Þá er komið að síðustu færslu ársins. Hún verður ekki löng því ég þjáist af skrifleti í augnablikinu og þarf líka að koma mér af stað út í lífið (í Sorpu) þennan síðasta dag ársins. Að öllu jöfnuðu ætti að gera lista yfir hitt og þetta sem hefur farið vel eða illa á árinu. Lista yfir það sem líkað hefur vel eða illa eða bara eitthvað allt annað. 'Eg ætla bara að gera eitthvað allt annað núna því ég þjáist af leti eins og áður sagði. Mig langar samt að óska öllum nær og fjær gleðilegs árs og friðar og allt það sem því fylgir. Meira síðar. Adios. Ciao (er ekki búin að læra að segja þetta á kínversku en get næstum talið upp á tíu)
Meinvill
Meinvill