Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 desember 2004

Það ríkir hamingja á mínum bæ. Hryllingsprófið er búið og það reyndist ekki vera neitt ósanngjarnt. Hefði ég kunnað eitthvað þá hefði ég eisað þetta en þar sem kunnáttan var ekki mjög mikil þá vona ég að ég hafi slefað lágmarkið þrátt fyrir að hafa skilið spurningu dauðans eftir en hún gilti 10%. Annars er mér búið að líða svona í dag:


Student Head Explodes

Vona að það standi til bóta á morgun. Annars bý ég með sérstaklega huggulegum manni, hann sendi mér stóran blómavönd alla leið frá Föröjum í tilefni prófloka. Ja kannski ekki alveg þaðan en hugurinn kom þaðan. En þetta þýðir samt held ég að málinu sé lokað og ekki eigi að ræða það meir hehe. Nú er það bara jólagleðin...... Elf

09 desember 2004

Reiknað t-gildi gefur til kynna þá staðalvillu sem mismunur úrtakanna er frá mismuni þýðismeðaltalanna tveggja samkvæmt núll-tilgátunni (það er 0)

Finnst einhverjum þessi setning bjóða upp á frekari lestur eða kveikja undir áhuga á að kynna sér megindlega aðferðafræði eitthvað frekar en nú er?

hvað með þessa?

Í hverju pöruðu t-prófi er reiknað út frá mismun á hverju pari en í sjálfstæðu t-prófi er reiknað út frá mismun meðaltala.

Þessi er líka sérlega áhugahvetjandi:
Athugum hér mismun á hverju meðaltali úr hóp og allsherjarmeðaltalinu, þar sem hver tala er vegin með úrtaksstærðinni. Deilum svo í með frelsisgráðum til að fá MSbg (dfbg) sem eru hér = k-1

Ég hef alveg gleymt að segja frá nýja konfektkassanum mínum sem Skakki færði mér úr síðustu veiðiferð (Föröjarna). Þetta er kannski ekki neitt óvenjulega mikið magn (1kg) en það sem er alveg brilljant er að það er ekki verið að troða namminu á margar hæðir til að minnka ummál kassans. Nei Toni Berg setur þetta bara á eina hæð og úr verður þessi líka HJÚTS konfektskassi. Ég mun taka eins og eina mynd af honum um helgina (Molinn er með vélina í láni) og smella hér inn.

Í nótt dreymdi mig bara vikmörk og öryggismörk. Verst að ég veit ekki hvað það er en held að það sé eitthvað sem gæti kannski komið á prófinu á morgun haha ofsalega verður gaman hjá bæði mér og þá ekki síður kennaranum þegar hann fer að fara yfir bullið. Það besta við það er að hann (hún) verður eflaust snögg því ég hef ekki mikið til að skrifa um. Er samt að verða búin að endurskrifa glósurnar mínar á formúlublöðin. Nú kemur sér það vel að geta skrifað svona smátt og kem ég því meira efni á blöðin. Held hinsvegar að það sé ekki ætlast til að maður geri þetta svona það er sko spurning hvað þeir gera þegar þeir sjá blöðin mín. Önnur spurning er líka hvort ég geti lesið þessa örsmáu skrift í stressinu á morgun. Þetta er spennandi!

08 desember 2004

Í gærkvöldi kviknaði smá týra, ekki heilmikið ljós en smá týra. Ég veit nú hvernig á að reikna staðalfrávik og breyta X skori í Z skor og aftur til baka. Mikið assgoti leið mér vel þegar ég var búin að ljúka þessu afreki. Held það sé satt sem amma hans Skakka sagði við mig á sunnudaginn var: "Anna mín þú ert fæddur stærðfræðisnillingur" Henni hálfsárnaði við mig þegar ég sagði henni að það væri ljótt að gera gys að fólki því hún sagðist ekki vera að gera grín að mér heldur væri þetta staðföst trú á mér. Jamm ég hef ekki haft þessa sömu trú en ætti kannski að fara að gera það eftir kvöldið í gær. Málið er að mér finnst ekki leiðinlegt að reikna. Þetta er svo mikið tilbreyting frá þessum kjaftafögum sem ég er með alla daga. Þetta er svo klippt og skorið.. ef maður hefur nógan tíma til að lista allt upp og færa á milli dálka og svo kemur útkoma sem er rétt eða röng.. þarf ekkert að ræða það á mörgum fundum. Málið er hins vegar að þó mér þyki þetta skemmtilegt þá er ég svo lengi að fatta hvað ég á að gera og hvernig. Og ef búið er að sitja dæmið í einhvern orðaskrúða þá er ég svo lengi að fatta hvað það er sem tilheyrir dæminu og hvað er bara kjaftæði til að rugla mig. Ég skil ekki alveg afhverju ég er með þessa mynd af mér sem lélegri í stærðfræði því ég er ekkert viss um að ég væri það ef ég hefði nógan tíma og aðeins meiri trú á mér. Soldið gott að vera fatta þetta svona í lok námsins. Ég ætti kannski að hella mér út í doktorinn með þessa visku í fararteskinu? Naw.. held ekki...

07 desember 2004

Það er frost á fróni.. frýs í æðum blóð.. ætti kannski bara að hella í mig öllum bjórnum hans skakka og koma í mig hita..eða reyna að koma í lóg einhverju af þessu Stroh sem er til í öllum skápum. .. veit ekki hvort ég kæmi nokkru í verk við það..hmmmm...
Annars er það bara jólastemmning heima hjá mér.. kortagerð og kveikt á kertum og drasl í hverju horni haha ég hef þá afsökun að vera í próflestri og þarf því ekki að taka til..JÆTES

06 desember 2004

Áleiðinni í vinnuna í morgun var bíll frá lásasmið á undan mér. Hann var með auglýsingu á bakglugganum hjá sér: "Fyrst við gátum opnað fyrir DV þá getum við opnað fyrir þig"

Brilljant hugmynd að nota neyðarlega uppákomu í auglýsingu!



Powered by Blogger