Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

24 janúar 2003

Tralalala það er komin helgi! Það hefur ekki komið neitt frá mér í tvo daga því allt púðrið fór í að setja inn myndir á heimasíðuna hans Vittorios og þar eru nú nýjar fínar myndir ;) Og á morgun fer hann í englamyndatöku! Hann er soddann engill að hann þarf varla að fá lánaða fínu englavæninga mína en ég gef mig samt með það.
Í kvöld er síðan fyrsti nornarfundur ársins! og hann er haldinn í Keflavík (á landsbyggðinni). Við keyrum þarna svona gallvaskar á ca 3 mánaða fresti og í hvert einasta skipti þá villusmt við þegar við leitum að götunni. Það er þarna ákveðin beygja sem engri okkar finnst að við eigum að keyra og í hvert skipti er sagt "það er ekki þessi beygja muniði þið bara hvernig fór síðast" og við brunum framhjá og tökum fínan aukarúnt í Keflavík (enda erum við farnar að þekkja bæinn ágætlega eftir allan tíma). Og við erum allar jafn slæmar!
Haukurinn ætlar í jeppatúr á morgun, það er grand ;) ég kemst að vísu ekki með þar sem ég er búin að bjóða mig fram sem virðulegan myndasmið fyrir löngu síðan en það er bara betra því hann æfir sig þá bara án mín og síðan þegar ég mæti þá erum við best (hehe). Ekki það að þetta sé nein keppni en mar þarf að vera viðbúin öllu!!!!

22 janúar 2003

Það er meiri skollans kuldinn úti brrrrrrr annars varð ég auðvitað mjög glöð þegar ég las þær fréttir að það væri heitast í Hafnarfirði. Mun heitara en annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu. Gosh hvað ég er fegin, að vísu fann ég engan mun þegar ég skreiddist út en þetta hlýtur að vera rétt, þetta var nefnilega á netinu og þar er allt rétt (;))
Það er svo mikið að gera hjá mér að ég hef varla tíma til að vera að skrifa neitt (hehe). Sat með nýju spilin mín í gær og reyndi að venjast nýjum hugtökum. Það sem vantar er hinsvegar einhvers konar trébox undir allt nornadótið þannig að allt sé eins og það á að vera.

21 janúar 2003

Þá er það moldviðrið! Ég ætlaði að blogga á laugardaginn og upplifa það að ég ætti ammili onlæn en það var svo mikið að gera hjá mér að ég hafði engan tíma ;( en ég er alla vega búinn að eiga þetta frábæra ammili!
Ég vil hér með þakka öllum sem studdu mig í gegnum þennan erfiða tíma (hehe) en svona í alvöru þá segi ég hér með takk takk þetta var hreint frábær dagur!
Haukurinn gaf mér ferð til London um páskana og Armour sá til þess að vinnufélagarnir gáfu mér fullt af pundum og því mun ég sitja á einhverri gamalli krá og skála þeim til handa ohhhh verður gaman!
Nornirnar gáfu mér ný spil. Ég átti svona spil þannig að ég fór og skipti og fékk þessi fínu injánaspil og nú eru það hinir miklu andar himins og jarðar sem munu fylgja mér. Og hey galdrabókin góða..núna verð ég eins og þær í tjarm myndunum á skjá1.!!!!!! (vantar að vísu sítt hár) Þetta er sko kukl í lagi!! Stór bók með göldrum og galdraþulum!! úlalala
og ég er komin með nýjan skanna ;))))) Líf mitt er fullkomið (hér er ekki verið að biðja um mikið). Þessi skanni tekur líka filmur og slæd myndir þannig að ég ætla ekki að vera mönnum sinnandi næstu vikurnar haha (eins og skólinn hlusti á það)!
Og ég heyrði frá fullt af fólki; Árni og María í Danmörku, Dóri og Co í Svíþjóð, Ásdís og Co í Þýskalandi, Unnur Hólmavík, Auður Vestmannaeyjar, Kristín og Auður úr VK, Ásdís Sigurjóns!
Á tímabili held ég að okkur Hauknum hafi gjörsamlega fallist hendur því það komu svo margir og á allir á sama tíma og blómin maður! Íbúðin er eins og grafhýsi (hehe)
Þetta er fínt í bili ;)))


Powered by Blogger