Ég er farin í bloggfrí í tvær vikur.
09 júní 2005
08 júní 2005
Hvað er það einglega með þenna kulda? Er ekki komið sumar?
Maður bara spyr sig!
Ég sit hér í djúpum þönkum. Það er ekki vinnan sem á hug minn allan. Ó nei, það er spurning um enn eitt golfnámskeiðið sem hefur heltekið mig svo ég má vart mæla. Ég fór í fyrra og lærði heilmikið. En einhvernveginn hef ég ekki komist af stað í sumar. Það er eitthvað útlendingsgrey í vinnunni að auglýsa 6 tíma námskeið og spurning hvort ég eigi að skella mér. Þetta hefur orðið til þess að ég get varla unnið fyrir hugsunum. Hverjar eru líkurnar á því að ég fari af stað á móti líkunum á að ég haldi áfram eftir námskeiðið? Eins og þið skiljið þá er þetta alvöru vangaveltur og krefst alls af mér!
Maður bara spyr sig!
Ég sit hér í djúpum þönkum. Það er ekki vinnan sem á hug minn allan. Ó nei, það er spurning um enn eitt golfnámskeiðið sem hefur heltekið mig svo ég má vart mæla. Ég fór í fyrra og lærði heilmikið. En einhvernveginn hef ég ekki komist af stað í sumar. Það er eitthvað útlendingsgrey í vinnunni að auglýsa 6 tíma námskeið og spurning hvort ég eigi að skella mér. Þetta hefur orðið til þess að ég get varla unnið fyrir hugsunum. Hverjar eru líkurnar á því að ég fari af stað á móti líkunum á að ég haldi áfram eftir námskeiðið? Eins og þið skiljið þá er þetta alvöru vangaveltur og krefst alls af mér!
07 júní 2005
Þá er ég flutt eina ferðina. Það er í þriðja sinn á þessu ári. Þetta eru vinnuflutningar. Ég ætla að vona að þetta sé nú í síðasta skiptið ég er eiginlega að fá nóg af þessu. Þetta er hinsvegar gott fyrir skrokkinn því hann þarf að minnka. Samkvæmt bréfi sem ég fékk í gær frá yfirvöldum þá er ég of þung og þarf að fara í heilmikla læknisrannsókn til að ganga úr skugga um að ég muni lifa næstu 20 árin. Spurning hvort sú skoðun nái einnig yfir bílslys og byltur og annað smáræðis sem getur komið fyrir í hinu daglega lífi. Ég veit hinsvegar ekki alveg hvernig ég á að fara að því að minnka ummál mitt svo um muni. Ég kann alla frasana og gæti haldið námskeið án þess að undirbúa mig neitt frekar. Borða minna, æfa meira, borða oftar, æfa meira... Einkaþjálfarinn sagði við mig að ég ætti að hætta að drekka diet pepsi og ég er búin að íhuga það. Held samt að það eitt og sér verði ekki til að minnka ummálið. Hvað segja einkaþjálfarar við fólk sem drekkur kaffi? Er þeim bent á að hætta að drekka kaffi? Hún sagði líka að ég ætti að hætta að borða nammi. Ég spyr á móti, hvaða nammi? Ég borða afar sjaldan nammi og með sjáldan þá meina ég svona tvisvar þrisvar í mánuði yfirleitt. Stundum oftar en yfirleitt ekki. Þetta verður ekki auðvelt viðureingar!
06 júní 2005
Ég þarf ekki að laga MA drusluna mín því ég fékk 8. Segi og skrifa 8. Hörmungar síðustu vikna hafa því borgað sig. Æm verí happí...
Lífið er dásamlegt og ég tek þátt í því.... fílaði mig eins og junkí á laugardagskvöldið þegar ég sat í bílnum mínum á 100 km hraða á leið í bókabúðina að kaupa mér eina bók til að lesa. Skakki fór nefnilega að veiða í matinn og ég var ein heima. Mér tókst að hægja ferðina þegar mér var hugsað til þess að ef löggan stoppaði mig og ég yrði að svara af hverju mér lægi svona á: "Mig vantar BÓK". Er það ekki fullgild ástæða til að brjóta hámarkshraðaregluna????
maður bara spyr sig eins og Armour vinkona mín mundi segja...
Sunnudagurinn fór svo í að lesa bókina. Ég gerði ekkert af því sem ég hafði ætlað mér enda nennti ég ekki að laga til vitandi það að Skakki væri hálfur út í vatni að leika sér að matnum.
Á laugardaginn fór ég með Molanum og systurinni að skoða dýrin í sveitinni. Það var gaman en ég er samt lítið fyrir svona ævintýri og er fegin að þurfa ekki að gera það oft. Ég t.d. klappa ekki dýrum sem ég þekki ekki..ojojojo.. og ég fer ekki að gefa þeim einhverjar heylufsur vitandi það að þau gætu bitið mig í leiðinni... Molinn var ægilega hrifinn en það sem vakti mesta hrifninu hjá honum var gamli traktorinn. þar sat hann með "gabímín" og keyrði og keyrði.. Gabímín er besti vinurinn og þýðir þetta á fullorðinsmáli "Gabríel minn".
maður bara spyr sig eins og Armour vinkona mín mundi segja...
Sunnudagurinn fór svo í að lesa bókina. Ég gerði ekkert af því sem ég hafði ætlað mér enda nennti ég ekki að laga til vitandi það að Skakki væri hálfur út í vatni að leika sér að matnum.
Á laugardaginn fór ég með Molanum og systurinni að skoða dýrin í sveitinni. Það var gaman en ég er samt lítið fyrir svona ævintýri og er fegin að þurfa ekki að gera það oft. Ég t.d. klappa ekki dýrum sem ég þekki ekki..ojojojo.. og ég fer ekki að gefa þeim einhverjar heylufsur vitandi það að þau gætu bitið mig í leiðinni... Molinn var ægilega hrifinn en það sem vakti mesta hrifninu hjá honum var gamli traktorinn. þar sat hann með "gabímín" og keyrði og keyrði.. Gabímín er besti vinurinn og þýðir þetta á fullorðinsmáli "Gabríel minn".