Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

21 júní 2003

Kvennahlaupið búið! Sumarið er sem sagt langt komið og bara moldviðrið eftir (stolin setning úr fjölskyldu hauksins)! Ég fór og sótti kellurnar, báðar tvær, leigubílstjórinn neitaði að koma með, bar við ofurþreytu!!! Getur það verið rétt? Systurnar (mamma og Nabba) spurðu í öngum sínum hvort þær hefðu móðgað leigubílstjórann víst hún vildi ekki koma með, ég neitaði því en spurði þó hvort þær hefðu hist án minnar vitundar því þá gæti vel verið að þeim hefði tekist að móðga hana (þær eru nefnilega vel færar um að móðga hvern meðal mann algjörlega óvart)!! En mér tókst þó að sýna fram á að leigubílstjórinn væri bara þreytt eftir langa nótt "'O bara að hún gangi nú ekki fram að sér" hmmm hér fannst mér samræðurnar vera farnar að ganga í öfgar og tókst að stýra þeim inn á slúður úr fjölmiðlum og solleis...
Það var fullt af konum í hlaupinu, líka nokkrir strákar og tveir þrír pabbar auk karlljósmyndara frá blöðunum. Við reyndum að komast á mynd en ekki var litið við okkur heldur virtust yngri hlauparar fá meiri athygli en við, skrítið!!!!
Ég sá þarna Guðríði af símanum í bankanum. Hún er alltaf eins og lítur stórvel út. Erfitt að trúa því að hún hafi hætt að vinna fyrir 100 árum vegna aldurs (ég var enn að vinna í bankanum þegar það var og mér finnst 100 ár síðan ég vann þar)! Líka Birna úr mötuneytinu með dótturdóttur sína. Þær hitti ég á hverju ári ;)) Þá var þarna heill ættliður kvenna úr föðurfjölskyldunni: Guðrún Guðmunds með mömmu sinni, dóttur og dótturdóttur, auk tengdamömmu Guðrúnar. Nokkuð Gott. Þær væru þarna 4 ættliðir ;)))
Já og þarna sá ég líka Stellu Blöndal sem ég hef ekki séð í háa herrans, hún er komin með hund!! Sá líka Sigríði Huldu feminskrifara og námsráðgjafa en hún var ekki með hund! Sá ekki Sigrúnu og Auði þó ég skimaði eftir þeim! Man bara ekki hvort ég sá fleiri...
Ástkær systir mín er með íþróttafælni og neitaði að koma með því hún var hálfhrædd um að þessi ganga gæti verið svipuð afrísku dönsunum sem hún prufaði í vetur. Valdi því að fara með drenginn í klippingu og hann er sko fínn núna ;)) Kominn með svona strákaklippingu, stall og alles......

Það er komið að kvennahlaupsdegi. Verst ég á ekki svona bleikan feministabol til að vera í innanundir kvennabolnum..wow væri ég flott þá, með einhverri menningarlegri áletrun eins og t.d. konur elska karla..eða konur eru körlum verstar (hef nefnilega aldrei skilið af hverju þær eru konum verstar getur einhver frætt mig um það??)...
aníveis það er sem sagt kvennhlaup og ég er að fara og pikka upp liðið; mömmu og nöbbu og vekja leigubílstjórann sem vann til 8 í morgun en segist samt ætla að skakklappast í hlaupið...enda elskar hún alla það stendur í blogginu hennar.......

