Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 apríl 2004

Bissý dagur framundan!

Ætluðum að gera við hjólin okkar og ætluðum líka að fara að skoða nýjan bíl. Minn bíll er nefnilega búinn að fá andlátstilkynningu sem er mjög fúlt því nýr bíll kostar óhjákvæmlega PENINGA!

Í dag er líka tiltektardagur í virðulegum garði við húsnæði okkar hr. meinvills. Það á að klippa tré og allt þetta sem garðvinum finnst skemmtilegt. Mér leiðast hinsvegar garðstörf en verð að hunskast út. Hinsvegar er svona snjófjúk í loftinu og ég er að vona að það verði til þess að öllu sé frestað.

Fór á nornafund í gær og það var mjög gaman. Fékk fína spá og nornirnar dáðust mjög að nýju töskunni minni sem er líkkista! Líkkistan á að geyma tarotspilin sem ég þarf að fara að vera duglegri að skoða. Ég sýndi þeim líka dagbókina sem martraðirnar eiga að fara í (Emilys nightmare diary). Það eina er að mig dreymir ekki mjög oft og fæ enn sjaldnar martraðir en ég gæti haft eitthvað annað í þessari fínu martraðarbók, eins og t.d. spár þessa árs. Það er sko alveg nauðsynlegt að hafa þær í fínni bók

16 apríl 2004

hmmm það birtist ekki sem ég skrifaði eldsnemma í morgun

Sebastian lifaði af útivistina í útjaðri borgarinnar!

Það er ekki nóg með að hann hafi lifað af! Nei það er sko ekki nóg! Málið er að hann hafði það svo gott að hann fjölgaði sér um einn!!! Skrítið, ég hélt hann væri kallfiskur en þegar ég kom að sækja hann (með öndina í hálsinum) þá syntu tveir fiskar í litla búrinu. Mjög skrítið.

Ég spurði ástkæra móður Gullmolans hvort hún hefði drepið Sebastian og keypt tvo nýja fiska í sárabætur. Hún þrætti fyrir það og sagði að ég væri fífl!

Ég!

Hins vegar skal ég viðurkenna að Sebastian leit öðru vísi út en áður, fallegri en mig minnti. Ætti kannski að senda hann oftar í pössun, sérstaklega ef hann verður að tveimur í hvert sinn.

Molinn fékk nýja skó og þrammaði um allt á þeim, ægilega glaður. Hann kemur greyið litla úr langri línu skósjúklinga þannig að ekki er nema von að hann sé skósjúkur. Amma hans er alltaf að skoða skó, einnig mamma hans og Meinvill frænka er víst líka soldið skósjúk (eða það finnst hr. Meinvill en hann veit nú lítið um músík).

Held samt að Molinn sé hálftregur og hlýtur hann að hafa það úr ítölsku hliðinni því mínir ættingjar hafa aldrei verið þekktir fyrir að vera tregir. Hann fékk nefnilega sólgleraugu líka. Hann varð ægilega glaður, nú hefur hann tækifæri til að vera eins og Meinvill með lonníettur á nefinu. Það varð hinsvegar að taka af honum gleraugun eftir að hann var búinn að reyna að stinga úr sér augun fimm sinnum því hann hitti ekki á nefið á sér með gleraugun heldur reyndi að setja þau við hliðina á hausnum. kannski finnst honum hann hafa tvo hausa?????

Annars er Meinvill farin að sjá svo illa að hún brá undir sig betri fætinum (þeim vinstri) og fór til augnlæknis í gær. Hann heilsaði með virktum og fannst ótrúlegt að Meinvill hefði ekki sést í sex ár. Það var hinsvegar rétt.

Meinvill settist í stólinn og glennti upp fögur augu sín og Læknirinn mældi þau í bak og fyrir og tautaði allan tímann að ef hann myndi rétt þá væri Meinvill alkunn Pjattrófa! HUH pjattrófa!!

ÉG???

Ekki að ræða það. Honum finnst nefnilega pjatt að Meinvill skuli vilja LITAÐAR linsur. Meinvill sjálfri finnst það hinsvegar MJÖG skiljanlegt og skýlir sér á bak við þá staðreynd að ef hún týnir linsunni þá er auðveldara að finna hana ef hún er lituð. Lækninum finnst þetta húmbukk og pjatt enda er hann kallkyns!

Þegar læknirinn góði var búinn að mæla hin fögru augu þá skrifaði hann RECEPT fyrir nýjum gleraugum fyrir Meinvill sem er farin að sjá svo illa. Nýja receptið er með mun minni styrk en það gamla. Meinvill benti lækninum á þetta og sagðist vera farin að sjá VERR en ekki BETUR! Hann hnussaði og sagði að tækið mældi þetta svona og ég hefði síðan staðfest það í lestrinum. HVAÐ???? Þetta helv skilti hinum megin í salnum þar sem á að lesa í efri línunni J K 7 5 og neðri línan er??? BINGÓ

En sem sagt, Meinvill þarf ekki sterkari gleraugu heldur veikari og hann rak mig út með þeim orðum að Meinvill væri að verða ráðsett frú og þyrfti ekki litaðar linsur ef hún þá þyrfti nokkuð linsur því gleraugun væru fín! Ég vil minna á að þetta er sami læknirinn og hélt yfir mér reiðilestur þegar ég las um einhverja nýjung sem heitir leiserlækningar mörgum árum áður en þær urðu algengar á Íslandi! Meinvill gekk út eftir þann lestur með þá byrði á bakinu að hún væri ekki bara pjöttuð heldur auli líka, sem getur ekki staðist!

15 apríl 2004

Ég las yfir mig í morgun og mætti of seint. Hvernig er það hægt? Jú þegar hr. Meinvill þarf að mæta klukkan 6 (SEX) um morguninn og Meinvill þarf að keyra hann (af því bíllinn er enn á verkstæði og verður þar áfram). Meinvill sem sagt keyrði hann í vinnuna klukkan 6, fór svo heim og beint í rúmið að lesa eina af nýju bóknum frá London og kom svo of seint í vinnuna því bókin var svo spennandi tralala

14 apríl 2004

Ég er búin að finna tilgangslausasta starf sem til er!

Það er að finna í Lundúnaborg og það er fullt af fólki að vinna við það! Fullt af fólki! Og á öllum aldri af báðum kynjum!

Þetta fólk stendur grafkyrrt á götuhorni og styður við spjald. Á spjaldinu stendur:

GOLF SALE og ör sem bendir upp eftir eða niður eftir götunni

SUBWAY og ör sem bendir upp eftir eða niður eftir götunni

PIZZA HUT og ör sem bendir upp eftir eða niður eftir götunni

Stundum stendur nafn á einhverjum kínverskum veitingastað.

Eitt skipti sá ég skilti og engann mann. Ég fór og fékk mér kaffi á NEROS og þegar ég kom til baka var maðurinn kominn á sinn stað. Hafði þá bara farið í smá pásu.

Spáið í þessu, sem eruð að væla yfir leiðindastarfi. Það er held ég ekkert sem slær þetta út. Meira segja gaurarnir með bæklingana (flyers) virðast skemmta sér betur því þeir fá þó að tala í sínu starfi en skiltahaldararnir segja ekki neitt. Standa bara með skiltið sitt og aumingjasvip.


Powered by Blogger