Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 júlí 2005

Í dag á Auður afmæli og amma hefði líka átt afmæli ef hún væri enn á meðal vor. Góður dagur! Ég er á leið niður í bæ að kaupa afmælisgjöf handa gítarspilaranum frænda mínum sem er á leið til Svíþjóðar eftir helgi að heimsækja sænsku nýbúana fjölskyldu sína. Uss hvað það hefði nú verið ljúft að skjótast með. Frænka mín elskuleg (yngsta systir gítarspilarans) klippti hár sitt fyrir helgi þar "hárið var fyrir augunum á henni". Ég er viss að það fer henni vel þótt ég sé jafn viss um móðirin hafi ekki verið glöð þegar hún kom heim af langri skurðarvakt og fann barnungann svona nýklipptann.

Í þvottavélinni minni er húfa sem ég bjó til í gær í heiðarlegri þæfingartilraun. Hún passar ekki á mig, reyndar passar hún ekki á neinn en ég er að vona að þæfingin heppnist og það gerist eitthvað róttækt. Er orðin allverulega spennt bara. Þarf að bíða hálftíma í viðbót!

Við fórum og keyptum okkur sófasett fyrir helgi. Rosa gleði alveg og nú er ég að reyna að losna við gamla sófann. Er að bíða eftir að einn samstarfsmaður komi og skoði gamla gripinn. Við ákváðum nefnilega að stækka íbúðina bara þar sem við höfum ekki efni á að fara út í kaup á nýrri íbúð fyrr en eftir langan, langan tíma. Í heðarlegri tilraun til að stækka stofuna fórum við að leita að minni sófa og enduðum með að kaupa heilt sófasett sem tekur milku meira pláss en gamli sófinn haha Verður gaman að koma þessu fyrir, við verðum að losa okkur við bækur og allt til að koma þessu fyrir. Til þess að það sé hægt er ég búin að vera að endurlesa allar helstu bækurnar mínar svo ég geti sett þær í kassa og geymt þar til eftir nokkur ár þegar við getm farið að kaupa okkur aðra íbúð.

Það er að koma tími til að kíkja á þæfinguna:
Auður til hamingju með afmælið....

27 júlí 2005

Ég er loksins farin að skilja af hverju ég er fædd á Íslandi hinu góða. Ég hef nefnilega velt því mikið fyrir mér í gegnum tíðina af hverju ég fæddist ekki í einhvejru heitara landi. En síðustu dagar hafa fært mér þann skilning að ég er gerð úr köldu efni og þoli ekki svona mikinn hita. Ég verð eiginlega algjörlega and- og verklaus í þessum hita. Ég er samt búin að labba 41 km af þessum hundrað sem ég setti mér sem takmark. Mér finnst það nú bara nokkuð gott þó ég segi sjálf frá, aðallega vegna þess að undanfarin ár hef ég lagst fyrir og ekki hreyft mig nema til að leita vista. Þriðjudagsgönguvinafélagið fór í gær í sína vikulegu þriðjudagsgöngu og verður að viðurkennast að hópurinn er alveg einstaklega skemmtilegur og glæsilegur á göngu:

26 júlí 2005

Ein blómamynd úr ferðinni


Powered by Blogger