 2008

Ég er nú ekkert vön að vera að tuða mikið yfir fréttunum en get samt ekki orða bundinst núna. Tilefnið er tvær fréttir. Annars vegar af þessum gaurum sem réðust á lögguna og fengu þann fáránlegasta dóm sem ég hef lengi heyrt. Ég veit að dómar eru oft fáránlegir og stundum hef ég orðið illa reið, sérstaklega þegar varðar brot á börnum. Þessi dómur var einmitt af slíkum toga, komm onn 60 daga skilorð og tveir sýknaðir af því það var ekki víst hvar þeir spörku í hvern? halló halda menn virkilega að það verði eftirsóknarverðara fyrir menn að fara í lögguna þegar dómarar landsins gefa þar að auki út skotleyfi á þá?

Hin fréttin sem ergir mig er hæstvirtur fjármálaráðherra vor. Þarf maður virkilega ekki að skilja neitt í peningum og samhengi þeirra til að verða yfirmaður allra fjármála í landinu? Ok ég veit að hann er svo sem ekki neitt yfirvald en hann er samt í þeirri stöðu að hann á að skilja um hvað verið er að tala þegar verið er að tala um fjármuni, laun og skatta. Og ef einhver er ekki sammála vitleysisbullinu í honum þá segir hann viðkomandi hafa ekekrt vit á því sem hann er að segja. Mér finnst þetta svo gremjulegt hvernig haldið er áfram að púkka upp á eitthvað lið sem veit ekkert um það sem það á að vinna við meðan til er fullt af frambærilegu fólki. Og ef þetta lið klúðrar nógu miklu? Jú gerum það að sendiherra í einhverju landi þar sem við getum látið það halda veislur á kostnað ríkisins en ekki margt annað því þörfin fyrir sendiherra hlýtur að vera sáralítil á okkar dögum.

12 mars 2008

Og það rignir/snjóar enn. Hvar endar þetta? Fór með ungann niður að læk er ég kom heim úr vinnunni í gær, þurfti að hlaða batteríin fyrir daginn í dag sem verður mega erfiður. Unganum fannst frábært að fá að fara með nammi í poka og gefa brabra. það var eins og ég hefði sleppt kálfi lausum, hún stökk af stað og skrækti og benti og kallaði. Fólk sem fyrir var gat ekki annað en hlegið. Það var einn poll á leiðinni og þegar við fórum heim var hann ekki lengur til nema á flísbuxunum ungangs. Mjög hentugt! Svo sáum við hundeiganda á göngu og vorum svo heppnar að þekkja hann (manninn en ekki hundinn) þannig að hún gat fengið að klappa hundinum (held það geti ekki verið að þetta sé dóttir mín... hlýtur að vera dóttir Skakka). Og síðan gengum við heim aftur og það þurfti að kíkja inn í alla garða sem voru með opin hlið og kíkja undir öll grindverk sem voru þannig að það var hægt. Það er mikið gaman að vera ungur skal ég segja ykkur ;)

Helmingur sænsku mafíunnar ætlar að vera hér yfir páskana. Þetta er kvenleggur mafíunnar og þetta verður til þess að þær geta mætt í afmæli Ungans..fyrsta afmælið sem verður nú um páskana. Við foreldrarnir stöndum á haus við að plotta kökur og bakstur og afmælisgjöf maður minn. Erum sammála um hvað á að kaupa (eða sko ég sagði að við ÆTLUÐUM að kaupa það) en ekki hvar á kaupa. Þannig að nú liggjum við á netinu og skoðum þá möguleika sem við höfum. Það verður að vanda til verksins nefnilega. maður er bara tveggja ára einu sinni.

11 mars 2008

Nú er að styttast í páskafríið. Gott að fá svona frí á miðjum vetri ;) Ég verð eins og kálfur að vori næsta föstudag þegar ég fatta að fríið er komið og engin vinna næstu daga. Jibbíjei

Annars er lítið að frétta. Hér er bara vinna, fara heim, sofa. Vinna, fara heim, sofa rútínan á fullu. Nóg komið af sjó og frosti og langar í sól. Er svo aðframkomin af þessu sólarleysi að mig er farið að dreyma sólarferð og strandir. Ég sem hef aldrei farið svoleiðis ferð og í rauninni ekki langað í svoleiðis nema þarna um árið þegar við SM fengum nóg af rigningu og ætluð að skella okkur í hoppferð til mallorka og enduðum í flóði í Skaftafelli. Já það voru þeir dagar. Tjaldið á floti og allt blautt en engin sól og alls engin strönd. Ætli þessi ferð verði ekki svipuð. Við Skakki á ferð með Ungann í íslensku sumri í leit að sól, blótandi rigningunni og máttarvöldunum. Þetta kemur í ljós!


Powered by Blogger