Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

31 maí 2003

Meðan haukurinn svaf á sínu græna eyra staulaðist ég fram í morgunrökkrinu (eiginlega var albjart en þetta hljómar betur) fann til sprautuna mína og með skjálfandi höndum sprautaði mig!
ÚFF
Ég veit ekki hvað mörgum sinnum ég tékkaði á því að það væri örugglega dropi efst, eins gott að hjúkkan sá mig ekki því nóg tautaði hún um það hvað lyfið væri dýrt (37.500 kr) og eins gott að spilla engu!
Og svo.........
var eins og ég hefði fengið vítamínsprautu því ég settist við tölvuna og er búin að hanna nýja bloggsíðu á lestat síðunni minni. Þarf bara aðeins að laga Lestat fyrst því hún er soldið úr sér gengin ;)))))
Þannig að nýja bloggsíðan fer kannski í loftið um næstu helgi....hows that?
Held að vísu að ég geti ekki verið með commenta kerfi þar því þetta er ekki eiginleg bloggsíða í víðustu merkingu þess orðs heldur bara svona skrifsíða..og þá vantar einhverjar skipanir þannig að bloggcomment virki..en hver veit nema ég verði rosa flink síðar ;)))))
og nú langar mig að fara að sukka í kringlunni eða smáralindinni, á að vísu engan peninging en það venst.....

30 maí 2003

Fullur poki af nálum og lyf fyrir marga, marga daga! Og ég búin að skjóta einu sinni í magann 50 mg af einhverjum óþverra!
Þá er það framhaldssagan um læknana og viðskipti mín við þá! Ekki veit ég alveg hvað gerist um leið og nafnið mitt kemur til læknanna í þessu ferli öllu saman, það er eins og allt fari í baklás og gott betur en það. Þrjá mánuði þurfti ég bíða eftir að Gummi læknir svaraði Kristínu lækni til að gefa mér tíma til að koma í aðgerð. Síðan hringdi hann með viku fyrirvara og sagði að nú gæti ég farið eða bíða fram í nóvember! Mánuði eftir aðgerðina fékk ég bréf um að nú væri komið að mér og vinsamlega staðfestu tímann sem fyrst. Ég gerði ekkert með það enda enn að jafna mig eftir aðgerðina sem nú var kominn tími á að ég færi í. Tveimur vikum seinna kemur ítrekun um að ég verði að staðfesta tímann, þannig að ég hringdi og sagðist vera búinn að fara! Konan greinilega trúði mér ekki og margspurði hvort ég væri viss um að ég hefði farið á Landspítalann. Gosh nei ég er bara ekki viss, var það kannski ekki bara einhver annar spítali..Þetta eru hálfvitar.
En nú er það stig tvö: Ég átti að fara í blóðprufuna um aids og rauða hunda í mars og þurfti að ýta einu sinni við lækninum eftir að hafa hringt út um allan bæ til að leita hvert hann hefði sent beiðnina. Hún kom svo á endanum og við haukurinn fórum ægilega ánægð og létum mæla allt okkar fína blóð. Þetta var fyrir tveimur mánuðum. Í dag fer læknirinn yfir niðurstöðurnar og segir "Úps þú ert með svona lág gildi á rauðum hundum" Úps hvað?? Hvað þýðir það? Jú samkvæmt henni þýðir það að ég gæti fengið rauða hunda.."hmmmm nei við skulum ekki fresta meðferðinni að þessu sinni en þú verður að fara strax til heimilislæknis ef meðferðin heppnast ekki og fara í rauðu hunda sprautu!"" Ok ég lofa því.
Þá er það sónarinn! Mín orðin svo flink að fara til svona læknis að hún er sko farin að fylgjast með öllu á skjánum og gæti eins vel verið í naglasnyrtinu þetta er svo lítið mál..en nei...."úps þarna er blaðra"..og ég spyr eins og fávís kona "hvernig blaðra er það (en hugsaði með mér, læknisasni þetta er örugglega gallblaðra og hún Á að vera þarna"..Og svarið kemur um hæl, "þetta er blaðra á öðrum eggjastokknum, ertu búin að fara í kviðarholsspeglun?"
Kviðar hvað??
Speglun hvað???
Nei ég er EKKI búin að því af því dr gummi sá enga blöðrur og sá ekkert athugavert!
Stuna
"..hmmmmm, nei við skulum ekkert vera fresta þessu núna, þetta er ekki svo stórt"
Já já ég veit að sumar konur eignast börn án þess að þurfa læknishjálp en hvernig fara þær að því????? Ekki eru þær í kviðarwhatever eða tékki á hundum eða aids...nei mér finnst furðulegt að nokkurri konu takist að eignast börn og sumar eiga mörg.. Þetta er mjög SKRÍTIÐ!!!!!!
Nú er það bara spurning hvað kemur næst!
En sem sagt ef þetta heppnast ekki þá fer ég í rauðu hundasprautu í júlí ligga ligga lá.........

