Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

24 maí 2003

Til hamingju með afmælið Halldór
Minn ástkæri bróðir á sem sagt ammæli í dag og þar sem hann er greinilega að heiman á ammilinu sínu verð ég bara að byrja með að senda kveðju hér ;)
Ég skrópaði í leikfiminni í morgun ;((( ekki gaman en ég vaknaði klukkan 6.30 í morgun og var eiginlega tilbúin að fara en gat svo bara ekki fengið af mér að skilja haukinn eftir sofandi einan heima í rúmi þannig að ég fór bara í tölvuna og lagði kapal!!! Ég skal samt viðurkenna að ég fékk samviskubit í smátíma en hristi það svo af mér og fór með gunnsunni og Vittorino í húsdýragarðinn. Þar drusluðumst við í smá tíma í skítakulda, skoðuðum svínin og geiturnar og fleira. Gunnsunni fannst ég ekki fyndin þegar við vorum að horfa á akfeitt svín reyna með erfiðismunum að standa upp og ég hvíslaði að henni að svona væri ég þegar ég stæði upp (satt samt)!! Svo forðuðum við okkur út því þar var svo sterk lykt þarna (fýla) og henni fannst eitthvað fyndið að ég sagðist ekki vera þessi "búgarðatýpa". En hey það eru nú ekki margir dem geta hreykt sér af því að hafa farið í vist sem ráðskona og enst í heila 3 daga (oj ég fæ enn hroll þegar ég hugsa um hænsnakvikindin sem ég átti að sinna)!!!!
Síðan drifum við okkur í Kringluna því Vittorino hefur svo gaman að henni (ekki við, við gerðum þetta bara fyrir hann)!!!!!
Í gær fór haukurinn í sveinagilli hjá Tóta, gott hjá honum að hafa klárað ;)) Þetta var víst heljarinnar partý en haukurinn og Olli eru gleðipinnar og voru komnir heim klukkan rúmlega 1 (hehe)
Við Marín gerðum að vísu gott betur því þegar ég kom heim til mín klukkan 19.35 í gærkveldi vorum við búnar að fara í ellismellastúdentaafmæli og fara í bíó og sjá "how to loose a guy in 10 days"... geri aðrir betur því við vorum að vinna til 4 og myndin er rúmlega 2 tíma löng!!!!!
Í fyrramálið er svo nornakvöld í Keflavíkinni (nornabrunch að þessu sinni)!

23 maí 2003

haha ég verð að halda áfram. Fréttirnar eru hreint út sagt stórkostlegar í dag. Það er sem sagt viðtal við Júlíus eiganda sjoppunnar Draumsins á Rauðarárstíg. Það er svona sjoppa sem útigangsmenn sækja í (af hverju??) og hefur lengi haft all illt orð á sér. Ég hef komið þar að þegar lá haugur af dropaglösum fyrir framan sjoppuna en það hefur eflaust verið bara tilfallandi (not). Ásdís bjó beint á móti og henni fannst heimilislegur bragur á sjoppunni þegar hún flutti en það stóð ekki lengi. Þegar hún flutti var hún komin með algert ógeð á þessari útgerð eins og hún lagði sig; stöðugur straumur af útigangsmönnum og dropaglös út um allt. En eigandinn er sem sagt í viðtali við Vísi í dag eftir að löggan gerði húsleit á staðnum og fann: dóp, vín, ólöglegar sígarettur, byssu, útrunnin matvæli og almennan sóðaskap. En samkvæmt Júlíusi er þetta tómur misskilningur!!!! og ekki nóg með að þetta sé misskilningur heldur verður þetta dýrt spaug að laga skemmdir eftir lögguna og ,,Einnig sá álitshnekkir sem verslunin verður fyrir við svona fár." (tekið af vísi)!! Í hvaða draumaheimi lifir gaurinn???? Álitshnekkir mæ ass! Eini álitshnekkurinn mundi ég segja sé að löggan hafi ekki gert þetta fyrir mörgum árum, það er eflaust spurning sem margir spyrja sig því nóg hafa íbúar í næsta nágrenni kvartað yfir þessum skemmtilega nágranna!!!

