Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 júlí 2005

Sú ákvörðun hefur verið tekin að nota þetta sumarfrí til gönguferða. Með hjálp garmsins míns (ekki nýyrði fyrir Skakka)



ætla ég að labba 100 kílómetra í fríinu. Ég ætla ekki að labba það allt í einu en samtals eiga þetta að vera lágmark 100 km að kvöldi 8 ágúst. Ég reikna ekki með að fólki finnst þetta neitt geigvænlega mikið en fyrir gönguhrólf eins og mig sem aldrei labbar nema úr húsinu í bílinn og úr bílnum og inn aftur, þá er þetta sko heilmikið.


Í gærkvöldi labbaði ég í 5 km á eftir Skakka em ég hef nú endurskírt og mun hann heita Tindilfættur Spóaleggur meðan á þessu fríi stendur. Við gengum fram hjá þessu í gær. Afskaplega fallegt þó húsin séu fremur ófrýnileg.


Á þessari mynd er Tindilfættur Spóaleggur að hugsa um að henda sér fram þar sem kona hans er afskaplega sein í förum.


Gönguferðin er þannig háttað að Tindilfættur ríkur af stað eins og kveikt hafi verið í afturendanum á honum (heitir lötra á Ölduslóðísku) og á eftir honum hleypur feita eins hratt og hún getur fyrir þúfum og mosa. Öðru hvoru stoppar hann og lítur til átta og þá nær feita andanum og getur dregið andann áður en þotið er af stað af nýju. Vonir standa til þess að í lok þessa göngufrís okkar þá munum við lötra í sameiningu þeas feita hafi náð þessum löturhraða og geti lötrað sér til skemmtunar.

Í kvöld fer þriðjudagsgönguvinafélagið í Hrútagjá!


Powered by Blogger