jamm þetta sagði sko einhver frægur indjáni þegar hann leit út um dyrnar sínar einn góðan veðurdag! Í morgun hugsaði ég sko það sama því í dag á að vera kennsla á sprautur!!!! haukurinn er fastur í bát þannig að ég fer bara ein og það ætti að verða fróðlegt en ég er að reyna að vera Pllýanna og hugsa "hey aðrir hafa gert þetta og þá ætti ég líka að geta það" hmmm stundum finnst mér Pollýanna ekkert fyndin!

Today is a good day to die!!!!!!

28 maí 2003

Ég helt upp á þetta allt saman með því að fá mér prinspóló. Mikið svakalega er það nú gott nammi ;))
Í gær ætlaði ég að kaupa mér kylfu í ienhverri rándýrri búð en hrökklaðist út því mér fannst þetta svo dýrt. Ætla að prufa aðra búð í kvöld hugsa ég... haukurinn er að fara í veiði í Hítarvatn, hann er svo spenntur að hann var að kasta í alla nótt (lygi en gott samt eh?) hehe en hann er samt rosa spenntur og sofnaði seint og vaknaði snemma..bara eins og jólin...
Nú get ég bráðum farið að vinna á fullu því ég var orðin svo spennt að bíða að ég var hætt að gera nokkuð af viti, nú get ég hins vegar einbeitt mér (vona ég)!
Assgoti finnst mér þetta blogger kerfi leiðinlegt, síðan er hryllilega lengi að koma upp og í gær ætlaði ég að skipta um bakgrunn og þá var allt stopp og engu hægt að breyta..ég er því núna að leita leiða til að gera blogg á minni eigin lestat síðu..ég borga alltaf fyrir hana svo það er eins gott að fara að nýta hana..verður samt ekki alveg strax því ég kann ekki að búa til svona blogg frá grunni og þarf því aðeins og leita á netinu og sjá hvort ég finn ekki leiðbeiningar einhversstaðar ;)))

haha ég komst að!!!! Já svo sannarlega!
hvert?
Jú hjá doktor.is og allt dótið á að byrja á föstudaginn þar sem ég fæ fullt af sprautum og mikil gleði ;))) (bros með þremur undirhökum)
'Eg prufaði að hringja í morgun og það hringdi út hvað eftir annað og eftir 43 sekúndir kemur alltaf símsvari!!!! Eftir 8 mín af þessari gleði kom rödd og ég var nærri búin að skella á því ég hélt að þetta væri símsvaradruslan en þetta var sko ekki hann heldur einhver yndisleg kona (haha er mar kannski bara jákvæður út í lífið og tilveruna í dag)! Hún sagði að það væri allt fullt og ég stundi upp með vonbrigðahljóði "NÚ" og þá hugsaði hún sig smá stund um og spyrði síðan hvenær mitt kvenlega dæmi hefði byrjað og mér varð svo mikið um að ég held ég hafi gefið henni nákvæma klukkustund og mínútu " í gær klukkan 18.33.59" haha kannski aðeins orðum aukið en hún sagði þá þessi gleðiorð "hmmmm, þú ættir að sleppa á föstudaginn" J'A J'A J'A ég slepp og slepp og slepp (er þetta histería eða hvað)!!!! ;)

27 maí 2003

Þetta er nú soldið sorglegt með þessa flottu stráka sem eru búnir að ganga um allan bæinn eins og þeir eigi heiminn. Eiginlega þá riðar heimsmynd mín svoldið mikið í augnablikinu. Það kemur nefnilega í ljós núna þegar búið er að handtaka þá, að peningamálin eru í gjörsamlega einum haug. Mér finnst skrítið hvernig svona ungir strákar virðast geta vafið bankakerfinu um fingur sér og tekið hvert miljónalánið á fætur öðru og veðsett íbúðir sem eru löngu veðsettar upp í topp og gott betur en það. Þeir hljóta að vera mjög tunguliprir og flinkir að brosa! Þetta er svosum alveg eins og þetta var í bankanum, strákarnir sem unnu við skemmtibissnissinn og áttu flottu bílanana voru alltaf í bankanum að reyna að redda smápeningum fyrir þessu eða hinu (rafmagni eða síma) en litu samt út eins og þeir ættu heiminn og við þessi smámenni í bankanum værum eiginlega bara fyrir þeim á leið til göfgugri verka (opna nýja skemmtistaði)! Æi þetta er ljótt af mér, ég veit það en stundum er ég bara svört í sálinni!

Haukurinn vill hætta að vinna, læra að gera netsíðu og leigja bílskúr! Hann sér ofsjónum yfir konunni á Holtinu sem vann sér inn 9 milljónir á 9 mánuðum! Ég er ekki eins spennt fyrir hugmyndinni og vil frekar að ég geri heimasíðuna og sjái svona um þetta enda er hann yngri og hefði því eflaust meira að gera. Hann reyndi eitthvað að bera á móti því og sagði að konur vildu ekki borga neitt (hvernig veit hann það??) en ég er viss um að það eru fullt af konum sem mundu frekar vilja svona mann í bílskúr heldur en þurfa að druslast á skemmtistað og draga svo einhvern kófdrukkinn heim!! Eða þannig!

Ákvað að hunskast í vinnuna þó bakið sé jafn slæmt og í gær. Mér líður svipað og mér leið fyrir aðgerðina frægu í fyrra. Ég hef sem sagt verið búin að ná mér nokkuð vel, þó mér hafi fundist ég vera alveg eins eins. Svona er það, maður fattar það oft ekki fyrr en maður fær verki upp á nýtt að mar var búin að vera verkjalaus lengi. Þetta líf, þetta líf! Núna ætla ég að taka smá skurk í því að vinnnnnnnnnnnnaaaaa...úff

26 maí 2003

'Eg gleymdi fréttaskýringum dagsins! Ég er sko ekkert smá að skemmta mér yfir stolnu milljónum símans! Þetta er fyrirtæki sem ég er búin að borga ómældar upphæðir til í gegnum tímans rás! Það kemur svo bara í ljós að múrari sem er aðalgjaldkeri fyrirtækis er búin að stela alla vega 120 miljónum og kannski miklu meira á 4-5 árum. Hvernig innra eftirlit er þeir með? Nú er það svo að PCW var með eftirlit hjá þeim og mér skilst á öllum að þar séu menn sem eru þrælmikla menntun í bókfærslu og allt það, en samt fundu þeir ekki að múrarinn hefði gert neitt sem hann hefði ekki átt að gera við símaskuldir landsmanna! Nú megið þið ekki misskilja mig, ég er ekki að setja út á menntun múrarans, hinsvegar finnst mér liggja í hlutarins eðli að hann sé ekki með jafnmikla bóhaldsþekkingu og hinir langlærðu PCW spekúlantar, samt gat hann falið slóð sína í öll þessi ár og það þurfti fyrirspurn frá Skattmanni til eitthvað kæmi í ljós! Wow get ég fengið þennan mann til að fara yfir bókhaldið mitt og kannski aðeins færa skuldatöðuna til!!!!!!

Ég var heima í dag. Ég er nefnilega komin með svo mikla vöðvabólgu að hún er komin hringinn! Já ég veit að þá er eflaust vitleysa hjá mér en ef hverju er ég þá með svona mikla verki í herðunum, hálsinum og brjóstvöðvunum? Ahah, þú átt ekkert svar við því þannig að mín ágiskun er eflaust rétt ;)
Í gær fór á ég á nornakvöld að morgni til!
Hauknum fannst það púkalegt!
"hver kuklar á sunnudagsmorgni á hábjörtum degi??"
Heyrðu for jor infó, þá er hábjart allan sólarhringinn og ekki nokkur leið að gera þetta öðruvísi en í björtu. Við vorum í Kefló og þetta var þrælspennandi. Marín er að fara til útlanda samkvæmt spilunum og við vorum allar mjög hissa þangað til við mundum eftir því að hún er að fara til London tvær ferðir í röð með viku millibili eða svo ;)) Við hinar fengum okkar venjulega spár; berjast og safna liði og allt það! Og það munum við auðvitað gera. Mín sagði að vísu að ég væri að safna peningum, það er gleðileg frétt og ég vona bara að ég verði vör við það hehe
Leiksýning
Aníveis..við fórum í leikhús í gær. og það var sko dularfullt. Ekki að við færum í leikhús, jú líka það því það er ekki eins við séum alltaf í leikhúsi. Nei það var samt leikhúsið sjálft sem var þræl dularfullt. Þetta var leikrit hjá Leiksmiðjunni sem er tilraunaleikhús á vegum Þjóðleikhússins og leikritið var sýnt á Smíðastofu Þjóðleikhússins. Þetta var sem sagt leikritið Herjólfur er hættur að elska Og gósh var maðurinn hættur að elska, hann var svo mikið hættur að elska að hann var orðinn snar snældu brjálaður og vel það. Með kulda í hjartanu og krabbamein í sálinni! En byrjum á byrjuninni.
Sýningin var klukkan 4 að degi til og þarna söfnuðust við saman fyrir utan húsið og annað slagið kom út kona í einkennisjakka eins og strætóbílstjóri og sagði að þetta væri alveg að koma..skrítið en þetta átti eftir að verða enn skrítnara. Við biðum og biðum og á endanum kom sú strætóklædda út og sagði að nú mættum við koma inn, en bara 15 í einu! Við tróðum okkur í fyrsta hópinn þar sem við vorum fyrst til að mæta (vorum svo mikið fyrst að við lögðum bilnum á fremsta bekk eða þar um bil) og flýttum okkur inn. Þegar 15 manns voru komnir inn skelltist hurðin í lás á bak við okkur og við stóðum í niðamyrkri. Það fór um mig kuldahrollur og ég hugsaði með mér að nú hefðum við látið plata okkur, þetta væri eitthvað skrítið á ferðini og þá kviknaði á vasaljósi sem sveimaði yfir hópinn og draugaleg rödd sagði að ef við vildum fara úr utanyfirflíkum skyldum við gera það N'UNA og ef við þyrftum að pissa þá væri síðasti séns og sá sem þyrfti þess skyldi ætti að elta ljósið og við hin biðum á meðan. Þó ég hefði verið í spreng dauðans þá hefði ég ekki getað hugsað mér að pissa! Í niðamyrkri, hver getur það á ókunnu klósetti..eða kannski var kveikt á vasaljósinu og konan stóð yfir..úlalalala nówei og enginn gaf sig fram til að pissa. Allan tímann sem þetta gekk yfir (það var eins og óratími liði þarna í myrkrinu) þá heyrðist glamra í keðjum og furðuleg rauðljós djöflðust ógreinilega einhverstaðar við enda veraldarinnar! Gosh þetta var krípí!