Ég brá mér á Vísi.is áðan og get eiginlega ekki orða bundist. Eru verðandi kvenráðherrar rískistjórnarinnar í fegurðardrottingarleik???? Spáið í þessu: Sólveig Péturs verður verður varaforseti Alþingis "Sólveig sagðist vera sátt við niðurstöðuna" (tekið af vísi) og svo kemur fegurðardrottningasyndrómið: Þorgerður katrín Gunnarsdóttir mun taka við menntamálaráðuneytinu um jólin "og Þorgerður Katrín sagðist alls ekki hafa átt von á þessu" (tekið af vísi). Þetta er ekki búið: Sigríður Anna Þórðardóttir mun fá umhverfismálaráðuneytið 15 sept 2004 og öllum að óvörum: "Hún sagðist ekki hafa átt von á þessu" (tekið af vísi). Mér finnst það eina sem vantar upp á í þessa frétt að þær hafi fellt tár. Gerðu þær það kannski?????

Í gær tók ég þá örlagaríku ákvörðun að sleppa leikfiminni og fara beint heim og í garðinn. Þar af leiðir fékk ég ekki vigtun þannig að það verður að bíða í viku enn. Þetta var samt rétt ákvörðun því það sem ég var látin gera var á við góðan erobik tíma; ég fékk hrífu og ásamt her manns var ég að tæta mosann úr grasinu! Jamm einmitt, mosann sem er vafinn í grasið, hann þurfti að fjarlægja. Að vísu truflaði hann mig ekki neitt en hann truflaði frúnna sem er yfirstjórnandi garðsins (sú eina sem nennir að vinna í honum). Þar sem ég sleppti leikfiminni þá gat ég byrjað á réttum tíma en ekki klukkutíma seinna og var það auðvitað hið besta mál og er því ekki komin í mínusstöðu hjá frúnni!!!!
Síðan brunaði ég í Ópavoginn til Hrefnu á smíðanámskeið. Þar var ég rosa dugleg og naglalakkaði mig og er því glæsileg í dag. Við vorum ekki margar mættar en þó ég, marín, murta, harpa og auðvitað hrefna ;)) Þetta var mjög fínt, tókum á helstu atburðum líðandi stundar (hver er að fara til útlanda og hvenær) og ræddum komandi atburði (hver ætti afmæli næst og hvort við fengjum partý)!!
Nú er ég mætt í vinnuna í nýja pilsinu mínu og er flottust af öllum (það sagði spegillinn mér þegar ég spurði, hann hikaði að vísu en virtist svo taka í sig kjark og sagði það sem ég vildi heyra). Í hádeginu þarf ég að fara í smá móttöku þar sem einn hópur er að útskrifast. Búinn að kaupa freyðivín (keypti svo lítið að það tekur því varla að ræða það) og kokkurinn var svo elskulegur að búa til svona marsipanbita (pínku pínku litla) og ætlar að dippa jarðarberjum í súkkulaði. Ægilega flott ;))
Síðan er það ellismellastúdentinn íkvöld ;) Við Marín erum búnar að skipuleggja það þvílíkt flott. Við erum sem sagt ekki viss um að við þekkjum neinn þannig að varaplanið er bíóferð á "how to loose a guy". Mamma hennar gaf henni tvo fríðmiða og sagði að þeir væru sérstaklega ætlaðir okkur tveimur og auðvitað förum við þá ;))) En sem sagt erfiður dagur framundan ;))

22 maí 2003

Enn einn eróbik dagur runninn upp! Hvernig er þetta, hefur þessum dögum fjölgað eða er það bara mér sem finnst ég alltaf vera í leikfimi? Og helv. vigtun í kvöld líka (sigh). Í kvöld er líka tiltektardagur í blokkinni. það ætti nú að vera gaman úlalala... ég valdi þennan fimmtudag (hinir vildu helgina og spurðu hvort þessi fimmtudagur hentaði þá ekki bara vel sem ég játaði auðvitað glöð í bragði) af því ég tími ekki að eyða laugardegi í þetta vesen og þá er þetta auðvitað einni fimmtudagurinn í manna minnum sem er sko að verða þríbókaður!!!! Fyrst er það eróbik sælan, síðan þjóta heim og taka til á grasinu og síðan held ég alveg örugglega kannski að það sé smíðanámskeið hjá Handysisters saumklúbbnum! Og til að kóróna allt saman þá bauð Armor mér á konukvöld að skoða spes konuvörur úlalala.. en ég varð að segja pass á það, ómögulegt að koma því inn líka.. nú bíð ég bara eftir því að golfklúbburinn ákveði að í kvöld ætlum við að fjölmenna til að kaupa kylfur.. það væri alveg eftir þeim af því við erum búin að vera bíða í rúma viku eftir því..

