Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 ágúst 2006

það borgar sig ekki að vera mjög hálpsamur. Ég er löngu búin að komast að því. Kemst hinsvegar ekki úr þessum hjálpargír og enda alltaf með að fullt af verkefnum sem ég á ekki að þufa að spá neitt í. Er maður aumingi eða hvað?

09 ágúst 2006

Skipta um vinnu eða fara á eftirlaun? Haha held því miður að eftirlaunahugmyndin verði að bíða þó ég verði að viðurkenna að allt það sem Hrönn taldi upp í kommentunum hér á undan sé MJÖG heillandi. Veit að MAB er sammála okkur Hrönn þannig að við verðum allavega þrjár að rolast um og gera ekki neitt og NJÓTA þess í botn. Ég held líka ef ég tek öll störfin sem ég hef unnið og leggi þau saman þá sé ég komin LANGT fram úr eftirlaunaaldri. Jahá. Mig langar svoldið að vinna bara heima en er hrædd um að ég verði brjáluð af því að vera í vinnunni bara með sjálfri mér. Úff spáið í því... engin til að tala við nema ég sjálf og fara í kaffi með sjálfri mér (sem betur fer drekk ég ekki kaffi þannig að við færum sjaldan í kaffi). Og að stelast til að taka lengri matartíma endrum og sinnum... er það skemmtilegt ef maður vinnur bara með sjálfum sér? Ég bara spyr, ég hef aldrei unnið með svona fáum (lesist einum). Æi best að hætta að bulla og dreyma og reyna að vinna eitthvað af viti.

08 ágúst 2006

Og ég er mætt aftur til vinnu. Ég hefði alveg getað verið MIKLU lengur í fríi. Mikið hlakka ég til að fara á eftirlaun...


Powered by Blogger