29 nóvember 2003
Í kvöld er ég með matargesti. Það koma tveir ungir karlmenn í heimsókn með mæðrum sínum. Mér er sama um þær og er mun spenntari fyrir hinum ungu mönnum. Þetta eru Benny hinn danskbúandi og Vittorino hinn grafarvogsbúandi. Ég er enn ekki búin að ákveða hvað á að vera í matinn og þarf eiginlega að fara að ákveða það. Gallinn er hinsvegar sá að við hjúin eigum bara tvo eldhússtóla og eigum þá ekki einu sinni. Við vorum með fjóra í láni en eigandinn tók upp á þeim ósið að fara að leigja sér íbúð og þurfti því á stól að halda og tók tvo. Ég verð því eiginlega að hafa eitthvað að borða sem ekki krefst þess að mar sitji við borð. Úff erfitt að hugsa svona daginn eftir boð (stuna)
Jólaboðið búið og núna er hægt að hefjast handa við að undirbúa jólin. Það er að segja eftir að hafa klárað eins og eina ritgerð sem enn liggur óunnin á borðinu hjá mér ;(
En boðið var flott að venju. Uss Hrönn, þú misstir af hreint ágætis veitingum. Það var á tímabili svo þröngt að það minnti helst á Klúbbinn á gamlárskvöld, hérna í eldgamla daga (ef einhver man svo langt). Mar hreinlega stóð og ríghélt í glasið og reyndi að komast hjá því að berast með straumnum. Það var meira segja erfitt að ná í áfyllingu því það var svo þröngt og ég sá aldrei þessar stúlkukindur sem áttu að ganga um. Held helst að þær hafi líka reynt að koma sér fyrir í horni hehe
Mér vannst hinsvegar maturinn ekki eins góður og síðast og fórum við því á Grillhúsið þegar partýinu lauk. Stunduðum það helst okkur til dægrastyttingar að senda sms á karlkynsvinnufélaga okkar með ýmiskonar áreitni. Þeir brugðust flestir ókvæða við og skildu lítt í því hver hefði fallið svona fyrir þeim. Þetta varð hin besta skemmtan og af hlaust allskyns misskilningur. Held ég hafi ekki hlegið svona lengi.
Kaffi Reykjavík er búið að fá einhverja upphalningu en ég verð að viðurkenna að ég sá ekki nokkurn mun nema málningin var ljósari. En það verður líka að játast að ég kom þarna síðast fyrir tveimur árum í samskonar erindagjörðum og núna. Getur því vel verið að minnið sé farið að svíkja.
Ég sá samt frostherbergið umrædda og það var töff. Það var læst þannig að ekki var hægt að fara inn í það enda kannski ekki góð hugmynd að milli 800-1000 manns séu að troða sér þar inn. En glugginn snéri að fólki. Við fengum okkur sæti fyrir neðan gluggann og það var eins og við manninn mælt, það dreif að karlmenn af ýmsum þjóðernum. Við héldum auðvitað fyrst að það væri glæsileiki okkar sem drægi menn að en svo var ekki. Það var bara frostherbergið. Karlmenn eru svotlir aular! hehe
Eftir Grillhúsið fórum við aðeins á Pizza67 til að halda áfram að hrella karlkynssamstarfsfélaga okkar og það gekk vel. Síðan var pæling að fara á Gaukinn en allir hættu við og fóru á NASA og þá nennti ég ekki meiru og fór heim ;))
Var orðin svoldið lúin í fótunum í nýju skónum mínum. Hef ekki verið í svona támjóum skóm síðan ég var pönkari á síðustu öld þannig að fótarnir mínir voru farnir að æpa af reiði. Þeir eru orðnir svo góðu vanir að þeir vilja ekki að þrengt sé um þá.
