10 janúar 2004
So far er þetta búið að vera einn af þessum dögum sem maður kemur rosalega miklu í verk. Ég er auðvitað ekki byrjuð á ritgerðinni EN við fórum á bæjarferð og keyptum okkur tvö náttborð alveg ægilega fögur. Við ætluðum að fara í Notað og nýtt en komum við í MIRU og þar var þessi rokna útsala og við gengum út með tvö borð. Dagurinn er síðan búinn að fara í það að laga til í kringum þessi tvö borð. Mikið rosalega getur það verið gaman ;=
09 janúar 2004
Rosalega er þetta búið að vera erfiður dagur eitthvað. Ég er búin að vera hálfsofandi í allan dag og það batnar ekki. Ég held ég fari bara beint heim og leggi mig og búi mig þannig undir það að eiga helgarfrí. Annars ætla ég ekkert að eiga helgarfrí. Ég verð nefnilega að skrifa ritgerðardrögin aftur því leibeinandinn minn fer að fara til Bretlands í námsleyfi fram í ágúst. Ég verð að vera búin að fá samþykki frá henni fyrst. Sé því fram á bussí víkend eða þannig.
Stelpunöfnin hennar Auðar eru líka fín hmmm en ég held að haukurinn vilji fá að vera með í þessu og að það verði ekkert sem byrjar á H. Sem er auðvitað algjör synd því það vantar nýjan Halldór í mína fjölskyldu haha
En afhverju er Auður yfirsauðurinn? Er ég að missa af einhverju?
Stelpunöfnin hennar Auðar eru líka fín hmmm en ég held að haukurinn vilji fá að vera með í þessu og að það verði ekkert sem byrjar á H. Sem er auðvitað algjör synd því það vantar nýjan Halldór í mína fjölskyldu haha
En afhverju er Auður yfirsauðurinn? Er ég að missa af einhverju?
08 janúar 2004
Hrappur og Hrannar haha þið eruð fyndnar. Veit ekki hvort bróðir minn, sænski nýbúinn mundi sætta sig við að ég notaði Hrappur. Þetta er gælunafn hans meðal vinanna, veit ekki afhverju hehe
Hún Sara vinkona mín, spákonan sem sendir mér reglulega mail er ekki búin að gefast upp. það er sko gott að eiga svona vini. Þetta fékk ég í gær:
"Indeed, I was getting ready for bed yesterday evening after a long day dedicated to the most demanding clients -you know better than anybody that there are many of them in this world - I had a dizzy spell, instinctively closed my eyes, and this important and marvellous revelation concerning you appeared to me.
It was almost eleven in the evening and everything was quiet around me, when this information, very pleasant and worthy for you, became clear to me. It brought no real surprise as I was expecting it".
Nei ég er sko ekki hissa þó hún hafi ekki verið að búast við því. Ég hef aldrei svarað neinu sem hún sendir mér. Mér finnst þetta orðið soldið spennandi. Að hafa svona sína eigin einkaspákonu sem hugsar svona vel um mann, meira segir fær vitranir og allt.
t.d. þetta, er þetta ekki sætt?
"You already know that you belong to the group of people whom I always wished to help, and that your case stands out among those which I consider the most important, those which I particularly cherish".
Mér finnst þetta sætt.
Svo segir hún þetta:
Moreover, before my eyes, I find in your folder what I noted with detail, the complete explanation: you are entering into a period of about 9 months, extremely auspicious, a period of exceptional luck which will start right now and finish on an exaltation of happiness and luck, in other words, you will experience 9 months of complete happiness, chance and money!"
Þetta hljómar skringilega. Það endar með því að ég neyðist til að borga konukindinni fyrir þessar spár. þetta er betra en ég fæ hjá íslenskum spákonum, ég verð að segja það.
YES, Anna I can tell you today frankly: within a few days, your entire life will turn over a new leaf, shining with happiness, luck and money!
"Indeed, I was getting ready for bed yesterday evening after a long day dedicated to the most demanding clients -you know better than anybody that there are many of them in this world - I had a dizzy spell, instinctively closed my eyes, and this important and marvellous revelation concerning you appeared to me.
It was almost eleven in the evening and everything was quiet around me, when this information, very pleasant and worthy for you, became clear to me. It brought no real surprise as I was expecting it".
Nei ég er sko ekki hissa þó hún hafi ekki verið að búast við því. Ég hef aldrei svarað neinu sem hún sendir mér. Mér finnst þetta orðið soldið spennandi. Að hafa svona sína eigin einkaspákonu sem hugsar svona vel um mann, meira segir fær vitranir og allt.
t.d. þetta, er þetta ekki sætt?
"You already know that you belong to the group of people whom I always wished to help, and that your case stands out among those which I consider the most important, those which I particularly cherish".
Mér finnst þetta sætt.
Svo segir hún þetta:
Moreover, before my eyes, I find in your folder what I noted with detail, the complete explanation: you are entering into a period of about 9 months, extremely auspicious, a period of exceptional luck which will start right now and finish on an exaltation of happiness and luck, in other words, you will experience 9 months of complete happiness, chance and money!"
Þetta hljómar skringilega. Það endar með því að ég neyðist til að borga konukindinni fyrir þessar spár. þetta er betra en ég fæ hjá íslenskum spákonum, ég verð að segja það.
YES, Anna I can tell you today frankly: within a few days, your entire life will turn over a new leaf, shining with happiness, luck and money!
