Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 mars 2004

Í dag var ég að lesa bloggsíður. Ég var búin að vera svo dugleg að vinna að mér fannst ég hafa unnið mér það inn að fá smá pásu og þá les ég blogg. Ég fór inn á bloggið hennar önnu.is. Þar las ég um baráttu hennar við áströlsku græðlingana og hafði gaman af.

Síðan las ég kommentin hennar. Sem er auðvitað helber forvitni af minni hálfu að vera að lesa annarra manna komment... EN.. sem ég les þarna í rólegheitunum og skemmti mér vel þá verður fyrir mér komment á ensku og sá sem þar skrifar biður Önnu að hafa samband við sig því hann sé staddur á Íslandi á ráðstefnu. Ég les þetta svona annarshugar því mér kemur þetta jú ekki við...nema ég kannast við nafnið...

Eftir smá undrunarkast þar sem ég furða mig á því að Anna.is þekki mann með sama nafni og ég úti í Svíþjóð þá fatta ég..HANN ER AÐ TALA VIÐ MIG ekki hana, heldur mig. Þetta er gamli góði MAX höfundur flying Jacob. Hann veit að Ísland er lítið land og ekki margar önnur á ferli... eða hvað? Mér finnst þetta fyndið og það besta er að ég skyldi sjá þetta í dag en ekki t.d. seinna um helgina þegar hann væri farinn frá Íslandi aftur!

Ég hringdi auðvitað strax í hann og hann bað mig að vera gæd um pöbba Rvíkur sem ég samþykkti auðvitað strax. Er að vísu með smá örlitla bakþanka núna því ég þekki enga pöbba nema Rosenberg og hann BRANN fyrir nokkuð mörgum árum. En ég hef tíma til að updeita þetta því hann er ásamt kærustu sinni í Bláa Lóninu þar til síðar í kvöld.. best að fara að skoða símaskránna eða eitthvað


ps síðast þegar Max heimsótti Ísland, hringdi hann í kærustu sína og sagði:
"Islendingene drikker ens og svin"!!!!!!
Ég skildi það þó ég væri ekki góð í sænsku, honum er að vísu vorkunn því rétt áður höfðum við skotist inn á Döbliners og þar sem við vorum að fara inn, komu dyraverðirnir með dauðadrukkinn kvennmann og hentu henni út.. en hún var örugglega ekki íslensk haha

Nauðsynjahlutir
Stundum fær mar kaupæði, þá er gott að vinna á vinnustað þar sem mar kemst bara engan veginn í búðir. Ég vinn á svoleiðis stað! EN það er búið að finna lausn á því...

KYNNINGAR!!

Í þessari viku er ég búin að fara á þrjár kynningar!

Kynning 1: Neminn minn mætti með glerlist eftir mömmu sína sem varð þess valdandi að ég fór heim og pakkaði öllu gamla draslinu mínu svo ég gæti komið þessu nýja fyrir. MJÖG flott alveg....

Kynning 2: Snyrtivörukynning þar sem vinkona Armour mætti og kynnti dýrindisvörur sem engar konur geta lifað án. T.d gel fyrir appelsínuhúð? Engin okkar sem var á kynningunni var með svoleiðis en við höfum auðvitað séð svona í leikfimi og svolleis þannig að við ákváðum að vera bara fyrirbyggjandi og leggja allt í forvarnir og keyptum allar sitthverja túpuna (þýðir ekkert að kaupa saman því við búum svo dreift).

Kynnirinn plataði líka inn á mig sérstöku meiki fyrir gamlar hrukkóttar konur. Mjög flott alveg, en þar sem ég hef ekki mikið af hrukkum náði hún að sannfæra mig um að þetta væri líka FYRIRBYGGJANDI!!!!!!! Fínt, nú á ég appelsínugel og hrukkdýrabana sem meik....

Kynning 3: Ýmis eldhúsáhöld. Ég keypti tvö!! Nýjan ostaskera handa hr, Meinvill (hann þarf að fá nýjan annað slagið) og svo keypti ég það nýjasta nýtt!!! Haldið ykkur nú fast!!!!

Ég keypti nefnilega sköfu til að skafa eitrið af tungunni sem myndast yfir nóttina. JAMM það er nefnilega til!!! Núna verð ég ekkert nema blíðan frá morgni til kvölds því ég næ eiturtungunni strax að morgni!!!!!!

