25 október 2003
Ofboðslega gengur mér annars vel að skrifa þennan ritdóm. Ég held að ég sé að verða búin með hálfa blaðsíðu hehe og dagurinn að verða búinn. Ég verð að taka mig aðeins á og haska þetta af! Núna!!
Annars er nú svo sem ýmislegt til að gleðjast yfir. Bara ef maður stoppar og nýtur þess aðeins. Ég fékk þær fréttir í gær að það er 99% líkur að um miðjan nóvember verði ég í Rotterdam í nokkra daga. úlala Það er spennandi. Ég hef aldrei komið til Hollands og að fara svona rétt fyrir jólin er nú soldið spennandi, sjá jólaljósin og svona ;))
Það rættist nú bara úr þessum degi í gær eftir allt saman. Að vísu klúðraði ég einum hlut og er alveg mega fúl við sjálfa mig en það er ekkert við því að gera. Hins vegar fórum við haukurinn í heimsókn til Guðnýar og Sævars vina hauksins og skoðuðum nýja barnið þeirra. Hún er auðvitað alveg yndisleg eins og svona lítil börn eru alltaf ;)
Við sváfum líka vel í nótt, ekkert næturrölt eða brölt sem betur fer.
Málið sem ég klúðraði, ohh ég var svo fúl við sjálfa mig þegar ég var komin heim klukkan 5.30 í gær og var að fara að leggja mig. Þá allt í einu mundi ég að ég átti ekki að vera heima. Nei ég átti að vera niður í kapellu Háskóla Íslands að hlusta á vinkonu mína flytja sína fyrstu ræðu sem guðfræðingur. Í öllum aumingjaskapnum og sjálfsvorkuninni hafði ég gjörsamlega steingleymt því og nú var það of seint. Ohhh hvað ég var fúl.
Ég er búin að vera bíða eftir að hún ljúki námi sínu svo ég get fengið prest við mitt hæfi til að ljúka þeim prestlegu skyldum sem ég hef þurft að leita til. Nú má alls ekki misskilja mig þannig að ég sé trúuð. Það nefnilega háir mér hvað ég er ekki trúuð. Kannski væri þrautagangan og vesenið við að fjölga mannkyninu mun auðveldari ef ég gæti litið svo á að þetta væri í höndum Guðs.
Ég geri það hins vegar ekki og verð alveg rosalega fúl ef fólk segir við mig að þetta eða hitt sé vilji Guðs. Hvern and******* veit það um það? Er þetta fólk á beinni línu við þennan Guð sinn sem segir þeim hvað sé sinn vilji og biður fólk að láta fréttina ganga. Ég er svo illa innrætt að þessu leyti að ég get ekki einu sinni komið orðunum "Guð verði með þér í veikindum þínum, eða í einhverju öðru" Ég bara kem ekki orðunum fram fyrir varir mínar. Sem er soldið erfitt að því þetta virðist vera eitthvað sem fólki líður vel að heyra. Ég bara get ekki sagt það.
Ég segi hins vegar "Guð hjálpi þér" ef fólk hnerrar og held það sé bara vani. það er ekki nokkur trú þar á bak við, enda svosum vandi að reyna að finna hvernig hann ætlar að hjálpa fólki við hnerrann: Kannski við að hnerra léttar? Hraðar? Örarar? Eða eitthvað allt annað.
Líka þessi fræga setning að guðirnir elski meira þann sem deyr ungur. Að hann elski hann svo mikið að hann vilji fá viðkomandi til sín. Hver fann upp á svona kjaftæði? Ef Guð er til þá lifir hann í tímaleysi. Eitt ár eða 100 skiptir hann engu máli. Og ef maður elskar eitthvað skemmir maður það þá svo enginn annar fái notið þess? Það mundi flokkast undan eigingirni þar ég sem ólst upp og móðir mín hefði veitt harðar skammir fyrir þann verknað. Ég bara skil ekki hver finnur upp á svona kjaftæði og látum það vera. En að fólk skuli virkilega segja svona setningu við annað fólk. T.d. fólk sem misst hefur barn sitt.
En svona er þetta. Ég veit samt ekki hvort ég er trúleysingi. Ég trúi á þetta góða í manninum. En trúi um leið að við sköpum okkar eigin örlög og okkar eigin sögu. Engin guðleg forsjón þar að baki. Bara vinna og aftur vinna. Vinna í sjálfum sér og umhverfi sínu. Að reyna að skilja við hlutina betri en þegar við komum að þeim.
