Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 mars 2007

Ég á gamlan vin í Svíþjóð sem ég hef ekki heyrt í smá tíma. Hann er típískur karlmaður að flestu leyti og hefur ekki gaman af því að skrifa löng bréf (eða stutt). Í gær ég fékk ég nokkrar línur frá honum eftir að hafa sent honum mail og spurt hvort hann væri dauður. Bréfið var átta línur og sagði eftirfarandi: Hér er allt í fínu lagi. Vona að þér líði vel. Er að vinna að rannsóknum en það gengur hægt.Er búin að eignast son sem nú er 14 mánaða og á von á öðru barni í nóv. Er búinn að stofna fyrirtæki og kaupa eldgamlat hús. Hef sem sagt lítið að segja..kveðja..

Halló, halló.. er þetta lítið? Maðurinn er á kafi í doktorsnámi, er með nýtt barn og á von á öðru, er búinn að stofna fyrirtæki og svo framvegis? Held að þarna liggi munurinn á okkur konum og köllum. Mér finnst þetta heilmiklar fréttir hehe og ástæða til að skrifa langt bréf (ég var samt glöð yfir þessu litla bréfi, ekki misskilja mig). Hell ég set á síðuna mína að ég sé búin að pakka niður í einn kassa, en kannski er það bara merki þess að ég hef ekki svo mikið að segja haha

28 mars 2007

Ofsalega er skemmtilegt að búa svona í kössum. Ó já svaka skemmtilegt ;) Þetta er eins og að búa í vöruhúsi bara ekki eins vel skipulagt og það vantar lyftarana.

Það er námskeiðsdagur í dag þannig að ég er á leiðinni að fá krítik á viðskiptaáætlunina mína. Spennandi ;)

27 mars 2007

Í tilefni dagsins skelltum við okkur á Hereford til að borða. Ég átti þar tveir fyrir einn miða og okkur fannst alveg tilvalið að nota það. Maturinn var æðislegur og ég fékk í eftirrétt þann besta creme brullee sem ég hef fengið lengi. En Adam var ekkki lengi í Paradís (nei honum var skutlað fljótt út) og fljótlega eftir að ég kom heim varð ég gjörsamlega frá í maganum og endaði með því að æla eins og múkki. Ég er ekki alveg viss um að ég sé búin enn... Það er ekki gaman að fara og borða góðan mat og æla honum svo um nóttina.

26 mars 2007

Fór með Gunz í gær að skoða nýja húsið að utan. Molinn var nefnilega að hafa áhyggjur af því að hann gæti aldrei heimsótt okkur aftur þar sem við værum að flytja og hann vissi ekki hvert. Gunz var hrifinn þangað til hún sá hús Smittarans sem er þarna í götunni og er HUGES. Henni fannst það passa okkur mun betur. Hinsvegar er það ekki til sölu þannig að við gátum illa réttlátt að bíða eftir því!

Í dag eigum við brúðkaupsafmæli, spáið bara í því! Það eru komin heil tvö ár síðan við stressuðumst við að segja já fyrir framan vini og ættingja. Margt búið að gerast á tveimur árum og margt eftir að gerast ;)

25 mars 2007

Megagelluklúbburinn fór í óvissuferð í gær. Við áttum að mæta með yogaföt, sundföt og eitthvað skárra til að fara í um kvöldið (líka talnaband, sokkaband og skóflu). Spennan var gífurleg og þær sem illa þola spennu og óvissu voru að fara á taugum. Þetta varð hið skemmtilegasta síðdegi.

Við brunuðum út úr bænum og alla leið á Selfoss þar sem við byrjuðum í yoga á yogastöð Selfoss (held ég að hún heiti). Flottur tími og við vorum svo afslappaðar að það var engulagi líkt. Næst stoppuðum við í heimahúsi þar sem tekið var til við Space Clearing. Ó já. Space Clearing. Og hvað er það? Jú þá mætir sérfræðinur í slíkum málum og hreinsar húsið af slæmri orku. Þetta var rosalega spennandi og við fylgdumst með meistaranum þeysast um húsið með bjöllur, blóm í vatni og sveifla síðan basilikum um loftið. Jahá þetta var sko skemmtilegt skal ég segja ykkur. Og þegar þessu var lokið fórum við að borða á KaffiKrús.

Megagellufélagið stendur sig!!!!
en ég þurfti ekkert að moka, talnabandið var lika ónotað sem var kannski eins gott því ég átti ekkert svoleiðis og var bara með golftalnabandið með mér og er ekki viss um að ég hefði náð samband við aðra guði en golfguði og ekki víst að það hefði orðið til hjálpar... ég var allan tímann með sokkabandið á mér eins og sannri konu sæmir en það kom ekki til þess að ég þyrfti að nota það..enda veit ég kannski ekki alveg hvernig ég hefði helst átt að nota það...


Powered by Blogger