Í fyrstu neituðu þeir alveg að hjálpa til. Sögðu það ekki vera í sínum verkahring. Ég benti þeim hinsvegar kurteislega á að ég hefði keypt handa þeim fínt búr, ég skipti stundum um vatn í því og.. OG ég gef þeim að borða tvisvar á dag. Er þá ekki bara réttlátt að þeir aðstoði mig á móti? Mér finnst það og þeir fóru með hundshaus (Soldið fyndið að sjá fiska með hundshaus!) og gerðu það sem ég vildi. Að vísu þurfti ég að hóta þeim fyrst. Ekki neitt alvarlegt, nei, nei bara svona smáhótanir um að vatnið kæmi til með að minnka í búrinu þangað til það væri loks orðið alveg tómt. Ekki eins og ég hefði staðið við það sko, eða kannski hefði ég bara gert það því þeir eru nú annálaðir sóðar sjálfir.
08 október 2004
Gott að eiga svona fiska! Í gær tókum við til hendinni og tókum til í sveitaíbúðinni. Meðan ég þreif á baðinu vöskuðu þeir upp. Þeir áttu svoldið erfitt með pönnuna en annað var bara nokkuð fínt hjá þeim. Síðan moppuðu þeir meðan ég gekk frá þvotti!
Í fyrstu neituðu þeir alveg að hjálpa til. Sögðu það ekki vera í sínum verkahring. Ég benti þeim hinsvegar kurteislega á að ég hefði keypt handa þeim fínt búr, ég skipti stundum um vatn í því og.. OG ég gef þeim að borða tvisvar á dag. Er þá ekki bara réttlátt að þeir aðstoði mig á móti? Mér finnst það og þeir fóru með hundshaus (Soldið fyndið að sjá fiska með hundshaus!) og gerðu það sem ég vildi. Að vísu þurfti ég að hóta þeim fyrst. Ekki neitt alvarlegt, nei, nei bara svona smáhótanir um að vatnið kæmi til með að minnka í búrinu þangað til það væri loks orðið alveg tómt. Ekki eins og ég hefði staðið við það sko, eða kannski hefði ég bara gert það því þeir eru nú annálaðir sóðar sjálfir.
Í fyrstu neituðu þeir alveg að hjálpa til. Sögðu það ekki vera í sínum verkahring. Ég benti þeim hinsvegar kurteislega á að ég hefði keypt handa þeim fínt búr, ég skipti stundum um vatn í því og.. OG ég gef þeim að borða tvisvar á dag. Er þá ekki bara réttlátt að þeir aðstoði mig á móti? Mér finnst það og þeir fóru með hundshaus (Soldið fyndið að sjá fiska með hundshaus!) og gerðu það sem ég vildi. Að vísu þurfti ég að hóta þeim fyrst. Ekki neitt alvarlegt, nei, nei bara svona smáhótanir um að vatnið kæmi til með að minnka í búrinu þangað til það væri loks orðið alveg tómt. Ekki eins og ég hefði staðið við það sko, eða kannski hefði ég bara gert það því þeir eru nú annálaðir sóðar sjálfir.
07 október 2004
Sumt fólk er einfarar! Ég hélt í mörg ár að ég væri svoleiðis. Gat samt aldrei farið ein í bíó og ekki ein á ball. Ég get hins vegar verslað ein og finnst það eiginlega ekkert verra en að versla með öðrum. Sem einfari þá bjó ég líka ein og líkaði það bara mjög vel. Eiginlega alveg stórvel. Ég þekkti auðvitað ekki neitt annað. Í dag bý ég með Skakka. Skakki er búinn að vera í Færeyjum í 3 vikur. Og mér leiðist!
Leiðrétting:
Mér leiðist ekki.
Nei.
Mér hundleiðist!
Mikið agalega eru kvöldin löng þegar maður er einn alltaf hreint. Hvernig fór ég að þegar ég bjó ein í fjöldamörg ár? Ég er núna viss um að ég er bara ekki einfari eins og ég hef alltaf haldið. Ég er örugglega tvífari!
Leiðrétting:
Mér leiðist ekki.
Nei.
Mér hundleiðist!
Mikið agalega eru kvöldin löng þegar maður er einn alltaf hreint. Hvernig fór ég að þegar ég bjó ein í fjöldamörg ár? Ég er núna viss um að ég er bara ekki einfari eins og ég hef alltaf haldið. Ég er örugglega tvífari!
06 október 2004
?z-formúla fyrir dreifingu meðaltala leyfir okkur að setja fram líkindafullyrðingar um meðaltöl
Þetta lærði ég í morgun! það er nú gott að vita þetta, ég veit ekki hvernig ég hef komist áfram í lífinu án þess að vita þetta!
