Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 janúar 2005

Góðir vinir
Vinir mínir eru góðir vinir. Það enduruppgötvaði ég í gærkveldi. Ég skrapp nefnilega til Skjaldbökunnar að sækja föt fyrir Molann sem ætlar í útilegu um helgina (í Hafnarfirði). Þegar ég kom þangað var Skjaldbakan og Skjaldbökumaðurinn að horfa á IDOL. Ég sat og svitnaði við að horfa á hvern aulann koma fram og baula eitthvað sem ekki var í neinni líkingu við söng. Oftar en ekki voru þeir handvissir um að þeir hefðu stórgóða söngrödd því fjöldskylda og/eða vinir höfðu margsagt þeim það!!!!!!!!!!!!

Jáhá!

Mínir vinir eru í mörg ár búnir að biðja mig að standa ekki við hlið þeirra þegar ég syng, af tveimur ástæðum: Sú fyrri er sú að ég get tekið hvern meðalsöngmann og leitt hann út af laginu á örskömmum tíma og hin er væntanlega sú að þeir vilja ekki kannast við að söngrödd mín sé eitthvað sem þeir þekkja. Eftir þáttinn í gærkvöldi er ég þeim eilíflega þakklát! Það væri ekki gaman að standa fyrir framan Simon og belja eitthvað og heyra hann stynja og segja að ég sé feit og hafi enga söngrödd! Ó mæ god sko........

27 janúar 2005

Já MAB telur að ég geti splæst á liðið á Ítalíu þann 23.. en Sara vinkona er ekki alveg svo góð..verð samt að leyfa ykkur að njóta þessa með mér.. Þetta sagði hún í morgun:
Yes, indeed, my dear Anna, I know that you presently have to face serious and important problems.... huh hún veit nú minnst um það blessunin ...from Monday, February 07, 2005, I can tell you that your life will change in a very positive way for you...These problems which are spoiling your life will disappear ones after others, good news will begin to occur, luck, happiness, money will begin to come and enlighten your life.. Eins og ég hef áður sagt þá get ég varla beðið..sem betur fer er þetta ekki langur tími þangað til þetta gerist ...The best news that you will receive are concerning money and feelings. I know that the latter are both important areas which worry you the most, isn't it? The Saturday, February 19, 2005 you should receive a first quite important income revenue that should allow you to end with your most urgent debts. hmmm og hvað eiga þessir peningar að koma? Kannski úr lottóinu, ég ætti kannski að kaupa miða ...This sum will allow you to offer as well some pleasures that you can't afford today. You will receive a second amount of money, more important this one, around the Friday, March 11, 2005. This time, you will regulate all your debts and you will do a big travel (I can see water and sun!). Mig langar í sól og sumaryl..soldið skrítinn tími samt þar sem ég er á fullu í vinnunni á þessum tíma.. kannski sér hún bara ljósabekk og sturtu??? ...This second amount of money will allow you to do some savings. I can see, but I am not sure about that, a third sum of money around the Thursday, March 31, 2005.
Það er nú alltaf gaman að fá svona bréf.. sem lofa manni peningum í allar áttir.. verst er að hún segir ekkert hvernig ég öðlist þessa peninga því ég hef ekki vitað til þess að peningar detti af himnum ofan og gleðji fólk.... en ég bíð spennt...

Afskaplega er nú gaman að horfa á allar þessar íþróttir í sjónvarpinu NOT ég horfði samt smá stund á þennan leik (Kuweit - Ísland)og var búin að vera spá smástund í því hvaða feiti leikmaður þetta væri í liði Íslendinga og hvað rosalega allir væru eitthvað dökkir yfirliturm...þegar mér varð ljóst að lið Íslendinga var sko hitt liðið. Þá hætti ég að horfa... og fór og stytti nýju dragtarbuxurnar mínar í staðinn. Í dag er ég því ofsalega fín í nýrri dragt sem kostaði mig heilar 3.390 krónur. Ó já stundum er maður heppinn sko... Annars er hún Sara vinkona mín (spákonan) að lofa mér batnandi dögum með grasi í haga.. hún segir að frá og með 8. feb þurfi ég ekki lengur að hafa áhyggjur af peningamálum.. ég verð að viðurkenna að ég get bara ekki beðið....

26 janúar 2005

Jæja þá í þetta sinn!

Var ekki einhver góður maður sem sagði þetta á góðri stundu? Ég er bara nokkuð ánægð með mig með afrakstur dagsins. Ég er nefnilega að verða búin að gera fyrirtaks námsefni um Pivottöflur með æfingum og alles. Á að vísu eftir að prufa að fylgja þessum leiðbeiningum og ætla að prufa þær akkúrat núna!