20 júní 2003

hehe Auður ég las afa fréttina einmitt á hafnfirsku fyrst en dauðskammaðist mín svo hehe að ég kunni ekki við að setja það í skýringuna hehe

Dagurinn í dag byrjar á fréttaskýringunum mínum, ég er farin að skemmta mér heilmikið við að lesa fréttirnar...
Lögga leitar ræningja
Bíddu, hef ég misskilið eitthvað? Er það ekki einmitt það sem löggan á að gera? Spurning hvort ég geti farið að senda inn fréttatilkynningar þegar ég hef lokið við nýjan bækling?
Rambaði á gröf afa síns
Hvar skyldi hann hafa verið að leita? Kannski í kirkjugarðinum? Heppni að hann skyldi "ramba" þangað.
Norræni svanurinn er lentur
hann hefur eflaust verið orðinn þreyttur, vona að hann hafi ekki þurft að hringsóla lengi, eða hringsóla svanir kannski ekki?
Færri símtöl og ferðalög
Jamm líka hjá mér
Markvissar aðgerðir skila árangri
Sjitt það hef ég nú alltaf vitað, það er þegar mar er að vinna eitthvað ómarkvisst sem enginn árangur næst
Ekki vitað hverjir fengju að veiða
Nú, nú er þá ekki bara ráð að reyna að komast að því????
Tilraun með mannlega erfðavísa í ám hætt
Ég hef lítið vit á erfðavísum en hefði samt getað frætt þá um að það þýðir ekkert að setja þá í ár..þeim bara skolar burtu!
Karlar grípa oftar fram í
Wow er verið að fatta það núna fyrst?????
Árekstur á Egilsstöðum
Vissi ekki að það væru svo margir bílar þar að þeir gætu mögulega lent í árekstri

19 júní 2003

Það nýjasta nýtt í deitmálum er ekki lengur Einkamál.is. Nei það er sko lummó nú er það spíddeit Já hvað er nú það...jú, fólk bókar sig á fund, kannski 20 manns af hvoru kyni. Málið felst svo í því að tala við alla sem á fundinum eru, t.d. 3 mín á hvert par og reyna að finna sem mestar upplýsingar um viðkomandi. Síðan eru upplýsingarnar lesnar saman í tölvu og ef fólk á eitthvað sameiginlegt þá telst það smellur og fólk fær senda emeilana hjá hvort öðru Spennandi????? hehe hljómar mjög veird ;))))))))

Nokkrar fréttafyrirsagnir

50.000 króna sekt fyrir ölvunarakstur í Garðabæ
Ætli það sé meira eða minna en annarsstaðar? (MBL)
Slökkvilið þrívegis ræst út vegna leka
Eiga þeir ekki að slökkva í????? (MBL)
Líflegt á silungsmiðum
Ég get alveg ímyndað mér hversu líflegt er þar (not), held ég myndi frekar leita niður í bæ ef ég væri að leita eftir lífi...(MBL)
Foreldrar Dorrit Moussaieff í heimsókn
Ég var farin að halda að þau ætluðu ekki að koma (MBL)
Lítið um að vera á miðunum
Ég trúi þessu betur heldur þessu með lífinu á silungsmiðunum (Visir)
Trillukarlana heim
Hvar eru þeir?????? Búnir að vera lengi????? (Visir)
Krafa um upptöku sögð endurtekning
Úff, ég telst nú nokkuð góð í íslensku en ég verð að viðurkenna að þessi setning vefst soldið fyrir mér...(Visir)
Hellidemba úr skýjum
Eru það fréttir???? Koma hellidembur ekki yfirleitt þaðan????? (Visir)

Ég er annars enn að prufa mig áfram með bloggið og í gær ákvað ég að prufa að setja gamalt blogg á sér síðu, hvern mánuð saman. Held það komi vel út nema það koma einhverjar óskiljanlegar eyður inn á milli sem ég er ekki alveg búin að skilja hvað veldur, en ég verð bara að reyna betur ;))

Þá er kvenréttindadagurinn runninn upp með rigningu og sól. Ég er auðvitað ein af þeim sem vill alltaf vera með og þess vegna er ég í bleikum kjól í dag..tralalala

18 júní 2003

haha, anna með langa fattarann..ég fatta þetta núna
hehehe

eftir hverju eru allir að bíða???????????????