Samt mundi ég skíra barn ef ég ætti barn. Ástæðan er einföld. Mér finnst þetta fallegur siður og bera vott um væntumþykju foreldranna. Kemur trú lítið við. Í huga mér er þetta svona svipað og setja barn í skóla þegar tími þess kemur. Þegar búið er að ákveða nafnið er barnið fært í falleg föt, ættingjar koma og dást að því og prestur segir falleg orð um barnið. Sem sagt hluti af menningunni. Gerir þetta mig að verri manneskju?
Sumir mundu segja að Guð væri að hegna mér trúleysið með því að gera barneignir erfiðar. En aftur segir ég, ef þessi Guð er til er hann þá svo lítilsgildur að hann þarf að hefna sín á fólki til að sýna mátt sinn? Ég held ekki.
Úff ég hefði kannski átt að fara í kapelluna og hlusta á prestlærðu vinkonu mína ;)) Hinsvegar vona ég að hún fái vígslu sem fyrst svo ég geti leitað til hennar ef ég þarf á preststörfum að halda. ;)))
Við sváfum líka vel í nótt, ekkert næturrölt eða brölt sem betur fer.
Málið sem ég klúðraði, ohh ég var svo fúl við sjálfa mig þegar ég var komin heim klukkan 5.30 í gær og var að fara að leggja mig. Þá allt í einu mundi ég að ég átti ekki að vera heima. Nei ég átti að vera niður í kapellu Háskóla Íslands að hlusta á vinkonu mína flytja sína fyrstu ræðu sem guðfræðingur. Í öllum aumingjaskapnum og sjálfsvorkuninni hafði ég gjörsamlega steingleymt því og nú var það of seint. Ohhh hvað ég var fúl.
Ég er búin að vera bíða eftir að hún ljúki námi sínu svo ég get fengið prest við mitt hæfi til að ljúka þeim prestlegu skyldum sem ég hef þurft að leita til. Nú má alls ekki misskilja mig þannig að ég sé trúuð. Það nefnilega háir mér hvað ég er ekki trúuð. Kannski væri þrautagangan og vesenið við að fjölga mannkyninu mun auðveldari ef ég gæti litið svo á að þetta væri í höndum Guðs.
Ég geri það hins vegar ekki og verð alveg rosalega fúl ef fólk segir við mig að þetta eða hitt sé vilji Guðs. Hvern and******* veit það um það? Er þetta fólk á beinni línu við þennan Guð sinn sem segir þeim hvað sé sinn vilji og biður fólk að láta fréttina ganga. Ég er svo illa innrætt að þessu leyti að ég get ekki einu sinni komið orðunum "Guð verði með þér í veikindum þínum, eða í einhverju öðru" Ég bara kem ekki orðunum fram fyrir varir mínar. Sem er soldið erfitt að því þetta virðist vera eitthvað sem fólki líður vel að heyra. Ég bara get ekki sagt það.
Ég segi hins vegar "Guð hjálpi þér" ef fólk hnerrar og held það sé bara vani. það er ekki nokkur trú þar á bak við, enda svosum vandi að reyna að finna hvernig hann ætlar að hjálpa fólki við hnerrann: Kannski við að hnerra léttar? Hraðar? Örarar? Eða eitthvað allt annað.
Líka þessi fræga setning að guðirnir elski meira þann sem deyr ungur. Að hann elski hann svo mikið að hann vilji fá viðkomandi til sín. Hver fann upp á svona kjaftæði? Ef Guð er til þá lifir hann í tímaleysi. Eitt ár eða 100 skiptir hann engu máli. Og ef maður elskar eitthvað skemmir maður það þá svo enginn annar fái notið þess? Það mundi flokkast undan eigingirni þar ég sem ólst upp og móðir mín hefði veitt harðar skammir fyrir þann verknað. Ég bara skil ekki hver finnur upp á svona kjaftæði og látum það vera. En að fólk skuli virkilega segja svona setningu við annað fólk. T.d. fólk sem misst hefur barn sitt.
En svona er þetta. Ég veit samt ekki hvort ég er trúleysingi. Ég trúi á þetta góða í manninum. En trúi um leið að við sköpum okkar eigin örlög og okkar eigin sögu. Engin guðleg forsjón þar að baki. Bara vinna og aftur vinna. Vinna í sjálfum sér og umhverfi sínu. Að reyna að skilja við hlutina betri en þegar við komum að þeim.
Samt mundi ég skíra barn ef ég ætti barn. Ástæðan er einföld. Mér finnst þetta fallegur siður og bera vott um væntumþykju foreldranna. Kemur trú lítið við. Í huga mér er þetta svona svipað og setja barn í skóla þegar tími þess kemur. Þegar búið er að ákveða nafnið er barnið fært í falleg föt, ættingjar koma og dást að því og prestur segir falleg orð um barnið. Sem sagt hluti af menningunni. Gerir þetta mig að verri manneskju?
