Jamm og já. Mig vantar svo nýja útgáfu af Screen thief til að taka myndir af skjánum. Ég veit ósköp vel að ég get auðvitað notað helv. print screen hnappinn en það gefur ekki sömu niðurstöðu og fíni þjófurinn minn. Málið er að ég fékk þessa nýju tölvu í sumar og þá datt þjófurinn út og ég fæ hann ekki til að virka eftir að ég setti hann inn aftur. Nú er ég handalaus og gott betur en það. Ég ætla að prufa að grenja í tölvudeildinni. Þeir eru nefnilega búnir að loka fyrir það að ég geti gert install sjálf.. alveg óþolandi....
16 september 2004
15 september 2004
Þetta er annaðhvort í ökkla eða eyra hjá mér. Í dag var ég mætt fyrst upp í Háskóla. Bíllinn minn var eini bílinn á stæðinu í langan tíma enda var ég bara 12 mín að keyra þetta í morgun. Mér leið samt eins og ég væri ein í heiminum og eitt andartak datt mér í hug að það væri sunnudagur og ég misreiknað mig, en komst yfir þá hugsun þegar næsti bíll lagði við hliðina á mér og það reyndist vera nágrannakona mín af næsta bæ í sveitinni minni. Við erum saman í verkefni og erum báðar útúr stressaðar í þessari umferð sem sýnir það að við erum mættar klukkutíma áður en stofnunin opnar eða þannig!
Skakki er farinn að undirbúa för sína af landi brott en hann er að fara til Færeyja með nýju fínu vélina sína. Hann ætlar að vera þar með hléum í nokkrar vikur. Hann gerir þetta svo ég fái tíma til að læra. Ekki allir menn sem eru svona góðir, sumir fara bara í heimsóknir til vina sinna en ekki Skakki. Hann gerir alltaf hlutina eins vel og hann getur og því fer hann af landi brott. Það versta við þetta er að þá hef ég ekki nokkra afsökun til að slugsa buhuhu
Skakki er farinn að undirbúa för sína af landi brott en hann er að fara til Færeyja með nýju fínu vélina sína. Hann ætlar að vera þar með hléum í nokkrar vikur. Hann gerir þetta svo ég fái tíma til að læra. Ekki allir menn sem eru svona góðir, sumir fara bara í heimsóknir til vina sinna en ekki Skakki. Hann gerir alltaf hlutina eins vel og hann getur og því fer hann af landi brott. Það versta við þetta er að þá hef ég ekki nokkra afsökun til að slugsa buhuhu
14 september 2004
Það er komið haust. Alla vega er það svo í sveitinni þar sem ég á heima. Nú hef ég þurft að skafa bílinn minn tvo daga í röð og ég var og er EKKI tilbúin í svoleiðis verk. Í morgun skóf ég samviskusamlega allar rúður á bílnum og settist svo upp í minn fagra sportbíl og keyrði í 42 mínútur áður en ég steig úr bílnum við Háskóla Íslands. Segi og skrifa 42 mín!!!!!
Ég er farin að fíla mig eins og ég búi í útlöndum, sit með kaffi mér við hlið í pappaboxi með loki, set maskarann á mig með hægri hendinni um leið og ég nota hina hendina til að hræra í kaffinu. Í tækinu er hljóðspóla með erlendu tungumáli sem ég er að læra og reglulega endurtek ég samviskusamlega "je suis..." eða "mi casa tu casa" (er ekki komin svo langt að læra hvernig á að skrifa þessi tungumál)! Hanskahólfið er opið og þar eru naglalakksgræjurnar sem ég nota um leið og kaffið er búið. Þegar ég loksins kemst á leiðarenda er ég glæsileg að vanda, vel máluð um augu og varir, neglurnar glæsilegar, búin að innbyrða minn skammt af kaffi og er langt komin með að læra tvö erlend tungumál.
Verst ég drekk ekki kaffi og erlend tungumál eru ekki á dagskránni fyrr en eftir að öllu hinu lýkur!
Ég er farin að fíla mig eins og ég búi í útlöndum, sit með kaffi mér við hlið í pappaboxi með loki, set maskarann á mig með hægri hendinni um leið og ég nota hina hendina til að hræra í kaffinu. Í tækinu er hljóðspóla með erlendu tungumáli sem ég er að læra og reglulega endurtek ég samviskusamlega "je suis..." eða "mi casa tu casa" (er ekki komin svo langt að læra hvernig á að skrifa þessi tungumál)! Hanskahólfið er opið og þar eru naglalakksgræjurnar sem ég nota um leið og kaffið er búið. Þegar ég loksins kemst á leiðarenda er ég glæsileg að vanda, vel máluð um augu og varir, neglurnar glæsilegar, búin að innbyrða minn skammt af kaffi og er langt komin með að læra tvö erlend tungumál.
Verst ég drekk ekki kaffi og erlend tungumál eru ekki á dagskránni fyrr en eftir að öllu hinu lýkur!
12 september 2004
Man ekki hvort ég var búin að minnast nokkuð á nornarfundinn sem ég sótti um daginn. Hann var nefnilega algert svindl, ekki snilld heldur svindl! Eftir að hafa brunað til næsta bæjarfélags í svarta, sport Bimmanum sem vesturbæjarnornin hefur nýlega fest kaup á þá fékk ég spá sem ég var búin að fá áður. Já ég segi og skrifa að ég var búin að fá þessa sömu spá. Fyrst var ég nú bara róleg eins og mín er vísa en þegar leið á spánna fór ég að ókyrrast mjög og var um tíma eins og ég væri með njálg (hann var mjög algengur í mínu ungdæmi þó ég hefði aldrei verið svo heppinn að njóta nærveru hans). Og þegar spánni var alveg að ljúka spurði ég með hálfgerðum þjósti hvort það væri verið að grínast með mig? Hinum nornunum fannst ég gera heldur betur mikið úr þessu en þegar ég náði í Emilys Nightmare Journal þar sem allar mínar spár eru páraðar á nornaletri og LAS upphátt síðustu spánna mína þá kom nú annað hljóð í stokkinn (eða er það strokkinn?? ég get aldrei munað þetta). Nú spyr ég eiuns og fávís norn, er eitthvað meira að marka spá ef hún kemur tvisvar í röð eiginlega alveg eins?????
Hún vinkona mín í Ammeríku er enn að senda mér spár. Hún spáir miklum breytingum og MIKLUM peningum bara ef ég tek sénsinn og borga henni summu af peningum. Ég fer nú bara að hallast á að konukindin hljóti að vita eitthvað meira en ég.. alla vega þá er hún með eindæmum þrjósk og sleppir ekki takinu af væntanlegum viðskiptavini jafnvel þó hann (ég) hafi aldrei svarað einu einasta bréfi.
Hún vinkona mín í Ammeríku er enn að senda mér spár. Hún spáir miklum breytingum og MIKLUM peningum bara ef ég tek sénsinn og borga henni summu af peningum. Ég fer nú bara að hallast á að konukindin hljóti að vita eitthvað meira en ég.. alla vega þá er hún með eindæmum þrjósk og sleppir ekki takinu af væntanlegum viðskiptavini jafnvel þó hann (ég) hafi aldrei svarað einu einasta bréfi.