Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

18 október 2003

Af því haukurinn er í danmorkis þá er ég að lesa danskar fréttir (GLÆTAN, spætan)

nei en alla vega þá rakst ég á þessa frétt hér og þar sem ég og Keikó erum í sama flokki þá varð ég voða glöð:

Genet for fedme fundet
Efter at have forsket i 100.000 islændinges gener har det private genforskningsfirma Decode nu isoleret et gen, der gør, at nogle bliver fede og andre tynde.

(Innskot mitt: jamm góðar fréttir þetta, ég ætla tala við Kára og biðja hann að fjarlægja mitt, ég er örugglega með tvöfalt sem gerir man fede)

Der er endnu ikke sat navn på genet, og Decode har heller ikke publiceret forskningen.
(Innskot mitt: ég ætla rétt að vona að það verði ekki eitthvað svona ófrumlegt eins og Fitubollugen eða eitthvað solleis)

þetta er sem sagt úr grein í Politiken en henni lýkur með þessum orðum:

Den islandske befolknings arveanlæg er egnet til forskning, fordi islændingene stort set alle nedstammer fra de samme vikinger, og arvemassen derfor er relativt ensartet.
(Innskot mitt: Gosh hljómar þetta ekki eins og við séum úrkynjaðir hillbillys???)



MAB er búin að halda upp á afmælið sitt úlalala..Það var í gærkvöldi. Við ASMAR-nir mættum fyrir utan hjá henni og sungum afmælissönginn, hún átti nú ekki von á því (samt var afmælið hennar).

Hún fékk stærsta rósavönd sem ég hef séð frá manninum sínum, ohh hann var flottur. Stórar rauðar rósir og það var heilt faðmlag af þeim..rosa var þetta flott..við ASMA-konur vorum svo stoltar af honum að við vorum að springa ;)

Hún var með pottrétt mmmmmm og svo drukkum við bjór og léttvín fram eftir nóttu. "You can call me Vemmi" hélt uppi stöðugu prógrammi allt kvöldið því í hvert skipti sem hann stóð upp þá rak hann sig í ljósakrónuna (nei hún er ekki mjög lág). Þetta var ekki bara fyndið heldur meinfyndið. Honum virtist ekki finnast það eins fyndið og okkur haha

Við ræddum mikið um útlandaferðir og útilegu af gömlu gerðinni nema núna á jeppum (ég vil fara á mínum jeppa tralallala ekki RÚTU). Leigubílstjórarnir ætla að panta sér Lundúnamiða eftir helgina, úlalala við þurfum líka að spá, ;).
Það er hvergi betri staður til að eyða páskum heldur í Lundúnaborg....treystið mér...

Haukurinn er í Hrossanesi að skoða frænkuna sína og hún er enn fallegri og fullkomnari en hann var búinn að búa sig undir.

Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér
og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á
en ég sakna þín mest á nóttunni er svipirnir fara á stjá

17 október 2003

Ég ætla ekki að blogga neitt í dag!

16 október 2003

Það er sól og kalt í Nyhavn! Haukurinn er sem sagt vaknaður og farinn að spígspora í danskri höfn (Í höfnum var hann hrókur mikils fagnaðar, heillaði þar allar stúlkurnar, en aldrei hann meyjarnar augun leit, þvi anna sat þar og beið og beið (smá skáldaleyfi) )

Í kvöld fer hann á MUSE tónleikana, úlalala, ég er búin að hafa þá á hæsta í bílnum bara svo ég geti fengið smá fíling líka ;)) En ef einhver er á leið til Köben í dag og langar að fara á tónleikana þá er haukurinn með tvo miða...hann ætti því að komast inn ;))

En lag númer 12 á nýja diskinum er alveg hreint brilljant, ég náði því þrisvar á leiðinni í vinnuna í morgun úhhhhhhhh næs ;))

15 október 2003

Og haukurinn er búinn að skrá inn á hótelið í Köben. Það er skápur. Það var og!!

Þeir hafa kannski vitað að hann er ekki feitur maður og því hefur fengið úthlutað eftir því. Ef ég hefði verið hefði hann fengið stærra hehe

Í fyrrinótt var brotist inn hjá pabba! Eitthvað bölvað hyski mætti með kúbein og braut upp hurðina á verkstæðinu og ruddist inn. Þeir voru tveir og létu greipar sópa um allt. Hirtu lykla að bílum og tölvuna, úr sem einhver hafði skilið eftir þegar hann þvoði sér og skemmdu fullt: Helltu úr skúffum og ruddu öllu úr skápum. HYSKI

Pabbi var auðvitað ekki glaður en Löggan var slíku vant fljót að bregðast við og fór og heimsótti gæjana tvo og náði í dótið. bara sisvona. Enda voru til myndir af þeim í eftirlitskerfinu (annað en með morðingja Önnu sálugrar í Sverige).