Sumir mundu segja að Guð væri að hegna mér trúleysið með því að gera barneignir erfiðar. En aftur segir ég, ef þessi Guð er til er hann þá svo lítilsgildur að hann þarf að hefna sín á fólki til að sýna mátt sinn? Ég held ekki.
Úff ég hefði kannski átt að fara í kapelluna og hlusta á prestlærðu vinkonu mína ;)) Hinsvegar vona ég að hún fái vígslu sem fyrst svo ég geti leitað til hennar ef ég þarf á preststörfum að halda. ;)))
24 október 2003
Dagurinn batnandi fer og það er alveg rétt. Að vísu er ég alveg rosalega, rosalega syfjuð en það er svo sem ekki verra. Það var greinilega alþjólegur dagur kvenna sem ekki geta sofið í nótt eða þannig. Hrannsan svaf lítið og einnig virðulegur yfirmaður minn. Hún er ekki vön að mæta mjög snemma en í morgun gekk ég í flasið á henni er ég snéri mér við frá stimpilklukkunni. Nóg til að gera hvern meðalmann skelkaðann hehe
Ég fer heim eftir hálftíma og þá ætla ég að leggja mig!
Ég fer heim eftir hálftíma og þá ætla ég að leggja mig!
Ég er búin að borða eina brauðsneið og svei mér þá ef mér líður ekki bara smá betur. Ég las líka það sem ég var búin að pósta hér áðan og hef svo sem engu við það að bæta. Kíkti aðeins á haukinn og hann veit ekki hvað hann hefur það þægilegt sofandi einn í stóru rúmi. Spurning að vekja hann og benda honum á það? Nei, nei ég er ekki alveg svona mikil skepna, það munar ekki miklu en ég get hamið mig.
Hvernig hefði ég farið að ef ekki hefði verið fattað upp á diet pepsi? Fólk er alltaf annaðslagið að benda mér á að ég drekki óhemju mikið af því og hvort ég viti ekki hvað það sé óhollt. Skil bara ekki alveg hvað það kemur öðrum við hvað ég drekk og hversu óhollt það er. Ég drekk ekki kaffi, ég reyki ekki, ég drekk sáralítið alkóhól og (það er aðalega af því ég er svo mikill aumingi að ég þoli ekki þynnku), ég borða ekki mikið nammi. Hverjum kemur þá við hvort ég drekk marga lítra af diet pepsi á dag?
Ég veit það vel að ég ætti að minnka það. Ég meira segja er viss um að ef ég minnkaði þessa drykkju þá mundi kílóunum sem ég sé svona ofsjónum yfir fækka. Einhvern veginn þá get ég samt ekki hætt. Mér finnst að ef ég hætti þá er ekkert eftir. Sálfræðin aftur! Segið svo að maður sé ekki keis! Ég mundi fyrr fækka máltíðum heldur en hætta í pepsinu. Það er bara svo einfalt! Stundum hef ég gert það. Ég hef bara átt smá pening og hef þá þurft að spá í hvort ég eigi að borða eða kaupa pepsi og ég enda á pepsinu. Bara svona eins og alkinn. Ég er samt ekki enn farin að fela pepsi hingað og þangað í lampaskermum og klósettkössum en það kemur eflaust að því.
Hvernig lýsir taugaáfall sér? Ég held að ég hafi fengið svoleiðis í ágúst þegar ég var svona afskaplega leið. Ég er ekki alveg eins slæm núna en ég held samt að ég sé á hraðleið þangað. Það er scarý. Held að ég þurfi að komast í burtu frá öllu sem heitir fjölskylda. Það er ekkert til í heiminum sem getur verið eins þrúgandi eins og fjölskylda ef maður er ekki rétt innstilltur. Og ef maður er elsta barn og steingeit í ofanálag og til að kóróna allt saman, kvenkyns þá er ekki von á góðu. Þá er til staðar extra skammtur af ábyrgðarkennd og sektartilfinningu.
Hvernig hefði ég farið að ef ekki hefði verið fattað upp á diet pepsi? Fólk er alltaf annaðslagið að benda mér á að ég drekki óhemju mikið af því og hvort ég viti ekki hvað það sé óhollt. Skil bara ekki alveg hvað það kemur öðrum við hvað ég drekk og hversu óhollt það er. Ég drekk ekki kaffi, ég reyki ekki, ég drekk sáralítið alkóhól og (það er aðalega af því ég er svo mikill aumingi að ég þoli ekki þynnku), ég borða ekki mikið nammi. Hverjum kemur þá við hvort ég drekk marga lítra af diet pepsi á dag?