Ég lærði líka þetta:
1.Þýðið sé normaldreift (ef úrtaksdreifingin er normaldreifð gerir ekki til þótt þýðið sé ekki normaldreift)
Þetta lærði ég í morgun! það er nú gott að vita þetta, ég veit ekki hvernig ég hef komist áfram í lífinu án þess að vita þetta!
Ég lærði líka þetta:
1.Þýðið sé normaldreift (ef úrtaksdreifingin er normaldreifð gerir ekki til þótt þýðið sé ekki normaldreift)
Jájá mikið ofsalega er þetta spennandi alveg. Og þetta fæ ég með morgunmatnum klukkan 8 á morgnana. Er að vísu búin með morgunmatinn þá en hann stendur líka í mér við þessi ósköp! Hver fattaði eiginlega upp á þessu? Og eitt sem mér finnst skemmtilegt er að stúlkan sem kennir þetta er aktúallí að vinna við þetta allan daginn. Gosh hvernig er það hægt án þess að tapa geðsmununum?
05 október 2004
Hér koma nýjustu fréttir af Söru vinkonu minni. Nú er hún að verða illa pirruð út í bestu vinkonu sína:
Dear Anna,
Only two weeks ago, I personally adressed you confidential letter in which I informed you that your problems of money may come to an end soon because I saw you receiving an important sum of money!
Have you received this confidential letter which was very important to you Anna?
If I allow myself to ask you that, it's because I've just opened today's mail box and I haven't found the mail from you I was awaiting?
I'm very annoyed, Anna, because the precise day I see you receiving this sum is near and I see you're not in good condition to receive it!
Aumingja Sara og aumingja ég að fá ekki alla þessa peninga
Dear Anna,
Only two weeks ago, I personally adressed you confidential letter in which I informed you that your problems of money may come to an end soon because I saw you receiving an important sum of money!
Have you received this confidential letter which was very important to you Anna?
If I allow myself to ask you that, it's because I've just opened today's mail box and I haven't found the mail from you I was awaiting?
I'm very annoyed, Anna, because the precise day I see you receiving this sum is near and I see you're not in good condition to receive it!
Aumingja Sara og aumingja ég að fá ekki alla þessa peninga
Kvöldið í gær var alveg ónýtt! Ég var áður búin að lofa fiskunum að við mundum öll fara í göngutúr en þegar ég frétti af fjúkandi gámastæðum þá sá ég að ekki þýddi mikið fyrir eina konu og 3 fiska að staulast um. Einn er þar að auki svo lítill að ef hann hefði fokið þá hefði ég ekki einu sinni tekið eftir því. Hann er sverðfiskur. Skakki heldur því fram að ég hljóti að hafa tekið vitlaust eftir tegundarheitinu því það er fátt sem minnir á sverð. Ég er hinsvegar ekki vön að taka vitlaust eftir og held fast við það að ræfillinn sé sverðfiskur! Bökkum til gærkvöldsins! Þar sem ekki var möguleiki á gönguferð var mikil óánægja í búrinu. Í hvert skipti sem ég átti leið fram hjá því sættu þeir lagi og skvettu á mig með sporðinum. Er þetta hemja? Þeir eru bara illa upp aldir ég mundi senda þá í skólann ef það væri ekki verkfall. Þar kæmust þeir fljótt að því að svona hegðun líðst ekki í sveitinni. þar semþað er hinsvegar verkfall þá var ég farin að bregða á það ráð að slökkva ljósið þegar ég þurfti að skjótast í vesturálmuna. Aularnir halda nefnilega að það sé komin nótt þegar ljósin eru slökkt. Þetta dugði skammt því klukkan 4 í nótt byrjuðu þeir að svampa og sketta. Ég verð að finna annað ráð.
04 október 2004
Árshátíðin búin! Ég fór berfætt í síðkjól og eyddi kvöldinu í það að reyna að forðast að liðið trampaði á tánum á mér (jeah ræt)! Fór að vísu í síðkjól. Ég keypti hann í fyrra í Rotterdam fyrir heilar 2.400 krónur. Sem auðvitað var nærri búið að setja mig á hausinn á þeim tíma eða hvað? Síðan eyddi ég laugardeginum í að breyta einhverjum druslum sem ég fann inni í skáp (klassísk setning, "þetta er bar drusla sem ég átti inni í skáp") og var bara þokkalega ánægð með mig bara. Verst hvað mér var kalt a fótunum að vera svona berfætt!
Dagurinn í gær fór eða átti að fara í lærdóm. Spurning hvort það sé hægt að nota eitthvað af því sem ég skrifaði. Er að lesa mér til um áhugahvötina. Það er sko spennandi, onest!
Dagurinn í gær fór eða átti að fara í lærdóm. Spurning hvort það sé hægt að nota eitthvað af því sem ég skrifaði. Er að lesa mér til um áhugahvötina. Það er sko spennandi, onest!