10 mars 2004

Fólk sem bloggar er stundum að telja upp allt sem það þolir ekki. Það er alltaf skemmtilegt að lesa það sem aðrir þola ekki en ég er svo furðulega þenkjandi að þetta fékk mig til að hugsa um það sem ég dýrka og hér er listi yfir það sem fær mig til að taka kollhnís af gleði inní mér. Listinn er ekki raðaður eftir mikilvægisröð, heldur eftir því hvaða röð þau stukku í huga minn:
1. Fara að sofa eftir að búið er að skipta á rúminu. Það er ólýsanleg gleði og nautnatilfinning sem kemur upp hjá mér þegar ég leggst í rúmið mitt eftir að ég er búin að skipta á því.....
2. Fá nýja spennandi bók í hendurnar, sérstaklega ef hún er yfir 600 bls á þykkt... ólýsanleg tilfinning fyrir bókaorm að vita að það séu svona margar blaðsíður yfirfullar af orðum sem á eftir að lesa....úuuuuuuuuu
3. Koma heim og það er búið að elda.... það hefur eflaust komið fram hér hvað mér leiðast húsverkin þannig að þegar ég kem heim og það er búið að gera hluti sem ég reiknaði með að gera...frábær tilfinning...
4. Ferð í flugvél, sama hvert það er.... sjá skýin og sólina og svo jörðina undir.. þetta er ótrúleg sælutilfinning....
5. Að fá ís alveg óvænt mmmm.. ég elska ís, sérstaklega þegar ég á ekki von á honum......
6. Fyrsta brosið frá smábarni, merki um að það sé farið að þekkja mann... ég á nokkur frændsystkin á misjöfnum aldri og þessi tilfinning er alltaf sú sama..þegar viðkomandi barnundur fattar frænkuna og sendir fyrsta brosið..þetta er nóg til að ég brosi í marga daga....
7. Þegar náttúran býður upp á eitthvað óvænt, eitthvað sem maður á innilega ekki von á og stendur orðlaus og langar til að upplifa atburðinn aftur og aftur en vitandi að svona gerist ekki aftur.. svona tilfinningu fékk ég t.d. á Mýrunum í Borgarfirði í fyrra sumar þegar fuglaskarinn trylltist og hávaðinn var ólýsanlegur....og um daginn þegar við gengum á Kleifarvatni gegnfrosnu og það var hægt að skoða vatnsbotninn undir margra cm þykkum ísnum....
8. Fá smágjafir.. eitthvað sem kostar ekki mikið en er hrein hugulsemi frá þeim sem gefur gjöfina, þetta er alltaf jafn gaman
9. Að gefa smágjafir, eitthvað sem mar sér óvænt og veit að passar alveg fyrir þennan eða hinn.... og ef gjöfin hittir í mark.. þá er manni heitt um hjartað lengi á eftir..
10. Hugulsemi vinkvenna.. ég er svo heppin að eiga svooooo margar góðar vinkonur og það hættir aldrei að koma mér á óvart hvað þær eru góðar við mig.. og ég fæ svona heitt um hjartað og tár í augun og verð væmin og allt....(en gleymi svo oft að segja þeim það)..
11. Að koma heim og vita að það er einhver heima.. hafandi búið ein í langan, langan tíma þá verð ég alltaf jafn glöð þegar ég kem heim og það er einhver sem býður þar..

og núna ætla ég að fara að elda fyrir hann... klára listann seinna

09 mars 2004

það er svo margt skrítið í þessum heimi. Það er maður í vinnunni hjá mér sem er að fara að ættleiða barn frá Kína. Þessi umræddi maður er þéttur á velli og ef hann kemur til greina sem foreldri verður hann að létta sig um 10 kg. Þá fyrst kemur hann til greina. Umræddur maður er ekki það sem ég mundi kalla feitur, meira svona þéttur og mikill. Þetta er nú eiginlega soldið fyndið þegar maður horfir á allt feita fólkið í Íslandi sem á mörg börn! En það hefur að vísu EKKI þurft að ættleiða heldur hefur átt sín börn með gömlu gamaldags aðferðinni.

það er sem sagt ekki nóg að vera á réttum aldri heldur verður líka að vera í réttri þyngd. Mikið að það skuli ekki vera frekari útlitstakmarkanir "bara svarthærðir meiga ættleiða frá Kina" Djöfuls bull er þetta allt að verða!

08 mars 2004

Bókamarkaður
Í gær uppgötuðum við hjúin okkur til skelfingar að það var síðasti dagur his árlega bókamarkaðar. Úti var rigning dauðans og meðfylgjandi rok. Við ákváðum samt að hunskast af stað og ég fullvissaði hr. Meinvill um að það væri svo vont veður að við yrðum líkast til ein á markaðnum, allir hinir væru heima hjá sér í hlýjunni.

Ekki var það nú svo gott!

Þegar við mættum á staðinn voru öll bílastæði upptekin nema þau sem eru lengst í burtu og gangstéttir fullar af jeppabifreiðum hvers eigendur höfðu ekki nennt að labba langt og ekki hugsað út í aðra sem kannski mundu leggja langt frá og þyrftu að skakklappast á gangstéttinni.

Við létum þetta ekki á okkur frá, lögðum uppi í Breiðholti (næstum því) og hlaupum á rennblautu grasinu að dyrunum. Inni var mergð af fólki. Inni var VOND lykt!

Já, inni var sko vond lykt. Þetta var lykt af eldgömlum bókum sem er út af fyrir sig allt í lagi En.. þegar lagt er í púkkið lykt af blautum fötum sem eru að þorna og sveittu fólki sem líka er að þorna þá er lyktin hreinlega VOND.

Þegar ég var búin að labba hálfan hring var ég komin með í magann og gubbu í hálsinn. Sem harðsvíraður bókaormur þá náði ég að berja þetta niður og halda áfram. Rakst þá á hr.Meinvill sem lá hálfur yfir handrið og horfði döprum augum ofan í gosbrunninn. Eitt augnablik hélt ég að hann væri búinn að fá nóg og væri að hugsa um endalokin en hann var þá bara að reyna að ná sér í hreint loft!

Held að það hafi ekki virkað!

Sá hann nefnilega hengslast um án þess að skoða neitt með ég kláraði hálft borð í viðbót. Þá var ég búin að fá nóg og spurði hvort við ættum að fara.

Ég sá undir iljarnar á honum, hann var svo snöggur út. Mátti hafa mig alla við að ná bílnum þar sem hann fór í loftköstum niður brekkuna sem liggur frá Perlunni, eins gott ég er hlaupadrottning (!) og því vön að þurfa að flýta mér.

Við komum heim með bókina "þekkir þú hljóðin" á 299 krónur. Sama bók kostar held ég 350 í Hagkaup þannig að við hálfdrápum okkur í ógleði fyrir heila 51kr í sparnað!

og hana nú!


Powered by Blogger