Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 maí 2006

Næturgesturinn er farinn heim og ég held ég verði að fara að endurskoða goggunarröðina á þessum bæ. (úps) Sem sagt þegar fór að nálgast miðnætti voru þeir báðir sofnaðir: hæstvirtur eiginmaður minn og yndislegur systursonurinn:
Eiginmaðurinn sofandi:

















Elskulegur systursonurinn:
















Sem sagt maðurinn flýr rúmið og sefur á vindsæng í stofunni meðan unginn sefur í hans plássi hehe forgangsröðunin er klár!

05 maí 2006

Ég hefði átt að fylla bílinn minn fyrr, því um leið og það gerðist varð uppi umræða að nú færi bensínið að lækka ARG.. jæja þýðir ekki að ergja sig yfir því.

Skakki gaf mér íþróttaafmælisgjöf í gær ó jeah. Ég fékk nýja diskinn með YEAH YEAH YEAHS. Mig var búið að langa soldið í hann því hann fékk svo svakalega fína dóma auk þess sem við eigum fyrri diskinn. Skemmst frá að segja þá stendur þessi diskur alveg undir væntingum. Ég get því farið að skipta út Ghost Digital sem er búið að vera í spilaranum mínum síðan Skakki keypti sér hann! Hann hefur sem sagt ekki fengið að hlusta.

Í kvöld ætlar næturgesturinn að eyða með okkur einni nótt. Við ætlum að hjóla smá og skemmta okkur.

Annars eru þau tíðindi að segja af væntanlegum barneignum okkar að ég er búin að finna kerruna sem mig langar í. OH mægod hvað mig langar í svona kerru. Hún litla Tinna Maren sem kom heim í mars keyrir um í svona flykki sem foreldrar hennar kalla strætó. Og ég gjörsamlega féll endilöng fyrir þessu flykki. Mig langar í svona. Þó hún kosti nokkra tugi þúsunda. Það er hægt að fara með þetta flykki um fjöll og fyrnindi og tengja við hjól ef ekki vill betur.

04 maí 2006

Í morgun fyllti ég bílinn í fyrsta skipti í nokkrar vikur. Ég hef verið að steitast á móti og keypt bara smá skammta í hvert skipti í þeirri veiku von að bensínið yrði lægra næst. En það er bara ekki að gerast (þessi "er að gerast" setning er sett inn sérstaklega fyrir Skakka því hann hatar þessa setningauppbyggingu) og það hækkar alltaf. Áfyllingin kostaði mig heilum 1000 kalli meira en í meðal ári og svo tala þessir fínu kallar um að allt sé í fínu lagi bara! Ég vildi óska að ég gæti lagt bílnum meðan þetta gengur yfir en því miður gengur það ekki alveg búandi svona upp í sveit. Stundum sæki ég molann í leikskólann og stundum fer ég og slæ nokkrar kúlur eftir vinnu. Það gengur bara alls ekki á hjóli. Ég væri bara alltaf á leiðinni eitthvað og hefði engann tíma fyrir vinnu eða annað svona smotterí sem við venjulegt fólk verðum að láta okkur lynda við.

Ég fékk gjöf frá golfklúbbnum áðan. Þetta eru rosa fínar golflúffur. Það versta við þær eru að þær eru svo stórar að ég get notað þær sem sokka.. haha verð nú aldeilis flott á vellinum með lúffurnar niður á hælum. Alltaf smekkleg!

02 maí 2006

Það er kominn maímánuður. Wow hvað þetta er fljótt að líða. Og í dag er sex mánaða afmæli íþróttaálfsins. Huh, geri aðrir betur. Finnst samt eins það sé ekkert að virka neitt. Er í einhverju pirringsstuði. Mér finnst að 6 mánaða líkamsrækt eigi að hafa skilað meiru en það hefur gert. Finnst þetta hafa skilað afskaplega litlu, mér finnst ég ekki einu sinni neitt hressari heldur en áður. Andskotans bara..

Langar svo til að breyta eitthvað til, fara að gera eitthvað allt annað en veit bara ekki hvað. Ég hélt ég mundi lagast í þessu fína páskafríi mínu en ég held ég hafi bara versnað ef eitthvað er. Úff..

Best að hætta þessum bölmóði, það er að koma sumar með hækkandi sól og blómum í keri.


Powered by Blogger