Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 mars 2007

Mikið ofboðslega er mikið að gera á þessu námskeiði sem ég er á og það fer að koma að fyrsta námskeiðinu sem ég er að fara að kenna. Letidagarnir með Lýði eru næstum því liðnir. Ég á eftir að sakna hans og er viss um að hann á eftir að sakna mín.

14 mars 2007

Þá eru komnir 16 mánuðir frá því umsóknin okkar var logguð inn í Kína. Þetta er heil ævi fyrir suma en styttri tími fyrir aðra.

Molinn svaf hjá okkur Skakka í nótt og við erum því frekar ósofin. Molinn var hinsvegar útsofinn og fínn. Við þurfum að fara að búa okkur eitthvað undir svefnmálin því það er ekki normal hvað við sofum bæði laust. Snáðinn svaf eins og engill en það heyrðist í honum og það var nóg. Ef ég næ ekki að laga þetta rugl fyrir fjölskyldustækkun þá skal ég segja ykkur að fjölskyldan verður áfram bara tveir því ég verð dauð úr svefnleysi áður en fyrsti mánuður er liðinn og Skakki því einstæður faðir!

Annars kveikti ég á vörutorginu í morgun. Afskaplega eru þetta brilljant þættir. Þarna var gaurinn að reyna að sannfæra mann um gagnsemi þess að eiga naglaásetningarvél til að geta alltaf litið vel út. Ætli Lýður sé búin að kaupa hana?

13 mars 2007

Ég er að hugsa um að fara að hringja í Lýð og deila með honum skemmtilegheitum sem hægt er að gera á daginn þegar annað fólk er að vinna. Það er nefnilega hægt að gera ýmislegt fleira en blása sápukúlur og elta robomat um gólfið. Sumt af því bara nokkuð áhugavert.

12 mars 2007

Þá er ég að verða búin með þessa flensu. Búin að hósta og djöflast alla helgina og er hreinlega búin að fá nóg. Núna er því ekki eftir neinu að bíða en halda áfram að vinna.


Powered by Blogger