Leigubílstjórinn minn reyndist vera á fylliríi þannig að ég varð að fara með öðrum bílstjóra heim. Ókunnum bílstjóra, spáið í því! Bílstjórinn minn gaf mér samt upp nafnið á hjásvæfunni sinni og sagði mér að hringja í hann en ég var rétt búin að taka upp símann þegar hann varð rafmagnslaus! Það er svona þegar maður þarf að treysta á hleðslutæki í bílnum sínum en á ekki svona alvöru eins og allir hinir. þarf að fara að leggjast á vini og ættingja og sjá hvort einhver á ekki svona eins og eitt gamalt fyrir mig. Beiðninni er hér með komið á framfæri!!!!!
En boðið var flott að venju. Uss Hrönn, þú misstir af hreint ágætis veitingum. Það var á tímabili svo þröngt að það minnti helst á Klúbbinn á gamlárskvöld, hérna í eldgamla daga (ef einhver man svo langt). Mar hreinlega stóð og ríghélt í glasið og reyndi að komast hjá því að berast með straumnum. Það var meira segja erfitt að ná í áfyllingu því það var svo þröngt og ég sá aldrei þessar stúlkukindur sem áttu að ganga um. Held helst að þær hafi líka reynt að koma sér fyrir í horni hehe
Mér vannst hinsvegar maturinn ekki eins góður og síðast og fórum við því á Grillhúsið þegar partýinu lauk. Stunduðum það helst okkur til dægrastyttingar að senda sms á karlkynsvinnufélaga okkar með ýmiskonar áreitni. Þeir brugðust flestir ókvæða við og skildu lítt í því hver hefði fallið svona fyrir þeim. Þetta varð hin besta skemmtan og af hlaust allskyns misskilningur. Held ég hafi ekki hlegið svona lengi.
Kaffi Reykjavík er búið að fá einhverja upphalningu en ég verð að viðurkenna að ég sá ekki nokkurn mun nema málningin var ljósari. En það verður líka að játast að ég kom þarna síðast fyrir tveimur árum í samskonar erindagjörðum og núna. Getur því vel verið að minnið sé farið að svíkja.
Ég sá samt frostherbergið umrædda og það var töff. Það var læst þannig að ekki var hægt að fara inn í það enda kannski ekki góð hugmynd að milli 800-1000 manns séu að troða sér þar inn. En glugginn snéri að fólki. Við fengum okkur sæti fyrir neðan gluggann og það var eins og við manninn mælt, það dreif að karlmenn af ýmsum þjóðernum. Við héldum auðvitað fyrst að það væri glæsileiki okkar sem drægi menn að en svo var ekki. Það var bara frostherbergið. Karlmenn eru svotlir aular! hehe
Eftir Grillhúsið fórum við aðeins á Pizza67 til að halda áfram að hrella karlkynssamstarfsfélaga okkar og það gekk vel. Síðan var pæling að fara á Gaukinn en allir hættu við og fóru á NASA og þá nennti ég ekki meiru og fór heim ;))
Var orðin svoldið lúin í fótunum í nýju skónum mínum. Hef ekki verið í svona támjóum skóm síðan ég var pönkari á síðustu öld þannig að fótarnir mínir voru farnir að æpa af reiði. Þeir eru orðnir svo góðu vanir að þeir vilja ekki að þrengt sé um þá.
Leigubílstjórinn minn reyndist vera á fylliríi þannig að ég varð að fara með öðrum bílstjóra heim. Ókunnum bílstjóra, spáið í því! Bílstjórinn minn gaf mér samt upp nafnið á hjásvæfunni sinni og sagði mér að hringja í hann en ég var rétt búin að taka upp símann þegar hann varð rafmagnslaus! Það er svona þegar maður þarf að treysta á hleðslutæki í bílnum sínum en á ekki svona alvöru eins og allir hinir. þarf að fara að leggjast á vini og ættingja og sjá hvort einhver á ekki svona eins og eitt gamalt fyrir mig. Beiðninni er hér með komið á framfæri!!!!!
