Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 nóvember 2003

Auður
Þannig eru þeir gjörsamlega elliærir sem halda því enn fram að Bó sé frábær tónlistarmaður.
Ég held nú ekki að nokkur maður, ungur eða gamall haldi því fram í fullri alvöru. Hann átti eflaust sinn tíma en hann er nú liðinn en sumir þekkja ekki sinn vitjunartíma. Annars lenti ég næstum í rifrildi í matartímanum um daginn þegar verið var að ræða "come back" hjá "frægum"Íslendingum.

Viðstaddir vildu meina að það væri gott að fá nýja músik með Hljómum, Ríó Tríó og fleiri ellismellum. Ég sagði að það væri jú alveg í lagi en þeir væru ekki gera neitt nýtt. Þeir hefðu bara þagnað í 20 ár og nú vildu þeir fá einhverja leftover frægð og kannski peninga og hefðu því opnað gúllann aftur.

Ég skal sko segja ykkur að þetta fékk ekki góðan hljómgrunn. Ó nei, ég var litin hatursaugum fyrir að dissa fólk á besta aldri (orðið dissa var auðvitað ekki notað, heldur ekki bögga, það var eitthvað gammeldags orð sem ég get ekki munað að svo stöddu).

Þetta voru hinar líflegustu umræður sem ég yfirgaf áður en vinnufélagar mínir gerðu mig útlæga frá matsalnum. Ákvað að halda mig bara við að jánka því sem sagt er um grátbækurnar um jólin sem allir eru nú að keppast við að vitna í. Ég er á öruggara svæði þar.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger