Ég er búin að finna nýja leið til að spara og gera handavinnu um leið! YES read this and WEEP! Málið er að byrja á því að kaupa sér garn og byrja að prjóna (eða hekla skiptir ekki máli) þegar hluturinn er tilbúinn er hann lagður til hliðar í nokkra daga. Síðan er hann tekinn upp aftur og tekið til við að rekja upp. Síðan hafist handa við nýtt stykki og þú ert heppin getur þú rakið það upp einu sinni enn og gert enn eitt stykkið! Jahá og þetta VIRKAR!!!! Svínvirkar meira að segja. Ég er að byrja á þriðja stykkinu úr sama garninu. Mjög róandi og skemmtilegt!
23 mars 2006
22 mars 2006
Afskaplega er ég með mikið af leiðinlegum verkefnum í dag. Gæti vel hugsað mér að fara bara heim og kúra mig undir sæng en þá gerist ekkert og ég þarf þá að vinna þessi verkefni næst þegar ég mæti.. jakk.. best að halda áfram...
21 mars 2006
... and all of the angels smile from above.. já við skiluðum skattskýrslunni í gærkvöldi eftir mikil slagsmál við tölvuna því adsl-ið datt út um leið og við höfðum tekið þá ákvörðun að drífa bara í þessu. En við erum klárari en tölvan og göbbuðum hana huh.. hefur ekkert í okkur hjónakornin þó Skakki hafi verið orðinn ANSI hreint pirraður og búinn að tæma alla skápa til að leita að biluninni (við geymum hluta af leiðslunum inni í skáp). SM og Hjartað komu í smá vináttuheimsókn um það leiti sem baráttan stóð sem hæst og þeim fannst ekkert athugavert að stíga yfir fjall af dóti sem tengdist ekkert skattskýrsluskilum.. en þær þorðu samt ekki að fara heim fyrr en fjallið var farið (draslið sko, ekki Skakki) enda erfitt að lyfta fótunum svona hátt... Ég komst að raun um að þetta var svo ekkert vináttuheimsókn þegar ég var búin að koma mér vel fyrir sófann tilbúinn að taka við öllu slúðrinu. SM sagðist ekki kunna neitt slúður og ef hún hefði kunnað það þá hefði hún sagt mér það um helgina en ég hafi örugglega verið sofandi og því misst af því.. minn missir!! Hjartað hinsvegar heimtaði pepsi og sagðist hafa verið að deyja úr þorsta og því ákveðið að koma til mín þar sem ég ætti alltaf diet.. vita þær ekki að búðir og sjoppur eru opnar fram eftir kveldi? Eða er það kannski bara í Hafnarfirði? haha
Ofangreind frásögn er að sjálfsögðu full af lygum en ég mun ekki segja hvað af þessu flokkast sem slíkt.. og sný nú aftur til vinnu minnar...
Ofangreind frásögn er að sjálfsögðu full af lygum en ég mun ekki segja hvað af þessu flokkast sem slíkt.. og sný nú aftur til vinnu minnar...
20 mars 2006
Þetta var þvílíkt góð helgi ;) henni var varið með smíðafélaginu í sumarbústað í Bifröst og við höfðum það ekkert smáræðis gott. Fórum í LANGA gönguferð (8km) og pott fullan af róandi ilmefnum og sápu! Og svo var sofið, sungið, borðað, prjónað, heklað, sofið, lesið, borðað, sofið og TALAÐ! (drukkið smá en alls ekki mikið ó nei) Sem sagt.. fín ferð ;)