21 maí 2003

Úff hvað mar getur verið stressaður þegar mar er að bíða eftir niðurstöðum úr prófum. Ég er að kíkja á netið oft á dag og samt veit ég að það eru litlar líkur til að þetta komi strax því sumir voru að skila ritgerðunum sínum eftir 15 maí (ARG). Þoli ekki svona langa fresti sérstaklega þegar mar er sjálfur að drífa sig að skila svo enginn þurfi að bíða! Held að fólk fatti ekki að það er að láta alla hina bíða í leiðinni sem er sérstaklega skrítið í þessu tilfelli því meira en helmingur nemenda er kennarar eða verðandi kennarar!

Þá er það framhaldssagan um eróbikina! Kennarinn er búinn að vera veikur í rúma viku! Eiga svona íþróttafrík ekki að vera hraustari en við hinn sauðsvarti almúgi? Það á alla vega ekki við í þessu tilfelli huh.. Eniveis, þessi fíni forfallakennari hefur mætt í staðinn og kennt af hörku. Æfingarnar hjá henni eru að vísu leiðinlegri en allt sem leiðinlegt er, en, það er ekki smá sem mar tekur á! Og ástæðan? Jú hún kennir nefnilega karlapúl svona dagsdaglega og það sést ;)
Tíminn í gær hjá karlapúlkennaranum byrjaði af brjálaðri hörku, þeas við djöfluðumst í heila eilífð og ég var búin að heita mér að líta ekkert á klukkuna strax heldur bara þegar ég yrði þreytt! Það kom að því þegar við vorum búin að jöflast að því er mér fannst í svona tvo tíma að ég gaut augunum á klukkuna og ég gjörsamlega datt úr takt (ekki að takturinn hafi verið mikill fyrir) en það voru nákvæmlega ÁTTA mínútur búnar af tímanum!!!! Er þetta normal? En þetta hlýtur bara að fara að virka, því eins og við vitum öll þá er flest það sem er vont og leiðinlegt MJÖG hollt og þess vegna ímynda ég mér að þetta sé alveg sérstaklega hollt!!!!!!!

20 maí 2003

Til hamingju með bílprófið Birna Rebekka

þetta er að vísu hjól en það sleppur ;)

Jæja þá og allt það! Í kvöld er það blessað eróbikið vika 3!!!!! Bara 5 vikur eftir!!!!! Það er sko aldeilis sem mar verður hress eftir þetta. Passar að þetta verður búið akkúrat þegar ég skýst yfir til Svíþjóðar með familíunni! Það væri nú all svakalegt að missa úr tíma út af einhverju svoleiðis. Annars er ég búin að sjá að það er frí einn dag í næstu viku af því uppstigningardagur er á fimmtudegi eróbókdegi, ansans óheppni NOT!!!!!!!
Ég mætti einum vinnufélaganum á tröppunum áðan og ég vildi meina að hann ætti að vera inni og vinna, ekki hanga svon hálfur í sólinni. Hann neitaði og sagðis vera að venja sig við því "í allan vetur hef ég mætt í vinnuna í myrkri og farið heim í myrkri! Nú er sólin komin og ég er eins og vampýra og verð að venja mig smá saman við geislana" Hah nokkuð góður, ég er alveg sammála honum ;) Sá Hansa bój bregða fyrir áðan og hann er alltaf jafn mikið krútt ;) merkilegt hvað sumt fólk er alltaf örlítið meira spes en aðrir, en svona er þetta bara! Gunnsan er heima með drenginn því hann er svo kvefaður, ítalablóðið hans hefur eflaust ekki þolað sólina haha Nei þetta var nú óþarfi, jafnvel af mér ;)))