28 nóvember 2003
Annars fór ég út á lífið í gærkvöldi. Úff mar er svo svakalega hress bara svona á síðvetrarkvöldum. Fór á Kaffibrennsluna með Ásdísi og fengum okkur heitt súkkulaði og töluðum um allt sem hefur gerst á því eina ári sem liðið hefur frá því við sáumst síðast.
Þarna var auðvitað fullt af fólki og við fundum að við erum að verða gamlar þegar við horfðum á liðið sitja þarna í hávaðanum og spjalla í síma eins og það væri bara heima í stofu. Hvernig er þetta hægt? Ég heyrði varla sjálfa mig hugsa, hvað þá að ég hefði heyrt í símadruslunni, enda hafði ég gleymt honum heima hehe kannski ekki skrítið að ég heyrði lítið í honum
Þarna var auðvitað fullt af fólki og við fundum að við erum að verða gamlar þegar við horfðum á liðið sitja þarna í hávaðanum og spjalla í síma eins og það væri bara heima í stofu. Hvernig er þetta hægt? Ég heyrði varla sjálfa mig hugsa, hvað þá að ég hefði heyrt í símadruslunni, enda hafði ég gleymt honum heima hehe kannski ekki skrítið að ég heyrði lítið í honum
Það er nú að bera í bakkafullann lækinn að minnast á fréttir, þar sem allir virðast hafa voðalega gaman að því að setja út á villur í fjölmiðlum. Ég get hins vegar ekki stillt mig um að velta þessari aðeins fyrir mér.
Fréttin er á Visir.is og fjallar um rán um hjábjartan dag. Brotist er inn hjá fjölskyldu og m.a. stolið stórum peningaskáp. Síðan er talið upp innihald skápsins:
"Í skápnum var umtalsverð peningaupphæð en auk hans hurfu dýr úr, skartgripir, ættargripir, myndbandsupptökuvél og amerískur sælgætispoki".
Jamm einmitt það "amerískur sælgætispoki" af hverju skildu þjófarnir hann ekki eftir? Kannnski langaði þá í ammerískt nammi? Mér finnst allvaga fyndið að sakna ammeríska sælgætispokans jafn mikið og dýrra úra og myndbandsupptökuvélar en svona er verðmætamatið misjafnt hjá fólki hehe
Fréttin er á Visir.is og fjallar um rán um hjábjartan dag. Brotist er inn hjá fjölskyldu og m.a. stolið stórum peningaskáp. Síðan er talið upp innihald skápsins:
"Í skápnum var umtalsverð peningaupphæð en auk hans hurfu dýr úr, skartgripir, ættargripir, myndbandsupptökuvél og amerískur sælgætispoki".
Jamm einmitt það "amerískur sælgætispoki" af hverju skildu þjófarnir hann ekki eftir? Kannnski langaði þá í ammerískt nammi? Mér finnst allvaga fyndið að sakna ammeríska sælgætispokans jafn mikið og dýrra úra og myndbandsupptökuvélar en svona er verðmætamatið misjafnt hjá fólki hehe
27 nóvember 2003
7 stig í mínus á hafnafjarðarmælinum..brrrr kalt. Strákurinn á hæðinni fyrir neðan mig á hinsvegar alla mína samúð því hann þarf að starta sínum bíl með startköplum á hverjum degi brrrr ekki skemmtilegt. Mér finnst ekkert ofsalega langt síðan ég var á þeim stað líka, úff ég fæ hroll við tilhugsunina
Er að undirbúa mig andlega fyrir jólaboðið á morgun. Vona að ég hafi tíma fyrir klippinguna sem ég frestaði fyrir þremur vikum og setti á morgundaginn. Mundi ekki þá hvaða föstudagur þetta er. Skammtíma minnið er nefnilega svo gloppótt.
Annars er haukurinn alltaf að kvarta núna yfir kulda í svefnherberginu. Hann vill hafa hita á ofninum. Komm onn, hver getur sofið þannig. Ég benti honum vinsamlega á það að hann hafi gaman af því að sofa í tjaldi og þar séu mun verri aðstæður en í svefnherbergi okkar. Hann tautaði eitthvað á móti sem ég taldi ekki gott að leggja á minni.