Ég veit það vel að ég ætti að minnka það. Ég meira segja er viss um að ef ég minnkaði þessa drykkju þá mundi kílóunum sem ég sé svona ofsjónum yfir fækka. Einhvern veginn þá get ég samt ekki hætt. Mér finnst að ef ég hætti þá er ekkert eftir. Sálfræðin aftur! Segið svo að maður sé ekki keis! Ég mundi fyrr fækka máltíðum heldur en hætta í pepsinu. Það er bara svo einfalt! Stundum hef ég gert það. Ég hef bara átt smá pening og hef þá þurft að spá í hvort ég eigi að borða eða kaupa pepsi og ég enda á pepsinu. Bara svona eins og alkinn. Ég er samt ekki enn farin að fela pepsi hingað og þangað í lampaskermum og klósettkössum en það kemur eflaust að því.
Hvernig lýsir taugaáfall sér? Ég held að ég hafi fengið svoleiðis í ágúst þegar ég var svona afskaplega leið. Ég er ekki alveg eins slæm núna en ég held samt að ég sé á hraðleið þangað. Það er scarý. Held að ég þurfi að komast í burtu frá öllu sem heitir fjölskylda. Það er ekkert til í heiminum sem getur verið eins þrúgandi eins og fjölskylda ef maður er ekki rétt innstilltur. Og ef maður er elsta barn og steingeit í ofanálag og til að kóróna allt saman, kvenkyns þá er ekki von á góðu. Þá er til staðar extra skammtur af ábyrgðarkennd og sektartilfinningu.
Mikið ofsalega á ég eftir að verða þreytt í dag! Ástæðan er ofureinföld: Ég er búin að vera á fótum síðan klukkan 4 í morgun (hún er núna 5.36).
Ég er í tilvistarkreppu og get ekki sofið! Þegar svona ber undir þá hef ég gríðarlegar áhyggjur yfir því að geta ekki sofið og get þar af leiðandi ekki sofið. Þetta er svona hringleysa (vandmál sem fer í hring án úrlausnar).
Ég er búin að lesa allt sem ég get á netinu en get samt ekki lesið bókina sem ég ætti að vera að lesa. Það verður gaman að skrifa vitrænan ritdóm um hana á laugardag án þess að hafa lesið hana en það er seinni tíma vandamál.
Ég vaknaði með allar heimsins áhyggjur á hálsinum sem þar af leiðandi er gjörsamlega beinstífur. Hvað gerist þegar hálsinn bilar? Er þá eitthvað sem heldur höfðinu uppi? Mitt höfuð er ekki stórt, alla vega ekki í samanburði við skrokkófögnuðinn, en ég vil halda að það sé fremur þungt. Það væri því verra ef festingarnar biluðu.
Þegar ég var búin að bylta mér í langan, langan tíma og reyna að finna rétta stellingu ákvað ég að fara fram og gá hvort ég finndi eitthvað til að létta þessa hálsverki. Það er ekkert til nema Treo þannig að ég læt mig bara hafa það og gleypi tvær. Geng svo um gólf smástund og hef áhyggjur af heimsmálunum. Fer aftur í rúmið og þar sefur haukurinn eins og sá sakleysingi sem hann er. Það er gott að bara annað okkar skuli hafa áhyggjur af heimsfriðnum svona um miðja nótt.
Ég tek sængina mína og sest með hana í latastrákinn. Kannski verð ég betri ef ég sef þar? Jes drím onn, hver getur sofið í stól? Ekki ég!
Þannig að hér er ég, klukkan ekki orðin sex á föstudagsmorgni og ég er að blogga. Stundum er sagt að ég eigi mér lítið líf en þetta er samt að slá allt út.
Fyndið samt hvað öll vandamál virka stærri á nótunni. Ætli það sé af því allir aðrir eru sofandi og manni finnst maður eitthvað hálf einn? Eða er það af því það er myrkur og þá sér maður ekki fram úr sjálfum sér?
Ég hef ekki svör við þessu. Stundum vildi ég samt að maður gæti farið til læknis og látið skera kvíða í burtu. Bara svona eins og æxli. Hvað er kvíði annað en æxli? Ég bara spyr eins og fáfróð kona.
Æxli gegnsýrir líkamann og kvíði gegnsýrir sálina. Hann gerir að vísu gott betur því hann gerir mann líka þungann í maganum þegar það er svona hnullungur sem liggur þar og hreyfist ekki þó á hann sé ýtt. Kannski þarf ég bara að skipta um umhverfi? Komast burtu frá vandamálnum mínum eins og eina kvöldstund. Ægilega væri það notalegt. Verst að kvíðaæxlið færi örugglega með og þá væri nú betra heima setið.