19 maí 2003

Já athugasemdakerfið virðist virka nema það bætir "s" við þegar það eru komin fleiri en eitt..það er úr enskunni fleirtöluendingin "s" og ég veit ekkert hvernig ég tek hana af þannig að hún verður bara að vera. Eitthvað vesen virðist vera með íslensku stafina en ekki hjá öllum. Ég ætla ekki að spá neitt í því strax, bara að láta þetta vera og sjá hvað gerist!
Foreldrarnir pöntuðu ferð til Svíþjóðar í gær og verð ég með í för. Við munum heimsækja sænsku fjölskylduna og leggja blessun okkar yfir heimilishaldið hjá þeim (haha). Einsi kaldi verður með í för en verður svo eftir því hann ætlar að vera lengur en við. Þar sem lestin ætlar að taka sér 8 tíma að keyra yfir frá Köben (síðasta lest) þá ætlum við bara að taka bílaleigubíl og köre sjálf ;)) Þetta verður eflaust mjög gaman ;)

18 maí 2003

Búin að setja upp athugasemdakerfi sem ég vona að komi til með að virka og fólk noti ;)) Búinn að vera smá höfuðverkur að finna kerfi og fá það til að virka rétt og síðast en ekki síst fá á það íslenskt heiti en það er í höfn!!!!

Í gær fórum við út að borða á Galileo. Við Marín vorum að halda upp á 100 ára stúdentaafmælið okkar og leyfðum Hauknum og Þór að koma með. Maturinn var auðvitað hryllilega góður eins og alltaf en ég fékk mér auðvitað hálfmána eins og mér hættir til þegar ég fer á svona staði ;)))) Næsta föstudag er síðan boð seinni hluta dagsins hjá FB þar sem okkur er boðið sem virðulegum ellismellum, nokkuð skemmtilegt eða hvað? ;))

Annars er ég í þunglyndi þessa dagana og ekkert djók með það! Börn.is deildin er farin í sumarfrí og tekur ekki fleiri inn fyrr en eftir verlsunarmannahelgi, þetta er nú eiginlega ekki fyndið! Þannig að staðan á þessum málum er sú að ekkert kemur til með að gerast fyrr en í fyrsta lagi í september (ef við komust að því þá verður sprengja þegar allar hinar kellurnar eru að reyna að komast að eftir sumarlokunina)! Lífið er ekki alltaf sanngjarnt, það er alveg á hreinu. Mér er auðvitað sagt að vera ekki að stressa mig neitt (enn hefur þó enginn bent mér á að fá mér hund eða kött sem ku vera vinslæt að benda pörum á sem eiga í samskonar erfiðleikum því þá fara allir að slaka á (samkvæmt þessum kenningum) og þá..voila..kraftaverkin gerast)!!
Djöfulsins kjaftæði!!!
Skil ekki alveg hvernig hundar eða kettir ættu að geta lagað skerta líkamlega getu, hvað þá að svoleiðis kvikindi yrðu til að ég slakaði á! Nei ég mundi hafa sífelldar áhyggjur af því hvar í fjandanum kvikindin hefðu verið að vaða í alls kyns drullu sem þau bæru inn á mitt tandurhreina heimili (jamm ég veit að það er ekki tandurhreint en jakk...tilhugsunin veldur mér ómældri klígju) ;)) Annað sem er vinsælt að benda fólki á er að fara og ættleiða því þá undantekningarlaust eignast fólk sjálft barn að einu eða tveimur árum liðnum! Jamm right!! Ég þekki nokkra sem hafa ættleitt og get ekki séð að neitt hafi gerst, ef það hefur gerst þá hefur það farið frekar hljótt! Og svo er það ekki einfalt að ættleiða, ekki nóg með gífurlegann kostnað heldur þarf fólk að hafa verið gift í 3 ár. Púff, nokkuð fyndið samt. Segjum að fólk hafið búið saman í 10 ár, eigi góða íbúð, séu bæði í góðum stöðum þá skiptir það samt ekki máli því giftingarvottorðið vantar! Auðvitað verða að vera reglur, ég geri mér grein fyrir því en sumar reglur eru furðulegar!
Ég er sem sagt í tuðskapi þennan ágæta sunnudag í maí. Í gær átti Unnur vinkona mín afmæli og ég gleymdi að hringja í hana, skamm, skamm, skamm..en segi hér með Til hamingju með afmælið Unnur!!!!!


Powered by Blogger