Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 janúar 2004

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag
Húna á afmæli hún Sigga Maja, Hún á afmæli í dag
Hip hip hurræj....

Annars er ég svo kvefuð núna að ég er að drepast! Það það lekur úr nefinu á mér og lendir á lyklaborðinu. Það er orðið allt klístrað og ég er bara búin að vera hér í tæpan hálftíma. Hvernig verður það orðið klukkan 4.30? Þá verða takkarnir örugglega orðnir svo stamir að þeir fara ekki niður þó ég smelli á þá! Frekar ókræsileg tilhugsun. Ætli mér gangi fljótar að fá nýja tölvu ef ég læt tölvudeildina vita að lyklaborðið mitt sé allt horugt?

Jáhá, þetta eru nú hálfspúkí málshættir eða þannig. Þetta hljómar bara eins og sá sem þetta orti hafa verið búinn að missa alla von sem gerist jú á bestu bæjum.

Málsháttur dagsins í dag frá STAR er þessi:
Vonin er góður morgunverður en dugar skammt sem kvöldsnarl undir svefninn

29 janúar 2004

Assgoti leiðist mér. Ég er búin að hrella alla sem ég get hrellt í vinnunni og get eflaust ekki skammast neitt aftur fyrr en í sumar eða byrjun næsta hausts. Tölvan mín er nú svona í hægagangi dagsdaglega en gengur held ég bara á einum cylendar núna. Ég hringdi í tölvudeildina og spurði hvenær ég fengi nýja, hvort ég væri ekki búin að vera róleg nokkuð lengi. Hann kvað svo vera og bað mig anda rólega fram í mars. Ég verð eflaust dauð þá haha. En svo tók hann yfir tölvuna og dýrð sé Guði í uppheimum, honum fannst tölvan ekki bara hægvirk heldur væri hún DAUÐ... EN... "þetta er ekki tölvan heldur bara FOCAL kerfið..þér liggur ekkert á nýrri tölvu". SVINDL og ég nenni þá ekkert að vinna meira því þessi tvö handtök sem ég geri á dag í vinnunnni taka svo langan tíma að ég get skipt þeim fyrir og eftir hádegi. Og af því ég var ekki búin að fatta þetta í morgun þá vann ég þau bæði fyrir hádegi! Þess vegna get ég legið á netinu og skoðað stráka það sem eftir er dagsins

Málsháttur dagsins í dag úr STAR bókinni góðu:
Sértu ósáttur við hvernig eitthvað dregst á langinn, skaltu hespa það af

Jæja, þá er Molaskinnið komið heim. Hann fékk að fara heim eftir fjögur í gær. Hann hélt þar áfram að sofa og hósta. Síðan fór hann að hressast og um átta var hann búinn með hálfa smáskyr sem er það fyrsta sem hann borðar síðan á laugardag. Vildi að ég væri svona matgrönn haha Þá yrði mar nú slank og fínn.

Ég er búin að vera í ham í vinnunni og senda skammir út af ótrúlegustu hlutum sem verið hafa að pirra mig undanfarið ár. Jamm einmitt, undanfarið ÁR. Nú var það bara allt tekið í einni ferð og klárað. Aumingja deildarstjórarnir voru í sjokki og nokkrir spurði mig hvort ég hefði vaknað svona illa haha Það er eins gott að nota ferðina þegar mar er í ham.

Var svo þreytt í morgun að ég hreinlega meikaði varla að fara á fætur. Ef ég var svona þreytt hvernig ætli systur minni hafi þá liðið? Ég er þó búin að fá minn svefn að undanförnu meðan hún hefur legið á bedda á sjúkrahúsinu. Hún hlýtur að vera örmagna.

Annars dreymdi mig fjallgöngur og vesen. Ég var búin að finna fínt raðhús sem var í byggingu hjá Vermundi vini mínum. Þetta var rándýrt en fermetrinn kostaði samt bara 3.900 krónur sem er MJÖG ódýrt. Hauknum leist samt ekkert á þetta. Fannst þetta vera of langt útúr og of stórt og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var samt ekkert langt út úr, bara í einhverju nýju hverfi fyrir utan alls hins byggilega, en halló fyrir 3.900 krónur fermetrann??????

28 janúar 2004

Málsháttur dagsins í dag var:
Sérfræðingar eru hættulegir heilsunni

Þetta kemur úr nýju bókinni frá STAR

Stundum fara hlutirnir öðru vísi en ætlað er, það hef ég sannreynt á sjálfri mér undanfarna viku. Ég var búin að gera ráð fyrir því að vera heima alla vikuna og vefja sjálfri mér inn í bómull. Af því varð ekki en vikan var hinsvegar lítt bókuð af verkefnum sem gerir það að verkum að ég á auðveldra með að hlaupa á spítalann með heimaverkefni og sitja yfir Molanum. Lífið er undarlegt ekki satt?