Og yfir hverju er ég svona kvíðin? Ja stórt er spurt, betra væri að spyrja yfir hverju ég væri ekki kvíðin. Ég held að í augnablikinu sé ég með áhyggjur af öllu milli himins og jarðar. Ég er ábyggilega versta sálfræðikeis ever og svo er ég svöng líka!
Ég er í tilvistarkreppu og get ekki sofið! Þegar svona ber undir þá hef ég gríðarlegar áhyggjur yfir því að geta ekki sofið og get þar af leiðandi ekki sofið. Þetta er svona hringleysa (vandmál sem fer í hring án úrlausnar).
Ég er búin að lesa allt sem ég get á netinu en get samt ekki lesið bókina sem ég ætti að vera að lesa. Það verður gaman að skrifa vitrænan ritdóm um hana á laugardag án þess að hafa lesið hana en það er seinni tíma vandamál.
Ég vaknaði með allar heimsins áhyggjur á hálsinum sem þar af leiðandi er gjörsamlega beinstífur. Hvað gerist þegar hálsinn bilar? Er þá eitthvað sem heldur höfðinu uppi? Mitt höfuð er ekki stórt, alla vega ekki í samanburði við skrokkófögnuðinn, en ég vil halda að það sé fremur þungt. Það væri því verra ef festingarnar biluðu.
Þegar ég var búin að bylta mér í langan, langan tíma og reyna að finna rétta stellingu ákvað ég að fara fram og gá hvort ég finndi eitthvað til að létta þessa hálsverki. Það er ekkert til nema Treo þannig að ég læt mig bara hafa það og gleypi tvær. Geng svo um gólf smástund og hef áhyggjur af heimsmálunum. Fer aftur í rúmið og þar sefur haukurinn eins og sá sakleysingi sem hann er. Það er gott að bara annað okkar skuli hafa áhyggjur af heimsfriðnum svona um miðja nótt.
Ég tek sængina mína og sest með hana í latastrákinn. Kannski verð ég betri ef ég sef þar? Jes drím onn, hver getur sofið í stól? Ekki ég!
Þannig að hér er ég, klukkan ekki orðin sex á föstudagsmorgni og ég er að blogga. Stundum er sagt að ég eigi mér lítið líf en þetta er samt að slá allt út.
Fyndið samt hvað öll vandamál virka stærri á nótunni. Ætli það sé af því allir aðrir eru sofandi og manni finnst maður eitthvað hálf einn? Eða er það af því það er myrkur og þá sér maður ekki fram úr sjálfum sér?
Ég hef ekki svör við þessu. Stundum vildi ég samt að maður gæti farið til læknis og látið skera kvíða í burtu. Bara svona eins og æxli. Hvað er kvíði annað en æxli? Ég bara spyr eins og fáfróð kona.
Æxli gegnsýrir líkamann og kvíði gegnsýrir sálina. Hann gerir að vísu gott betur því hann gerir mann líka þungann í maganum þegar það er svona hnullungur sem liggur þar og hreyfist ekki þó á hann sé ýtt. Kannski þarf ég bara að skipta um umhverfi? Komast burtu frá vandamálnum mínum eins og eina kvöldstund. Ægilega væri það notalegt. Verst að kvíðaæxlið færi örugglega með og þá væri nú betra heima setið.
Og yfir hverju er ég svona kvíðin? Ja stórt er spurt, betra væri að spyrja yfir hverju ég væri ekki kvíðin. Ég held að í augnablikinu sé ég með áhyggjur af öllu milli himins og jarðar. Ég er ábyggilega versta sálfræðikeis ever og svo er ég svöng líka!
23 október 2003
Það var kjúklingadagur í dag í vinnunni. Það eru góðir dagar. Við vorum hinsvegar með smá könnun í gangi. Ein af vinnufélögunum hafði nefnilega lesið að í 5 frönskum kartöflum væru 120 hitaeiningar þannig að við vorum búnar að spá heilmikið í því hversu margar væru svona ca í skammti hjá kokkinum. Ég sat og taldi mínar og hinar biðu spenntar...... 35 reyndust þær vera. Það þýðir sem sagt að þegar við etum kjúkling og franskar í vinnunni þá erum við að innbyrða ca 700-850 hitaheiningar bara með því að borða frönskurnar. Það er soldið mikið ;(( Ef maður borðar líka kokteilsósu sem ég geri nú sem betur fer ekki þá er það 100 he fyrir hverja matskeið af sósunni. JÆTS ekki skrítið að ég sé feit......
