Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 júní 2006

og það er bara fullt að gerast hjá Kínverjunum. Nú tilkynntu þeir að þeir væru búnir að skoða október umsóknirnar og þá eru nóvember umsóknirnar næst og það erum VIÐ!!!! það þýðir samt ekki að það sé að koma okkur því pörunin er bara komin að 28 júní en það er samt gott að vita að við séum í skoðun. Held að vísu að þeir séu byrjaðir að skoða desember þannig að þeir eru langt komnir með nóv. Vildi óska að þeir spýttu í lófana með pörunina líka ;)

22 júní 2006

Hjartað tók gleði taugaveiklunarkipp í morgun og er enn að slá nokkur aukaslög. Kínverjarnir voru nefnilega að updeita síðuna sín og segja að þeir séu búnir að afgreiða til og með 28 júní 2005.. Þetta styttist sem sagt alltaf. Ættu sem sagt að geta verið 5-7 mánuðir í okkar upplýsingar. Oh mæ god nú fæ ég skjálfta í hnén líka þar sem ég er ekkert tilbúin hehe Suma daga er lífið hreint og beint dásamlegt! Og spáið í því að Kínverjar skuli ráða svona miklu í mínu dagsdaglega geðslagi!!!

21 júní 2006

Í gær mætti ég í sumarfötunum í vinnuna OG fór og keypti sundbolinn umrædda. Og hvað gerðist???? ÞAÐ ER KOMIN SÓL!!!!!! Praise the lord and thank me......

Varðandi sundbolinn þá fann ég loksins bol sem er nákvæmlega eins og ég var búin að ímynda mér nýja sundbolinn minn. Mér til mikillar skelfingar var hann ÓGEÐSLEGA dýr, nærri því tvöfalt dýrari en þeir sem ég hafði verið að skoða fram að honum. EN hann er nákvæmlega eins og mig langaði í... svo hvað gerir maður? Lokar augunum og borgar í flýti, rífur alla miða af svo maður sjái ekki verðið og byrjar að skipuleggja sundferðir svo fjandans bolurinn komi til með að borga sig....

20 júní 2006

það er nú bara lítið að frétta í þessu sólar- og andans leysi sem hrjáir mig þessa dagana. Skakki farinn en skildi eftir fyrir mig myndavélina svo ég geti æft mig. Jájá ég geri það. Fékk annars alveg fyrirtaks hugmynd um daginn sem ég er að nostra við og reyna að gera eitthvað í. Hún er enn á byrjunarstigi sem þýðir að hún er ekki tilbúin til upplýsinga. Ég er nefnilega svo flink að fá hugmyndir en ég er ekki mjög flink að fylgja þeim eftir þannig að oftast deyja þær drottni sínum áður en þær verða fullburða.

Það er fámennt og góðmennt í deildinni minni þar sem tveir eru í sumarfríi og einn fór á spítala. Við hin reynum að vinna þeirra verk líka. Voða gaman. Sem betur fer þarf ég samt ekki að reikna launin það hefði getað endað með skelfingu. Nei ég fór í myndatökur og það að útbúa aðgangskort. Tekur mig óratíma að búa til hvert kort en þetta er samt ágætis tilbreyting.

19 júní 2006

Þá er þessi helgi frá og Skakkinn á leið til Færeyja aftur og Molinn á leið til síns heima. Við höfðum það ægilega notalegt um helgina, fórum ekki einu sinni í gönguferð þó stefnan hafi verið tekin á það í byrjun. Bara rólegheit. Kíktum að vísu á grillhátíð ÍÆ bara svona til að sýna okkur og sjá aðra en stoppuðum ekki lengi. Það var mjög skemmtilegt. Fullt af flottum krökkum með foreldrum sínum.

Ég er búin að eignast strigaskó á sterum og neyðist því til við að taka upp geysilega hreyfingu til að nýta skóna eins og hægt er. Byrja á morgun því mánudagar eru til mæðu og eins er ég ekki búin að skila Molanum fyrr en í kvöld.


Powered by Blogger