Það var fullt af konum í hlaupinu, líka nokkrir strákar og tveir þrír pabbar auk karlljósmyndara frá blöðunum. Við reyndum að komast á mynd en ekki var litið við okkur heldur virtust yngri hlauparar fá meiri athygli en við, skrítið!!!!
Ég sá þarna Guðríði af símanum í bankanum. Hún er alltaf eins og lítur stórvel út. Erfitt að trúa því að hún hafi hætt að vinna fyrir 100 árum vegna aldurs (ég var enn að vinna í bankanum þegar það var og mér finnst 100 ár síðan ég vann þar)! Líka Birna úr mötuneytinu með dótturdóttur sína. Þær hitti ég á hverju ári ;)) Þá var þarna heill ættliður kvenna úr föðurfjölskyldunni: Guðrún Guðmunds með mömmu sinni, dóttur og dótturdóttur, auk tengdamömmu Guðrúnar. Nokkuð Gott. Þær væru þarna 4 ættliðir ;)))
Já og þarna sá ég líka Stellu Blöndal sem ég hef ekki séð í háa herrans, hún er komin með hund!! Sá líka Sigríði Huldu feminskrifara og námsráðgjafa en hún var ekki með hund! Sá ekki Sigrúnu og Auði þó ég skimaði eftir þeim! Man bara ekki hvort ég sá fleiri...
Ástkær systir mín er með íþróttafælni og neitaði að koma með því hún var hálfhrædd um að þessi ganga gæti verið svipuð afrísku dönsunum sem hún prufaði í vetur. Valdi því að fara með drenginn í klippingu og hann er sko fínn núna ;)) Kominn með svona strákaklippingu, stall og alles......