Suma daga fer maður illilega fram úr sjálfum sér. Það kemur að vísu ekki oft fyrir mig (RÆT) en núna er samt svoleiðis dagur. Málið er að ég bjó til litla og fallega könnun með sjö spurningum og sendi á ýmsa í fyrirtækinu. Leið og beið og var ég ægilega spennt að sjá hvernig fólk mundi svara. Í dag er ég að pikka inn svörin og þá kemur upp vandamálið. Helv. könnunin er svo flókin og með svo marga svar möguleika að mér er að fallast hendur. Hvað gerir maður í svona tilfellum?????
Jú maður fer á netið og les bloggsíður annars fólks og reynir að gleyma vandamálinu hehe Alltaf gaman á netinu ;)
Ég vaknaði annars upp í morgun og sagði hauknum að ég væri komin með heilahimnubólgu. Hann leit ekki einu sinni á mig þegar hann sagði að það væri kjaftæði því ég væri ekki með hita. Hvers á ég að gjalda að eiga mann með svona mikla samúð? Málið er að fylgifiskurinn minn (vöðvabólgan) er lagst á hálsliðina líka svo ég er öll stíf og er hætt að sofa nema bara litla blundi. Ég er að verða eins og Molinn nema hann er að taka tennur en ég hef það ekki til afsökunar. Mig langar að vita hvað aðrir gera þegar heitt bað dugar ekki lengur og ekki heldur þetta heita á axlirnar? (þýðir ekki að segja mér að fara í nudd því það er ekki til peningur fyrir því, ekki einu sinni þó ég hristi koddann). Ég hélt kannski að ég finndi pening undir koddanum af því hann var orðinn svo hár en það voru þá bara bækur haha Svör óskast sem fyrst ;)
Jú maður fer á netið og les bloggsíður annars fólks og reynir að gleyma vandamálinu hehe Alltaf gaman á netinu ;)
Ég vaknaði annars upp í morgun og sagði hauknum að ég væri komin með heilahimnubólgu. Hann leit ekki einu sinni á mig þegar hann sagði að það væri kjaftæði því ég væri ekki með hita. Hvers á ég að gjalda að eiga mann með svona mikla samúð? Málið er að fylgifiskurinn minn (vöðvabólgan) er lagst á hálsliðina líka svo ég er öll stíf og er hætt að sofa nema bara litla blundi. Ég er að verða eins og Molinn nema hann er að taka tennur en ég hef það ekki til afsökunar. Mig langar að vita hvað aðrir gera þegar heitt bað dugar ekki lengur og ekki heldur þetta heita á axlirnar? (þýðir ekki að segja mér að fara í nudd því það er ekki til peningur fyrir því, ekki einu sinni þó ég hristi koddann). Ég hélt kannski að ég finndi pening undir koddanum af því hann var orðinn svo hár en það voru þá bara bækur haha Svör óskast sem fyrst ;)
Hún á ammæli í dag, hún á ammæli í dag
hún á ammæli hún litla systir
hún á ammæli í dag
hibb hibb húrræ
Til hamingju með afmælið ;))
hún á ammæli hún litla systir
hún á ammæli í dag
hibb hibb húrræ
Til hamingju með afmælið ;))
22 október 2003
Það er svo gaman þegar systir manns flytur og maður getur losnað við eitthvað af dóti frá sér yfir til hennar! Ó Já!
Ekki að það sé mikið sem ég get losnað við þar sem systir mín er jafn mikill minimalisti eins og ég er maximalisti en það er alltaf eitthvað. Stundum fá nefnilega maximalistar eins og ég, nóg af dótinu sínu sem þeir hafa sankað að sér í gegnum áranna rás (ég veit að þetta hljómar ótrúlega fyrir þá sem til þekkja) og nú er komið að einni slíkri stundu. Mig vantar að losna við allt draslið, fá pláss meira pláss. Meira segja blessaðar bækurnar eru fyrir mér núna og er þá mikið sagt.
Annars fylgdi ég ráði leigubílstjórans og er búin að vera að henda og henda þetta árið, en einhvern veginn þá sér ekki högg á vatni. Það er eins og það komi bara alltaf eitthvað nýtt í staðinn, ég skil þetta bara ekki.
Haukurinn er minimalisti eins og systirin, réttara er víst haukurinn VAR minimalisti en hann er það ekki lengur. Nei hann er smitaður af smádótaæði mínu (stuna). Það sem einu sinni var minn draslaragangur er nú orðinn OKKAR draslaragangur (önnur stuna)!