Fyrirsagnir
og svo leiddis mér svo mikið að ég fór að skoða skrítnar fyrirsagnir, hér er ein
Andrés nær heim frá Færeyjum
damn hvað ég var glöð að lesa það, hvað hefði gerst ef hann hefði ekki náð heim?
Dregur ekki úr frjósemi að sleppa blæðingum
og hverjum datt það í hug???? Mér hefði aldrei dottið í hug að það hefði neitt með frjósemina að gera og gott að það er komið á hreint!!!
Reyna að bjarga friðarferlinuohhhhhhh, mar getur nú glaðst af minna tilefni en því..spáið í því ef enginn hefði reynt að bjarga því og það hefði bara verið áfram eins og það var (óbjargað????) hvað hefðum við gert þá?
Bens gegn þunglyndiég skal vera þunglynd ef það verður til þess að ég fái bens..eða þurfa þunglyndir kannski að eyða í bens??? Spyr sá sem ekki veit..
Baunir ollu umferðaröngþveiti
úff ég mundi líka lenda í öngþveiti ef ég sæi baunir í umferðinni. Ætli þær hafi ekki kunnað umferðareglurnar?????
Ráðamenn melta innihald bréfanna
úff, úff fegin er ég að vera ekki ráðamaður..í mínu starfi er nóg að ég lesi bréfin, ég þarf ekki að melta þau líka, ætli þeir hafi verið lengi að?
Álit um uppsagnarfrest sagt pantað
ég vissi ekki að hægt væri að panta svona álit, gott að vita af því, stundum er mar nefnilega ekki viss hvað mar á að segja eða gera, þá er gott að geta pantað sér álit og fengið sent kannski?
Ekki hægt að skoða og skjóta
og hvað á mar þá að gera??????



Femínistar
Leiðist í vinnunni!!!! Leiðist svo mikið að ég er búin að lesa allt á Vísi og allt á MBL og búin að fara tvisvar og kaupa coke. Seinna skiptið var reyndar svoldið gott því ég lenti í smá misskilning við samstarfsmann um að dagurinn á morgun, hinn svokallaði kvennadagur hefði í raun ekkert með feminísta að gera. Hann hélt því fram að dagurinn héti "feminínistadagurinn" og konur ættu að vera í bleiku!! Ég leiðrétti hann á minn kurteislega máta og sagði að þetta héti "kvennadagurinn" og væri til heiðurs því að við konur fengum kosningarétt fyrir milljón og tíu árum og það hefði nú ekkert með nútíma feminista ð gera! Úff hann æstist upp og þegar ég laumaði mér burtu voru komnar svona riflildisumræður í gang um mismunandi stöðu karla og kvenna og af hverju það væru ekki fleiri konur í stjórnunarstöðum í okkar hæstvirta fyrirtæki..úff, þá laumaði undirrituð sér bara í burtu með kókið sitt hehe

Miðvikudagur!!!! Þrír dagar í helgarfrí!!! Gosh var ég þreytt í morgun og hversvegna veit ég ekki alveg, er alveg farin að bíða eftir SUMARfríinu mínu.......og það er svooooooooooooooo langt í það...
Ég er hinsvegar bara að bíða og bíða og bíða núna..það er ekki gaman að bíða, sérstaklega þegar mar er búinn að sannfæra sjálfan sig um það svarið sem verið sé að bíða eftir sé neikvætt, þá vill mar bara drífa þetta af og hana nú!!!! En ef allt stenst sem kvenlæknirinn sagði (hljómar eins og kvenlögga) þá ætti allt að bresta á á morgun og mér finnst svona á öllu að það geti verið rétt hjá henni..hún hefur svo sem haft rétt fyrir sér hingað til..og þá er bara að panta í sprautu fyrir rauðum hundum..tralalal alltaf sama gleðin á ferðinni...
haukurinn er að fara í veiði um helgina, ekki ég.. ég ætla að nostra við sjálfa mig heima og helst ekki fara neitt út hehe.. bara liggja heima og lesa og lesa... mér finnst það hljóma æði skemmtilega...

17 júní 2003

Æi ég var nærri búin að gleyma mínu..
*************
hæ, hó jibbý jæ og jibbý jæj
það er kominn 17ndi júní............