Eftir óratíma skipaði röddin okkur að fylgja ljósinu og finna sætin okkur! Ég er auðvitað blindara en allt sem blint er í svona myrkri með smá ljósglæru í, þannig að ég ríghélt í hendina á hauknum og hann hálfdróg mig áfram þar til við fundum sætin..röddin alltaf jafnkrípi skipaði öllum að fá sér sæti og setjast eins innarlega og hægt væri svo allir kæmust fyrir. Mér var farið að líða eins og Janet í Rocky Horror..og á sviðinu sem við þurftum að staulast yfir til að fá sæti var ógreinilega snara í hálfmyrkrinu. Ég settist og hjartað gjörsamlega barðist í brjóstinu, hvað næst?
Já við biðum eftir næsta hópi og það var nokkuð fyndið að sjá þau staulast yfir gólfið að elta ljósið..þetta tók smá tíma og við biðum þarna öll í myrkrinu eins og leidd til aftöku eða eitthvað þaðan af verra!
Skyndilega skall ljósbjarmi á áhorfendum og maður sem var eins og hann hefði á sér hræðilega grímu byrjaði að æpa að hann væri hættur að elska og honum væri kalt í hjartanu: Það tók mig smá tíma að átta mig á því að maðurinn var ekki með grímu heldur svona vasaljós eins námugrafarmaður frá Weils..(hef ekki séð marga solleis en þessi var samt alveg eins)..og svo byrjaði sýningin með samspili af ljósum, einræðum, og skuggum sem flöktu einhvern veginn í útjaðri þess sem mar gat séð..og snaran reyndist vera róla og hjartað já jhartað umrædda það var logandi rautt..í myrkrinu var það eins og það slægi tik takk, tik takk og kannski ögn hraðar en það!
Þetta var stórkostleg sýning, alltaf á jaðri þess óraunverlulega og ljós og skuggar sem spiluðu saman eins aðalleikendur í leikritinu! Og allt verkið sátum við í myrkrinu og þurftum að horfa til hægri og vinstri og leita eftir því hvar leikendur mundu birtast næst. Snilldarleg útfærsla og frábær upplifun.
Mér skildist á Auði að aðeins væru 4 sýningar þar sem þetta væri hluti af tilraunaleikhúsinu, en ég hefði ekki viljað missa af þessu!

25 maí 2003

Sunnudagsmorgunn og við erum löngu vöknuð. Haukurinn er meira segja búinn að fara í sunnudagsbíltúrinn sinn milli bakaríanna og athuga hvort þau séu búin að fatta að hann vaknar alltaf löngu fyrir 9 á sunnudögum, en þeir virðast aldrei fatta þetta alveg sama hve oft hann prufar og opna því ekki fyrr en klukkan 9!!!
Við horfðum á juróvisjón í gærkvöldi, eða þeas á sumt sem þar var sýnt! Við vorum ægilega ánægð með Birgittu og fannst hún ægilega sæt og fín og komast ágætlega frá sínu. Við stóðum hinsvegar með Austurríki en þess ber að geta að við erum náttúrulega fólkið sem vildi senda Botnleðju ;)) Okkur fannst Austurríkiskallinn alveg hreint brilljant og gott betur en það. Og að hafa mömmu sína með í bakröddum, það hefðu ekki allir synir gert það, vel upp alinn líka ;)
og þá er bara að klæða sig og flýta sér til Keflavíkur því leikhúsið er ekki klukkan 20 heldur 16...úuuuuuuuuu...verð að flýta mér svo ég missi ekki af neinu ;)))))))))))


Powered by Blogger