Þarna er því erfitt verk viðureignar. Meira segja molinn kemur í heimsókn og hann fær ekki handæði eins og maður gæti reiknað með litlu barni. Nei hann bara strýkur yfir það sem honum finnst merkilegast og brosir sem um leið gerir það ekki eins nauðsynlegt að minnka dótið en nú þarf það samt að gerast.
ps. samt ekki alveg strax. Ég á nefnilega að skrifa bókardóm um einhverja skruddu á ensku sem ég er ekki byrjuð að lesa og dómnum skal skilað eigi síðar en næsta mánudag JÆTS
Ekki að það sé mikið sem ég get losnað við þar sem systir mín er jafn mikill minimalisti eins og ég er maximalisti en það er alltaf eitthvað. Stundum fá nefnilega maximalistar eins og ég, nóg af dótinu sínu sem þeir hafa sankað að sér í gegnum áranna rás (ég veit að þetta hljómar ótrúlega fyrir þá sem til þekkja) og nú er komið að einni slíkri stundu. Mig vantar að losna við allt draslið, fá pláss meira pláss. Meira segja blessaðar bækurnar eru fyrir mér núna og er þá mikið sagt.
Annars fylgdi ég ráði leigubílstjórans og er búin að vera að henda og henda þetta árið, en einhvern veginn þá sér ekki högg á vatni. Það er eins og það komi bara alltaf eitthvað nýtt í staðinn, ég skil þetta bara ekki.
Haukurinn er minimalisti eins og systirin, réttara er víst haukurinn VAR minimalisti en hann er það ekki lengur. Nei hann er smitaður af smádótaæði mínu (stuna). Það sem einu sinni var minn draslaragangur er nú orðinn OKKAR draslaragangur (önnur stuna)!
Þarna er því erfitt verk viðureignar. Meira segja molinn kemur í heimsókn og hann fær ekki handæði eins og maður gæti reiknað með litlu barni. Nei hann bara strýkur yfir það sem honum finnst merkilegast og brosir sem um leið gerir það ekki eins nauðsynlegt að minnka dótið en nú þarf það samt að gerast.
ps. samt ekki alveg strax. Ég á nefnilega að skrifa bókardóm um einhverja skruddu á ensku sem ég er ekki byrjuð að lesa og dómnum skal skilað eigi síðar en næsta mánudag JÆTS
Hugsa sér ef maður fengi svona ælupest einu sinni í viku í smátíma.. Maður yrði svo slank og fínn úlalala..
Annars er það af pestarmálum að segja að ég vinn í sex manna deild: Við vorum tvær heima í gær og ein er heima í dag. Sem sagt 50% deildarinnar er búinn að fá þetta. Það er soldið góð afköst mundi ég segja hehe
Fór með eldhússtóla í nýju íbúðina í gær og þar var allt á fullu. Brosið datt ekki af mæðginunum sem þar voru að flytja ;))
Annars er það af pestarmálum að segja að ég vinn í sex manna deild: Við vorum tvær heima í gær og ein er heima í dag. Sem sagt 50% deildarinnar er búinn að fá þetta. Það er soldið góð afköst mundi ég segja hehe
Fór með eldhússtóla í nýju íbúðina í gær og þar var allt á fullu. Brosið datt ekki af mæðginunum sem þar voru að flytja ;))
21 október 2003
Haukurinn keypti handa mér nýja klukku í Kóngsins Köbenhavn. Hún er appelsínugul og mjög áberandi. Það er sko ekki hætta á því að hauknum finnist að konan þurfi að tóna sig aðeins niður meðan hann kaupir svona áberandi skart fyrir hana hehe
Ég verð ægilega fín með hana ;))
Ég verð ægilega fín með hana ;))
Ég sé að mágkona mín er að skamma mig fyrir að hafa ekki bloggað, en ég var við dauðans dyr og komst ekki að tölvunni (okok aðeins orðum aukið en mar er þekktur fyrir dramatík)!!
Læf is bjútífúll og ég var að vakna fyrir klukkutíma ;)) Ég fékk þessa heiftarlegu pest í gærkvöldi og var ekki mönnum sinnandi. Ég var svo veik að ég gat ekki fundið lyktina af pizzunni sem haukinn keypti og hann keypti samt eina með grænmeti handa mér. Ojoj, núna er ég í maganum eins og ég hafi verið að gera magaæafingar dauðans (veit ekki alveg hvernig þær eru öðru vísi en venjulegar æfingar en þetta hljómar flott).