Er að undirbúa mig andlega fyrir jólaboðið á morgun. Vona að ég hafi tíma fyrir klippinguna sem ég frestaði fyrir þremur vikum og setti á morgundaginn. Mundi ekki þá hvaða föstudagur þetta er. Skammtíma minnið er nefnilega svo gloppótt.
Annars er haukurinn alltaf að kvarta núna yfir kulda í svefnherberginu. Hann vill hafa hita á ofninum. Komm onn, hver getur sofið þannig. Ég benti honum vinsamlega á það að hann hafi gaman af því að sofa í tjaldi og þar séu mun verri aðstæður en í svefnherbergi okkar. Hann tautaði eitthvað á móti sem ég taldi ekki gott að leggja á minni.
26 nóvember 2003
Kalt kalt kalt og þá valdi ég mér þann dag til að læsa lyklana inni í bílnum mínum brrrr..þurfti að fá jeppann og leggja land (bíl) undir fót og elta karl föður minn uppi. Hann var nefnilega með varalykilinn síðan bíllinn fór í viðgerðina á dögunum. Auðvitað var enginn heima þegar ég var búin að keyra upp í Breiðholt (puh).
Ég beið fyrir utan heillengi því ekki gat ég farið heim aftur lyklalaus. Nóg var haukurinn búinn að hnussa að mér fyrir að læsa þá inni. Ég er nefnilega alltaf að tauta yfir því að EKKI eigi að læsa bíl nema með lykli en svo geri ég það ekki.
Ég beið fyrir utan heillengi því ekki gat ég farið heim aftur lyklalaus. Nóg var haukurinn búinn að hnussa að mér fyrir að læsa þá inni. Ég er nefnilega alltaf að tauta yfir því að EKKI eigi að læsa bíl nema með lykli en svo geri ég það ekki.
25 nóvember 2003
Annars er Jónína að gráta í sjónvarpinu mínu. Assgotans grenjujól eru þetta í ár. Hún er svo sem ekki grátandi en svo gott sem, verð samt að segja að ég er sammála sumu sem hún segir. Hún er bara svo leiðinleg aumingjans kellan að mar nennir ekki að hlusta á hana.
Jóhannes listmálari á afmæli í dag.tralala
Til hamingju með afmælið
Vona að kakan sé góð (okkur var ekki boðið)
Til hamingju með afmælið
Vona að kakan sé góð (okkur var ekki boðið)
Ásdís vinkona mín er komin til landsins!! Að vísu bara í stutta heimsókn en það er betra en ekki neitt. Ég sakna hennar nefnilega alveg skelfilega svona á stundum ;)
Og er það ekki típískt þegar fólk loksins kemur til Íslands þá er svo mikið að gera hjá manni að maður þarf allstaðar að vera huh. En svona er þetta, ég er að reyna að endurskipuleggja mig svo ég sjái eitthvað af henni meðan hún er hér ;)
Hún býr í Danmörku núna þannig að það er ekki langt að fara að heimsækja hana en ég hef samt aldrei farið. Þetta er skammarlegt. En svona er bara lífið.
Það er árlegt jólaboð fyrirtækisins á föstudaginn og stendur mikið til. Hvernig er það með þig Hrönn ertu enn inni á listanum eða voruð þið dottin út? Núna er nefnilega ekki lengur hægt að smygla inn vinum og vandamönnum því ásóknin er orðin svo mikil. Gott að ég er á lista bara sjálfkrafa haha Þetta er eini eftirsótti listinn sem ég er á og þá er það bara vegna þess að það er ókeypis fyllerí!
Annars sagði Armour öllum að ég væri búin með vínskammt þessa árs, ég hefði drukkið heil þrjú hvítvínsglös og breezer að auki í Rotterdam. Ég ætla þá bara að svindla og taka forskot á næsta ár. það ku nefnilega ekki vera skemmtilegt að drekka með sprautuskömmunum, allskonar fylgikvillar sem fylgja því, verri timburmenn og allt það. Ég er svo mikill eymingi að ég get ekki hugsað mér að vera þunn þannig að ég tek ei sénsinn á því. Og ætla því að fá mér í aðra tánna á föstudaginn.