Bölvað hyski.

og líka þessar fréttir:
Breti vill Norðurljós fyrir milljarð króna
ætli enginn hafi sagt honum að þau eru ekki til sölu? Að það er enginn sem á þau..og hvernig er hægt að vita hvenær búið er að safna norðurljósum fyrir miljarð?
hehe

Fundu ekki ökumann sjúkrabíls
jæts það var nú verra, ætli bíllinn hafi keyrt sjálfur?

já lífið er skemmtilegt afmæli og dreifbýliskvennadagur og svo þessi skemmtilega fyrirsögn á visi.is

Vændi og kennsla fara illa saman
Spurning hvort er aðalstarf og hvort auka
hehe

assg.blogger drasl..nú fer ekkert inn sem ég skrifa
PRUFA

Og líka til hamingju með daginn dreifbýliskonur
tralala
ÓR'O í vinnunni hjá mér á að fara að dansa niður í bæ í tilefni af þessum degi..hehe..
;))))

Til hamingju með afmælið Marín, hún lengi lifi, hiphip húrrei
Héðan er það bara uphill

14 október 2003

Alveg er lífið einstaklega skemmtilegt og sniðugt ;)
Ég á eina góða vinkonu (á fleiri að vísu) sem er sérstaklega hrifin af dreifbýlinu og öllu sem því fylgir. Hún flutti einu sinni út á land og bjó í „sveit" í fjögur ár. Undir það síðasta var hún komin með væga andarteppu og útbrot sem allt mátti rekja til þess að hún var orðin of nátengd dreifbýlinu.

Þessi góða vinkona mína á afmæli á morgun, stórafmæli.. meira segja risastórt afmæli og hvað ætlar dreifbýlið að gera til að minna hana á sig?
Jú á morgun 15 október er haldinn alþjóðadagur dreifbýliskvenna og mun Ísland ganga í lið þeirra þjóða sem helga sínum dreifbýliskonum daginn á ári hverju.

haha ég verð að viðurkenna að ég er búinn að vera að smá flissa í allan morgun. Þetta væri sko alls ekkert fyndið nema af því téð vinkona mín er haldin þessari dreifbýlisáráttu og þá er valinn hennar afmælisdagur sem ársdagur dreifbýliskvenna.. er hægt að fá skýrari skilaboð en þetta?????

hehe

13 október 2003

Og frú Guðrún er sextug í dag! Til hamingju með afmælið Nabba ;))

það var sbo bussí hjá mér helgin að ég hafði bara ekki tíma til að skrifa neitt. Fórum á föstudagskvöldið í partý í Vesturbæinn og þar var alveg frábært. Það var matur fyrir 100 manns held ég, svona tapaz matur.mmmmmmmm gott gott ;) Sigþór var á fullu í eldhúsinu þegar okkur bar að og Sólrún sjálf á fullu við að vera hostess..báðum fórst hlutverk sín fel úr hendi.

Meinvill er auðvitað með langa fattarann sinn og þegar Sólrún sýndi flotta afmælisgjöf frá Sigþóri varð Meinvill ægilega hrifin. hann keypti handa henni svona líka flottan demantahring. Ohhhh bæði haukurinn og meinvill dáðust að þessu. Síðan mætti Breiðholtsnornin og þegar hún sá hringinn sagði hún auðvitað "wow voruð þið að trúlofa ykkur?" Sem var auðvitað rétt en Meinvill hugsar bara ekki á svona nótum haha. En þetta var ægilega fínt.

Á laugardagsmorguninn klukkan 8.15 var meinvill svo mætt í KH'I á málþing um menntun og ætlar að nota það í mastersritgerðina sína.

Síðan hófst undirbúningur fyrir árshátíðina. Það var nú aldeilis fínt og flott. Kynnar á árshátíðinni voru þeir vinirnir Auddi og Sveppi af Popptíví og þeir voru náttúrulega með svona ýmsar uppákonur: Vinnustaðarhrekk, götuspjall þar sem þeir höfðu myndað starfsfólkið í ýmsum hlutverkum og talað inn á í anda popptíví og síðan auðvitað hinn vinsæli ógeðisdrykkur. Jakk forstjórinn fékk hann: Mjólk með tvöföldum pernod, tvöföldum campari, tvöföldum einhverju öðru sem ég man ekki. Þetta var þvílík bomba og eins gott að stjóri er stór maður, ég hefði steindrepist af þessu. hann viðurkenndi samt síðar að þetta hefði skotist sér til höfuðs ;)

Í gær fórum við systur síðan á Þingvelli að skoða haustlitina. Þar RINGDI


Powered by Blogger