Ég er orðin gömul og grá. Að vísu veit ég ekki hversu grá, þar sem hárið hefur ekki verið ólitað síðan á árunum sem Gorbi kom til landsins, en það er hins vegar önnur saga. En ég er samt að komast að því eftir allan þennan tíma að ég er meira en lítið brengluð tilfinningalega. Ef ég fæ sjokk þá fer það ekki inn fyrr en mörgum vikum seinna eða ég þarf annað sjokk til að skilja hið fyrra. Þetta hljómar nú algjörlega óskiljanlega en svona er þetta bara. Þetta verður yfirleitt til þess að þegar ég svo bilast þá skilur fólk ekki hvað er í gangi því akkúrat á þeirri stundu á allt að vera komið í lag aftur.

Núna er ég búin að hafa þvílíkar áhyggjur af minnsta frændanum mínum, Gullmolanum. Það er nú komið í ljós að þetta er ekkert alvarlegt, lungnabólga og RS-vírus og ofan á asmann hans þá virkaði þetta enn verra en þetta var. Hann er í einangrun þar sem RS-vírusinn er svo smitandi og það getur verið lífshættulegt fyrir ungabörn að fá þetta. Það þýðir að stofan hans er lokuð og hjúkrunarfólkið verður að fara í gula sloppa þegar það kemur inn. Við erum beðnar að vera ekkert að þvælast frammi og vera í gulu sloppunum ef við förum fram. Það er sprittvökvi í herberginu til að þvo sér um hendurnar og við eigum að þvo okkur þegar við komum inn og aftur þegar við förum út. Þetta er allt saman soldið scary og ég held að ég sé á síðustu mánuðum að verða búin að kynnast spítölum betur en ég hefði viljað. Miklu betra að lesa bara í blöðunum hvað er að gerast í heilbrigðismálunum heldur en upplifa það sjálfur.

Og svona til að slá á léttari strengi þá verð ég að lýsa gleði minni með matinn sem Molinn fær spítalanum. Við erum að tala um eins og hálfs árs barn sem ekki hefur borðað síðan á laugardag. Hann er auðvitað með næringu í æð en fær samt matarbakka í von um að hann fáist til að borða. Í gær var á bakkanum hans tvær risa kjötbollur, 6 eða 7 kartöflur og rófur. Jamm mjög hvetjandi fyrir smábarn að borða soldið bara. Kjötbollur sem lyktuðu svo sterkt að það var eins og stigagangur í fjölbýlishúsi þar sem allir íbúarnir hefðu sameinast um að borða kjötfars og kál.

27 janúar 2004

Fór í hádeginnu og kíkti á Gullmolann, hann svaf með fullt af slöngum og var alveg úrvinda eftir ævintýri morgunsins. En æðaleggurinn í handarbakinu þar sem hann fær lyfin hafði stíflast og það varð að taka hann og setja nýjan. Drengurinn gjörsamlega trylltist og barðist um á tá og hnakka. Þegar ég kom var allt yfirstaðið og hann steinsvaf. Aumingja kallinn. Hann er núna allur plástraður til að halda snúrum og dóti á sínum stað og með spelkur á báðum höndum svo hann geti ekki beygt þær og togað snúrurnar í burtu. Það er ekki sjón að sjá hann.

Ég held að ég eigi bestu vinnufélaga í heiminum! Þegar ég kom til baka til vinnu (í morgun) þá beið mín pakki, eða bók í fallegum borða. Þetta var bókin Þúsund hamingjuspor og kort með. Takk öll þið eruð frábær

Úff, í gær var erfiður seinni partur hjá okkur systrum og enn erfiðara hjá Gullmolanum. Hann er nefnilega búinn að vera svo hundlasinn að við fórum saman með hann á Heilsugæsluna til að láta líta á hann. Hann var bara í móki og kveinkaði sér stöðugt. Ægilegt að sjá litla greyið. Læknirinn reyndi að skoða hann en Molinn tryllist þegar hann sá hlustunarpípuna og á endanum sagði læknirinn að við yrðum að fara niður á Bráðavakt barna og fá lungnamynd. Þegar við komum þangað var honum kippt fram fyrir alla hina því hann var svo lasinn og eftir margra tíma pikk og pot var ákveðið að leggja hann inn yfir nóttina. Hann er með lungnabólgu og kannski RS vírus og tekur ekki upp nóg súrefni. Hann var látinn í einangrun í nótt en það var meira vegna annarra barna því ef ungbörn smitast af þessum RS vírus getur það verið lífshættulegt.

Ég talaði við Gunnu rétt áðan og hann á að vera amk aðra nótt því þeir eru ekki sáttir við hvað hann er að taka upp lítið súrefni. Litla skinnið. hann var allur í leiðslum og dóti þegar ég fór um miðnæti í gær.


Powered by Blogger