Fiskarnir mínir eru að tapa tölunni. Mér líður eins og fiskamorðingja. Fyrst sendi ég þá í pössun í sumar og ástkærri tókst að drepa einn fljótt og vel. Síðan var búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég komst aldrei í að þrífa búrið og þá drapst sá stóri. Samt var ég búin að segja honum að maður skiti ekki í garðinn sinn, heimski fiskur. Hlustaði ekki á mig og drapst á endanum.
Haukurinn reyndi síðan að drepa ræfilinn meðan ég var í burtu en hann er kröftugur þó hann sé svona ræfilslegur og lifði allt af. Núna spriklar hann og spriklar og reynir að fá athygli. Verð held ég að kaupa annan bara svo ég fái einhvern frið. En hann verður lítill, ég nefnilega nenni ekki þessu dælustandi. Hún er að gera okkur hjúin brjáluð. Þetta er svona bakkgránd suð sem maður verður ekki var við alveg starx og svo allt í einu gerist eitthvað og það verður ærandi hávaði (hrollur hrollur). Við erum sem sagt búin að slökkva á henni. Vonandi fyrir fullt og allt. En ræflinum leiðist (ekki mér heldur fiskræflinum).
Og er það ekki típískt þegar fólk loksins kemur til Íslands þá er svo mikið að gera hjá manni að maður þarf allstaðar að vera huh. En svona er þetta, ég er að reyna að endurskipuleggja mig svo ég sjái eitthvað af henni meðan hún er hér ;)
Hún býr í Danmörku núna þannig að það er ekki langt að fara að heimsækja hana en ég hef samt aldrei farið. Þetta er skammarlegt. En svona er bara lífið.
Það er árlegt jólaboð fyrirtækisins á föstudaginn og stendur mikið til. Hvernig er það með þig Hrönn ertu enn inni á listanum eða voruð þið dottin út? Núna er nefnilega ekki lengur hægt að smygla inn vinum og vandamönnum því ásóknin er orðin svo mikil. Gott að ég er á lista bara sjálfkrafa haha Þetta er eini eftirsótti listinn sem ég er á og þá er það bara vegna þess að það er ókeypis fyllerí!
Annars sagði Armour öllum að ég væri búin með vínskammt þessa árs, ég hefði drukkið heil þrjú hvítvínsglös og breezer að auki í Rotterdam. Ég ætla þá bara að svindla og taka forskot á næsta ár. það ku nefnilega ekki vera skemmtilegt að drekka með sprautuskömmunum, allskonar fylgikvillar sem fylgja því, verri timburmenn og allt það. Ég er svo mikill eymingi að ég get ekki hugsað mér að vera þunn þannig að ég tek ei sénsinn á því. Og ætla því að fá mér í aðra tánna á föstudaginn.
Fiskarnir mínir eru að tapa tölunni. Mér líður eins og fiskamorðingja. Fyrst sendi ég þá í pössun í sumar og ástkærri tókst að drepa einn fljótt og vel. Síðan var búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég komst aldrei í að þrífa búrið og þá drapst sá stóri. Samt var ég búin að segja honum að maður skiti ekki í garðinn sinn, heimski fiskur. Hlustaði ekki á mig og drapst á endanum.
Haukurinn reyndi síðan að drepa ræfilinn meðan ég var í burtu en hann er kröftugur þó hann sé svona ræfilslegur og lifði allt af. Núna spriklar hann og spriklar og reynir að fá athygli. Verð held ég að kaupa annan bara svo ég fái einhvern frið. En hann verður lítill, ég nefnilega nenni ekki þessu dælustandi. Hún er að gera okkur hjúin brjáluð. Þetta er svona bakkgránd suð sem maður verður ekki var við alveg starx og svo allt í einu gerist eitthvað og það verður ærandi hávaði (hrollur hrollur). Við erum sem sagt búin að slökkva á henni. Vonandi fyrir fullt og allt. En ræflinum leiðist (ekki mér heldur fiskræflinum).