Það er gleði í fjölskyldunni ;) Systir mín og gullmolinn eru búin að fá íbúð sem þau eru að flytja í í dag. Það eina slæma við þessa íbúð er að molinn gæti alveg eins verið úti á landi hann er svo langt í burtu (hef engar áhyggjur af systurinni hehe). Þau búa í landi Grafarvogs ojojojoj það er svo langt í burtu og svo segist systir mín ekki vilja búa úti á landi jæts ég er hætt að trúa orði af því sem hún segir. Kannski er hún að flytja svona langt svo við haukurinn séum ekki alltaf í heimsókn, úff mér var ekki búið að detta það í hug hehe
Til hamingju með íbúðina ;))
Það er gleði í fjölskyldunni ;) Systir mín og gullmolinn eru búin að fá íbúð sem þau eru að flytja í í dag. Það eina slæma við þessa íbúð er að molinn gæti alveg eins verið úti á landi hann er svo langt í burtu (hef engar áhyggjur af systurinni hehe). Þau búa í landi Grafarvogs ojojojoj það er svo langt í burtu og svo segist systir mín ekki vilja búa úti á landi jæts ég er hætt að trúa orði af því sem hún segir. Kannski er hún að flytja svona langt svo við haukurinn séum ekki alltaf í heimsókn, úff mér var ekki búið að detta það í hug hehe
Til hamingju með íbúðina ;))
20 október 2003
Haukurinn er að koma heim aftur ;)
það eru um þrjú korter þangað til hann á að lenda. mamma hans ætlar að sækja hann en ég ætla í eitt viðtalið á sama tíma ;( O jæja þetta er fjórða viðtalið þannig að þetta fer aðverða búið.
það eru um þrjú korter þangað til hann á að lenda. mamma hans ætlar að sækja hann en ég ætla í eitt viðtalið á sama tíma ;( O jæja þetta er fjórða viðtalið þannig að þetta fer aðverða búið.
Systirin fékk nett taugaáfall í gær þegar hún leit á Gullmolann sinn. Hann sat í besta yfirlæti og lék sér, en hún stundi „Ohh er hann aftur að verða svona kvefaður"
Ég leit á Molann en skildi ekki alveg hvernig hún fór að því að sjá það á löngu færi, mér fannst hann ekkert meira kvefaður heldur en hann er búinn að vera lengi, meira segja heldur skárri ef eitthvað er.
Eftir dágóða stund fór fattarinn hjá mér í gang „ÚÚppssss, þetta er ekki svona storknaður hor á barninu kæra systir. Þetta eru súrmjólkurafgangar frá morgunverðinum"
hehe
Barnunginn fékk nefnilega að borða súrmjólkina sjálfur og þegar morgunverði lauk var hann með hana í hárinu, út um allt andlit og fötin stóðu sjálf. Hann var hinsvegar hamingjusamur og er það ekki fyrir öllu ???? :)))))
Sem sagt ekki kvef heldur bara að þvo barnið.....
Ég leit á Molann en skildi ekki alveg hvernig hún fór að því að sjá það á löngu færi, mér fannst hann ekkert meira kvefaður heldur en hann er búinn að vera lengi, meira segja heldur skárri ef eitthvað er.
Eftir dágóða stund fór fattarinn hjá mér í gang „ÚÚppssss, þetta er ekki svona storknaður hor á barninu kæra systir. Þetta eru súrmjólkurafgangar frá morgunverðinum"
hehe
Barnunginn fékk nefnilega að borða súrmjólkina sjálfur og þegar morgunverði lauk var hann með hana í hárinu, út um allt andlit og fötin stóðu sjálf. Hann var hinsvegar hamingjusamur og er það ekki fyrir öllu ???? :)))))
Sem sagt ekki kvef heldur bara að þvo barnið.....
19 október 2003
Fór með fríðu föruneyti til Nöbbu í gærdag með afmælisgjöfina. Ég var ekki búin að fara og skoða nýju íbúðina hennar þannig að þarna voru slegnar tvær flugur í einu höggi. Við röðuðum í okkur ostum og ostaköku, það var BARA gott eins og leigubílstjórinn vinkona mín mundi segja.
Er frekar illa sofin því ég var að æfa mig á gullmolanum í nótt. Hann var ekki alveg sáttur við mig því hann fékk bara vatn þegar hann orgaði eftir einhverju að drekka. En sé barnunginn þrjóskur þá er hún gamla fænka hans verri, þannig að við erum frekar framlág í augnablikinu. En hann var greinlega búin að fyrirgefa mér þetta áðan því hann klappaði mér og strauk í lengri tíma. Góður drengur ;)
Er frekar illa sofin því ég var að æfa mig á gullmolanum í nótt. Hann var ekki alveg sáttur við mig því hann fékk bara vatn þegar hann orgaði eftir einhverju að drekka. En sé barnunginn þrjóskur þá er hún gamla fænka hans verri, þannig að við erum frekar framlág í augnablikinu. En hann var greinlega búin að fyrirgefa mér þetta áðan því hann klappaði mér og strauk í lengri tíma. Góður drengur ;)