16 júní 2003

Best ég haldi aðeins áfram víst ég er komin á skrið. Las bloggið hjá corason vinkonu minni í morgun og verð að viðurkenna að ég er sammála henni varðandi þessa frétt:
****************
Karlar fá mun meira borgað
Meðalgreiðslur til karlmanna í fæðingarorlofi eru um hundrað þúsund krónum hærri en meðalgreiðslur til kvenna.

Konur fengu að meðaltali greiddar 152.000 krónur á mánuði meðan þær voru í fæðingarorlofi. Karlar fengu hins vegar 254.000 krónur.
****************
Þeir reyna að skýra þetta með því að mun fleiri konur séu í hlutastörfum en karlar, en það er bara smáhluti af skýringunni. Mér finnst athyglisvert að það eru:
****************
Ein af hverjum hundrað konum fengu hálfa milljón eða meira á mánuði meðan þær voru í fæðingarorlofi. Einn af hverjum ellefu körlum voru með hálfa milljón eða meira á mánuði.
****************
Sem sagt 1 af 100 konum á móti 1 af 11 körlum. Og svo er verið að tala að við konur séum að nálgast karla í launamálum!!!! Jafnrétti hvað????? Þetta er allt sama kjaftæðið! Ég verð svo illa fúl þegar ég les svona!

Æi ég bara stenst ekki málið með fréttaskýringarnar.Þessi frétt er á vísir.is í dag:
****************
Í morgunsárið á sunnudaginn tilkynnti kona í miðbænum að hún hefði fundið ókunnugan nakinn mann í rúminu sínu þegar hún kom heim. Hún sagðist hafa fleygt manninum út og fötunum hans á eftir en hann vilji komast aftur inn og berji allt að utan. Lögregla náði tali af fáklæddum manninum sem hafði aðra sögu að segja. Hann sagðist hafa sofið hjá konunni og hún síðan lokið samverunni með því að kasta honum út.
****************
Ég verð að viðurkenna að ég hló næstum eins mikið að þessari konu eins og þessari fyrir tveimur vikum sem hljóp út skó-, síma- og jakkalaus eftir hjásofelsið! Ætli þetta geti verið sama konan??? Spáið bara í því hvernig aumingja manninum hefur brugðið við að standa allt einu á tippinu fyrir utan dyrnar með fataplöggin í hrúgu. Persónulega mundi ég halda að hann hafi ekki staðið sig nógu vel hehe

Nennan er enn ekki runnin á mig þannig að ég ætla ekki að skrifa neitt að ráði í dag! Það var frændahelgi hjá mér um helgina; á föstudagskvöldið kom Einsi kaldi í pizzu og leit á amazon. Hann var að leita að einhverjum tölvuleikjum. Á laugardagskvöldið mætti Vittorino, hann fékk hinsvegar ekki pizzu og við fórum ekki í leit á netinu að tölvuleikjum. Hann klappaði hinsvegar fiskunum (búrinu) í bak og fyrir og var þrælæstur yfir boxboltanum enda svo sem ekki eftir neinu að bíða ef hann ætlar að komast í þjálfun áður en hann fer í sumarfrí á Ítalíu eftir tvær vikur......
Meira nenni ég nú ekki að skrifa....

15 júní 2003

Ég hef ekki nennt að blogga alla helgina og nenni því ekki heldur núna! Nenni heldur ekki að fara að sofa þannig að einhvern veginn endaði ég hér fyrir framan tölvuna eins og venjulega! Haukurinn er að stara á mynd sem Marín keypti fyrir hann í London (þættir) . Tvær spólur með þáttum sem heita Spaced og eru hreint út sagt að fyndnasta sem komið hefur lengi í sjónavarpinu og þar sem við misstum af nokkrum þáttum var ákveðið að splæsa í seríuna og næstu á eftir líka ;)) Ég nenni ekki að horfa á það núna, nenni sem sagt engu núna ;)


Powered by Blogger