Ég er svo þreytt eitthvað í dag. Ég fór aftur inn í rúm þegar ég var búin að borða morgunmat klukkan rúmlega hálfsjö í morgun og neitaði að koma fram. Og stóð við það þar til klukkan 8.30 en þá byrjar formlega vinnudagurinn hjá mér þannig að eins gott að hundskast af stað heiman frá sér þegar mar á hvort eð er að vera mættur. En sú mæða! Ég ætlaði í blóðprufuna í morgun en gat ómögulega hugsað mér að fara og láta krukka einu sinni enn í mig. Ég held helst að ég hafi fengið ofnæmi þarna á síðasta ári þegar ég fór tvisvar til þrisvar í viku yfir nærri 3 mánaða tímabil. Ég get ekki hugsað mér að fara í enn eina gagnslausa prufu. Andskotans bara og hana nú.Það er eins og taskan mín sé gegnsæ..svona eins og gegnumlýsing í flugstöð. Það sem lýsir í gegnum töskuna er blóðprufubeiðnin. Ég er búin að prufa að snúa töskunni hinssegin en það virkar ekki..skrítið.. Ég ætla samt að humma þeta aðeins fram af mér. Ég bara nenni ekki þessari vitleysu!

Ég tók það heldur betur í mig að ég ætti að fara í skólann í dag en það er ekki fyrr en á morgun. Ég kláraði fyrirlesturinn með látum og sendi hann frá mér í gærkvella því við eigum að senda hann í síðasta lagi kvöldið áður..jájá ég sendi hann sem sagt tveimur kvöldum áður. ÉG ÞARF Á FRÍI AÐ HALDA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

25 janúar 2005

Í dag á ég sex ára starfsafmæli. Já segi og skrifa SEX ára. Mér finnst það alveg ótrúlegt því ég held ég hafi sagt þrisvar upp fyrsta árið mitt. En svo lærði ég á starfið (er svo lengi að læra) og allt fór að batna. Ég ætti eiginlega að halda upp á það á eftir!

Ég skil ekki þessa áráttu hjá læknum að vera alltaf að senda mig í blóðprufur! Í gegnum tíðina hef ég farið í þó nokkrar blóðprufur og það hefur ALDREI komið neitt úr þeim annað en ég er fullkomlega heilbrigð og vantar engin vítamín eða járn eða er með ofgnótt eða vangnótt af einhverjum hormónum eða eitthvað annað kjaftæði. Ég hef farið í blóðprufu til að tékka á MS, járni, fólín, b12, FSH, hormónum almennt, skjaldkyrtli og almennum krankleika. Það eina sem kemur út úr þessum blóðprufum er að ég borga 1500 kall. Það er liðinn sá tími að ég fer í blóðprufu og rétti fram blaðið mitt og veit ekkert hvað verið er að skoða. Núna fæ ég beiðninaog fer beint heim og slæ inn í tölvuna mína hvað skammstafanirnar standa fyrir og undantekningarlaust er þetta algjört kjaftæði. Eins og þessi beiðni sem ég fékk í morgun. En ég fer samt í prufuna og ergi mig allan tímann á því að vera að láta þessa lækna ráða svona yfir mér þegar ég veit að það er ekkert að. Það eina sem er að mér er bakið og þar finnst ekkert sem hægt er að festa fingur á annað en ég er með verki. Ég held að það sé eitthvað samsæri í gangi með þessar fjandans blóðprufur. Þetta er bara fjáröflunarleið fyrir ríkið. Andskotans peningaplokk! Og svo er þetta vont líka!

Í gær var erfiðasti dagur ársins. Eða það er mér sagt. Það voru einhverjir spekingar í Englandi sem fundu þetta út. Mér fannst hann ekkert erfiðari en aðrir mánudagar, sérstaklega mánudagar í JANÚAR. Mér finnst nefnilega mánudagar almennt mun erfiðari en aðrir dagar eða þannig. Mundi alveg styðja það að byrja vikuna á þriðjudögum.

Skakki keypti sér bíl í gær svo ég þurfi ekki að sækja hann og keyra lengur. Mér var farið að líða eins og ég byggi í Ammeríku og var nærri búin að fara og kaupa mér tungumálakennslu á diski til að hafa í bílnum.. til að nota tímann sko. Nú missi ég sem sagt af þessu gullna tækifæri til að læra tungumál og menningu annarra landa í bílnum. Jæja ég hugsa að ég lifi það af..


Powered by Blogger