Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 nóvember 2005

það er brjálað að gera á litla heimilinu í útjaðri höfuðborgarinnar. Skakki er búinn að rífa af allar hurðir og við erum að pússa þær og lakka. Allar hurðir það er að segja skápahurðir þar með talið eldhússkápahurðir. Eiginlega var ekki vanþörf á en mikið svakalega er þetta seinlegt þegar plássið er svona lítið eins og hjá okkur. Það er varla hægt að ganga um núna fyrir hurðum og málingadósum og fötum sem eiga að vera í skápnum en geta ekki verið þar af því það er verið að mála. Úff, svo verður málað herberið og sett á það parket.. það verður svo flott um jólin að við getum ekki blótað!

17 nóvember 2005

Oh mæ God hvað ég er svöng núna. Ég hafði bara tíma til að borða ABT mjólk í morgun og það stoppar ekki lengi í maga. Eins gott að kokkurinn hafi eitthvað brilljant upp á að bjóða. Skakka gengur vel að fínpússa heimili okkar. Hann er búinn að pússa upp heilan fataskáp og lakka. Þetta er af því við tímum ekki að kaupa nýja skápa. Mér sýnist herbergið stækki um marga marga fermetra við þetta en það er nú kannski bara af því við erum búin að tæma það af drasli og þar er bara rúmið eftir og trappa svo blindinginn geti sett gleraugun sín einhverstaðar yfir nóttina og fundið þau aftur að morgni. Næst á dagskrá er að kaupa málningu og skera henni á veggina og síðan er það smellupastið og voila við erum komin með nýtt herbergi. Aldeilis grand sko.

15 nóvember 2005

Þvílíkur ekkisen dugnaður í sveitinni. Við erum að verða búin að rispa upp allt sem hægt er að rispa óg svo verður pússað yfir það og glærlakkað. Ofsadugleg alveg. Það er eiginlega skerí hvað við erum dugleg. En það verður ægilega fínt hjá okkur þegar við erum búin. Gærkvöldið fór sem sagt í þetta: rasp, rasp og rasp.

14 nóvember 2005

Helgin var alltof stutt, endurtek alltof stutt. Leit á klukkuna klukkan fimm í gærdag og fattaði að helgin var að verða búin og ég ekki hálfnuð með allt sem átti að gera. Sat samt á laugardag og föndraði jóladót með Skjaldbökunni og Molanum. Hann hefur miklu meira hugmyndaflug en við og teiknaði því fíla og sebrahesta og allir voru þeir með typpi. Ég átti erfitt með að sjá sebrahesta út úr myndunum og hvað þá svoleiðis smáatriði en hann fullyrti að þetta væri mikilvægt! hvað þetta tengdist jólunum veit ég hins vegar ekki en hvað veit ég svo sem?

Við fórum líka og keyptum smellupast á gólfið í herberginu og nú er að finna tíma til að setja það á. Sunnudagurinn fór í að pússa þröskuldana. Þeir eru nú ekkert smáflottir. Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að pússa þetta drasl upp..svona veit mar lítið. Ekki hafði ég lesið neitt í bók um þetta...


Powered by Blogger