Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 júlí 2006

Ég hef ekki skrifað neitt langa lengi. Ein ástæðan er sú að blogger er með einhverja stæla við mig og vill bara birta smá blogg í einu og ég hef bara ekki verið í stuði til að skifta skrifunum í marga búta. Önnur ástæða er líka að ég hef verið og er í fríi. Það er gott að vera í fríi. Bara liggja í leti og gera ekki neitt..(nema langar killer gönguferðir, sund og golf). Þetta flokkast undir leti haha

Ég fór í heilmikið óstuð í síðsutu viku þegar fréttist af því að Kína væri að senda út upplýsingar fyrir júlímánuð og enn sendu þeir bara hálfan mánuð í einu. Með þessu áframhaldi förum við ekki neitt fyrr en í fyrsta lagi mánaðamótin apríl-maí. Það er soldið einna en hið upphaflega plan sem var júlí-ágúst á þessu ári. En svona er þetta bara, þetta er algjörlega úr okkar höndum og maður verður bara að hlaupa er kallið kemur (eða fljúga). Í allt sumar hef ég sagt reglulega; þetta getur breyst þeir fara örugglega að senda heila mánuði næst... en svo gerist ekkert og þeir senda áfram jafnlítið í einu. Núna viðurkenni ég bara uppgjöf mína og segi; ég hef ekki hugmynd, alls enga hugmynd um það hvenær þetta getur gerst. Auðvitað vona ég að við fáum að vita eitthvað fyrir jól, en það er bara svona fjarlægur draumur.


Powered by Blogger