24 nóvember 2003
Það leiðinlegasta við að koma heim frá útlöndum er að taka upp úr töskunni. Oj hvað það getur verið erfitt. Núna er ég hálfnuð og ákvað að það væri rétti tíminn fyrir bloggpásu. Taskan mín var nefnilega soldið full, þeas það var rosalega mikið í henni og hún var níðþung. Armor sagði við mig:
"Oh hvað við erum heppnar að þurfa ekki að borga yfirvigt"
Það hnussaði í mér,
"Huh, yfirvigt, þeir fara ekki að láta mann borga yfirvigt fyrir tvö kg eða svo"
"Hvað meinarðu?" segir hún
"Nú", segi ég "sástu ekki að töskurnar voru bara 41,7 kg. það borgar enginn yfirvigt fyrir það"
Hún horfði á mig þessu vorkunnar augnaráði sem ég fæ æði oft þegar ég læt mína visku út úr mér.
"Það var bara önnur taskan, hin var 37 komma eitthvað"
Huh hvernig getur þetta verið? Ekki var ég að versla. Að vísu keyptum við báðar kirkju og nokkra svona litla jólakalla og þetta var soldið þungt enda allt úr einhverju keramiki. En 40kg? Komm onn, 2metra háu skórnir vega líka soldið mikið, kannski eitt og hálft...og hvar eru þá hin 38-39 kílóin????
Þegar ég fór til Moskvu fyrir allmörgum árum var ég með stúlkukind í herbergi sem mér kom ekki saman við. En það er önnur saga. Hún var hins vegar gamall skáti eða eitthvað svona útilífsfrík og kenndi mér að pakka on í tösku, sem hefur dugað mér æ síðan og ég kem alveg lygilegu magni ofan í töskuna þannig að kannski var ég bara með svona mikið af dóti að heiman. Held að ég hafi tekið allar nauðsynjavöru nema dúnsængina og haukinn. Flest annað var í töskunni enda hún rúm 40 kg. Ég er bara ekki að skilja þetta.
"Oh hvað við erum heppnar að þurfa ekki að borga yfirvigt"
Það hnussaði í mér,
"Huh, yfirvigt, þeir fara ekki að láta mann borga yfirvigt fyrir tvö kg eða svo"
"Hvað meinarðu?" segir hún
"Nú", segi ég "sástu ekki að töskurnar voru bara 41,7 kg. það borgar enginn yfirvigt fyrir það"
Hún horfði á mig þessu vorkunnar augnaráði sem ég fæ æði oft þegar ég læt mína visku út úr mér.
"Það var bara önnur taskan, hin var 37 komma eitthvað"
Huh hvernig getur þetta verið? Ekki var ég að versla. Að vísu keyptum við báðar kirkju og nokkra svona litla jólakalla og þetta var soldið þungt enda allt úr einhverju keramiki. En 40kg? Komm onn, 2metra háu skórnir vega líka soldið mikið, kannski eitt og hálft...og hvar eru þá hin 38-39 kílóin????
Þegar ég fór til Moskvu fyrir allmörgum árum var ég með stúlkukind í herbergi sem mér kom ekki saman við. En það er önnur saga. Hún var hins vegar gamall skáti eða eitthvað svona útilífsfrík og kenndi mér að pakka on í tösku, sem hefur dugað mér æ síðan og ég kem alveg lygilegu magni ofan í töskuna þannig að kannski var ég bara með svona mikið af dóti að heiman. Held að ég hafi tekið allar nauðsynjavöru nema dúnsængina og haukinn. Flest annað var í töskunni enda hún rúm 40 kg. Ég er bara ekki að skilja þetta.
Æi það er nú alltaf gott að komast heim til sín ;) Það er fínt í útlöndum og allt það en ég var ægilega ánægð þegar ég lagðist í rúmið mitt í gær með dúnsængina mína og haukinn líka. Ekki að ég hafi beint verið með haukinn en hann var þarna líka.
Mér er nefnilega alltaf kalt á hótelum í útlöndum. Eina skiptið sem mér hefur ekki verið kalt er þegar ég var á Holliday Inn í Glasgow fyrir nokkrum árum (þegar ég fór með ráðgjafakellunum á námskeiðið). Þar var sæng og mér var heitt.
Mér var skítkalt í Rotterdam en í Amsterdam þá var svona hitastillir í herberginu og ég færði hann eins hátt og ég þorði og þetta var þar með besta nóttin í Hollandi hehe Ég vil ekki hafa hitasvækju en kommon að vakna í hvert sinn sem ég lendi óvart með hendi eða fót útaf komfort sóninu mínu það er alltof mikið (hrollur).
Við áttum sem sagt eina nótt í Amsterdam. Fórum því á laugardagskvöldið og kíktum á Rauða hverfið. Æi það var dapurleg sjón. Ég get ekki skilið hvernig fólk getur verið í hláturskasti yfir þessu. Mér fannst ótrúlega yfirþyrmandi að sjá stelpurnar sitja á undirfötum út í smá glugga og reyna að hreyfa sig tælandi fyrir gesti og gangandi. Mér fannst þetta svo óþægilegt að ég gat ekki horft á gluggana sem við löbbuðum fram hjá heldur horfði á gluggana sem voru hinum megin við síkið. Hvað í ósköpunum verður til þess að þetta er eina valið sem maður hefur um starf?
Þarna voru strákahópar, mikið af breskum gaurum í hópum og svo japanir eða einhverjir asísumenn. Smá munur á milli hópanna. Bresku strákarnir voru háværir og einir á ferð, engar konur. Þeir stoppuðu fyrir framan gluggana og hvöttu stelpurnar áfram, klöppuðu og æptu þegar þeim fannst eitthvað töff. Japanirnir voru hinsvegar með konur með sér, þeir þyrptust að gluggunum og hvískruðu eitthvað sín á milli, þær stóðu fyrir aftan og biðu. Þær reyndu ekki einu sinni að teygja til að sjá hvað gengi á, heldur bara biðu rólegar.
Við hittum Íslendinga á flugvellinum á leiðinni heim. Hjón í afslöppunarferð. Þau brugðu sér inn á eitthvað sjóv og borguðu 75 evrur fyrir. Ég hefði frekar keypt mér skó en ágætir skór eru á bilinu 64-75 evrur. Svona er smekkurinn misjafn. Þau sögðu að þeim hefði verið boðið dóp í stórum stíl, bara nefndu það, allar sortir. Við löbbuðum hinsvegar gegnum allt hverfið fram og til baka og ekki einn sölumaður reyndi að selja okkur og ekki bara það heldur sáum við enga sölumenn.
Ég hafði það af að arka allan daginn um Amsterdam og kaupa ekkert nema eina vöfflu með súkkulaði. Öðru vísi mér áður brá. Einu sinni hefði maður bara tekið borgina á línuskautum og sett út hendurnar og keyptt allt sem maður náði í. Það var sko ekki svoleiðis núna. :))
Að vísu keypti ég eitthvað smá í Rotterdam en gamlareyndum verslunarhauki eins og mér fannst það ekki merkilegt. Hvað eru einar buxur og skór milli vina? Annars keypti ég mér jólakirkju með ljósi inn í. oooooo það verður svo fínt hjá mér um jólin.
Mig er búið að langa í svona kirkju í mörg herrans ár en einhvern veginn aldei séð svona á réttum stað eða tíma. Þessi er allveg brilljant. Þetta er svona hluti af jólaþorpi og maður getur keypt litlar fígúrur með, kall í stiga að mála jólaskilti, litla stráka að flýta sér í kórinn í hvítu sloppunum sínum með jólakarolana undir hendinni ægilega flott, það verður svo fínt hjá mér að það er ekki fyndið.
Mér er nefnilega alltaf kalt á hótelum í útlöndum. Eina skiptið sem mér hefur ekki verið kalt er þegar ég var á Holliday Inn í Glasgow fyrir nokkrum árum (þegar ég fór með ráðgjafakellunum á námskeiðið). Þar var sæng og mér var heitt.
Mér var skítkalt í Rotterdam en í Amsterdam þá var svona hitastillir í herberginu og ég færði hann eins hátt og ég þorði og þetta var þar með besta nóttin í Hollandi hehe Ég vil ekki hafa hitasvækju en kommon að vakna í hvert sinn sem ég lendi óvart með hendi eða fót útaf komfort sóninu mínu það er alltof mikið (hrollur).
Við áttum sem sagt eina nótt í Amsterdam. Fórum því á laugardagskvöldið og kíktum á Rauða hverfið. Æi það var dapurleg sjón. Ég get ekki skilið hvernig fólk getur verið í hláturskasti yfir þessu. Mér fannst ótrúlega yfirþyrmandi að sjá stelpurnar sitja á undirfötum út í smá glugga og reyna að hreyfa sig tælandi fyrir gesti og gangandi. Mér fannst þetta svo óþægilegt að ég gat ekki horft á gluggana sem við löbbuðum fram hjá heldur horfði á gluggana sem voru hinum megin við síkið. Hvað í ósköpunum verður til þess að þetta er eina valið sem maður hefur um starf?
Þarna voru strákahópar, mikið af breskum gaurum í hópum og svo japanir eða einhverjir asísumenn. Smá munur á milli hópanna. Bresku strákarnir voru háværir og einir á ferð, engar konur. Þeir stoppuðu fyrir framan gluggana og hvöttu stelpurnar áfram, klöppuðu og æptu þegar þeim fannst eitthvað töff. Japanirnir voru hinsvegar með konur með sér, þeir þyrptust að gluggunum og hvískruðu eitthvað sín á milli, þær stóðu fyrir aftan og biðu. Þær reyndu ekki einu sinni að teygja til að sjá hvað gengi á, heldur bara biðu rólegar.
Við hittum Íslendinga á flugvellinum á leiðinni heim. Hjón í afslöppunarferð. Þau brugðu sér inn á eitthvað sjóv og borguðu 75 evrur fyrir. Ég hefði frekar keypt mér skó en ágætir skór eru á bilinu 64-75 evrur. Svona er smekkurinn misjafn. Þau sögðu að þeim hefði verið boðið dóp í stórum stíl, bara nefndu það, allar sortir. Við löbbuðum hinsvegar gegnum allt hverfið fram og til baka og ekki einn sölumaður reyndi að selja okkur og ekki bara það heldur sáum við enga sölumenn.
Ég hafði það af að arka allan daginn um Amsterdam og kaupa ekkert nema eina vöfflu með súkkulaði. Öðru vísi mér áður brá. Einu sinni hefði maður bara tekið borgina á línuskautum og sett út hendurnar og keyptt allt sem maður náði í. Það var sko ekki svoleiðis núna. :))
Að vísu keypti ég eitthvað smá í Rotterdam en gamlareyndum verslunarhauki eins og mér fannst það ekki merkilegt. Hvað eru einar buxur og skór milli vina? Annars keypti ég mér jólakirkju með ljósi inn í. oooooo það verður svo fínt hjá mér um jólin.
Mig er búið að langa í svona kirkju í mörg herrans ár en einhvern veginn aldei séð svona á réttum stað eða tíma. Þessi er allveg brilljant. Þetta er svona hluti af jólaþorpi og maður getur keypt litlar fígúrur með, kall í stiga að mála jólaskilti, litla stráka að flýta sér í kórinn í hvítu sloppunum sínum með jólakarolana undir hendinni ægilega flott, það verður svo fínt hjá mér að það er ekki fyndið.