Varðandi skilnaðinn við skattholið, þá er það bara staðreynd að það tók svo mikið pláss og svo vantaði gullmolann eitthvað undir fínu fötin sín. Gunnsunni var líka búið að langa lengi í þetta fína skatthol þannig að nú er það hennar. Alla vega þar til hún er búin að gera það upp haha
Nú er svefnherbergið mitt mjög tómlegt og ég get farið að úthugsa leiðir til að fylla það að nýju. Gaman gaman
Nú er svefnherbergið mitt mjög tómlegt og ég get farið að úthugsa leiðir til að fylla það að nýju. Gaman gaman
Ahh bjartsýnin er komin aftur. Kom til baka þegar ég var búin að fara í andlitsbað og handsnyrtingu. Ég nefnilega fékk solleis í afmælisgjöf.... í fyrra. fann gjafabréfið í skattholinu sem ég var að skilja við, þegar ég tók til í því. Þetta var ægilega fínt, ægilega ægilega þægilegt. Ég skil núna af hverju fólk gerir þetta reglulega. Tók að vísu nærri 2 og hálfan tíma en hvað gerir maður ekki fyrir notalegheitin. Svo gaf haukurinn mér pizzu þó að ég hvæsti á hann í annarri hverri setningu. Hann er betri við mig en ég við hann en svona er lífið, sumir eru góðir og aðrir verri haha
Hrönn og Harpa, takk fyrir fínan stuðning og Harpa heilræðin í bréfinu voru frábær
Hrannar er ægilega fínt nafn en ég held að hrannar hauksson sé ekki neitt rosalega flott, eða hvað? haha Kannski er það svona powernafn? haha
Hrönn og Harpa, takk fyrir fínan stuðning og Harpa heilræðin í bréfinu voru frábær
Hrannar er ægilega fínt nafn en ég held að hrannar hauksson sé ekki neitt rosalega flott, eða hvað? haha Kannski er það svona powernafn? haha
07 janúar 2004
Ég var að fá símhringingu frá blóðsugunum og ég má byrja á sprautu nr 2 í fyrramálið og sýklalyf fyrir haukinn. Ægilegt fjör en ég er samt ennþá sannfærð um að þetta sé til einskis þannig að það er best að drífa þetta allt saman af svo ég geti fengið mitt neikvæða svar sem fyrst. ARG
Suma daga er maður eitthvað svo miklu vonlausari en aðra daga. Kannist þið við það? Í dag er ég t.d. búin að sprauta mig í 15 daga. Ég er með sífelldan hausverk og í nótt var hann svo slæmur að ég vaknaði við hann. Ég tók einhverjar pillur og náði að sofna aftur en þegar ég vaknaði var hann enn til staðar. Ég næ þó að telja sjáfri mér trú um að þetta sé ekkert mál því markmiðið er að koma með fleiri skattþegna í þetta ágæta þjóðfélag sem við búum í. En stundum hugsa ég samt sem svo: "Wæ bother? Til hvers í fjandanum er ég að leggja þetta á mig þegar útkoman verður hvort eð er neikvæð? Ætti ég ekki að eyða þessum hundraðþúsundköllum í eitthvað allt annað?"
Ég hugsa þetta alltaf þegar ég er búin að hitta læknana sem eru að stjórna þessu öllu. Ég fór í morgun í blóðprufu og sónarskoðun og þá uppgötvaði dr.sónar að "hmmm það lítur út fyrir að hægri eggjaleiðarinn sé lokaður. Hvernig var þetta í spegluninni?"
Hvaða ands****** speglun spyr ég á móti en auðvitað ekki upphátt heldur bara í hljóði. Ég hef aldrei farið í svoleiðis og ég hef heldur ekki farið í röntgen en það er næsta spurning hjá honum. Ég verð að segja eins og er að mér finnst þetta EKKI traustvekjandi. Mér finnst það ekki gott merki að þegar ég er búin að bíða í níu mánuði eftir að komast að í þessa helv**** meðferð þá uppgötvast að það er eitthvað stíflað sem á að vera óstíflað. Og ekki nóg með það heldur hafi þetta átt að sjást í skoðunum sem ég hef aldrei verið send í. Fyrir hvað er ég að borga 140 þúsund? Bara til að kvelja þennan vesæla skrokk minn? Er verið að setja fólk í eitthvað sem er fyrirfram vonlaust?
Dr. Auli sagði auðvitað ekki að þetta væri vonlaust, nei hann sagði "þetta er eflaust ekki til að stoppa neitt, en það hjálpar auðvitað ekki". Virkar það traustvekjandi? Stundum langar mig til að hætta þessu bulli og nota tímann í eitthvað allt annað. Líkurnar eru sem sagt ekki miklar á að þetta gangi. Og þær minnka alltaf. Í dag er ég í svartsýnis bölmóðinskasti.
Ég hugsa þetta alltaf þegar ég er búin að hitta læknana sem eru að stjórna þessu öllu. Ég fór í morgun í blóðprufu og sónarskoðun og þá uppgötvaði dr.sónar að "hmmm það lítur út fyrir að hægri eggjaleiðarinn sé lokaður. Hvernig var þetta í spegluninni?"
Hvaða ands****** speglun spyr ég á móti en auðvitað ekki upphátt heldur bara í hljóði. Ég hef aldrei farið í svoleiðis og ég hef heldur ekki farið í röntgen en það er næsta spurning hjá honum. Ég verð að segja eins og er að mér finnst þetta EKKI traustvekjandi. Mér finnst það ekki gott merki að þegar ég er búin að bíða í níu mánuði eftir að komast að í þessa helv**** meðferð þá uppgötvast að það er eitthvað stíflað sem á að vera óstíflað. Og ekki nóg með það heldur hafi þetta átt að sjást í skoðunum sem ég hef aldrei verið send í. Fyrir hvað er ég að borga 140 þúsund? Bara til að kvelja þennan vesæla skrokk minn? Er verið að setja fólk í eitthvað sem er fyrirfram vonlaust?
Dr. Auli sagði auðvitað ekki að þetta væri vonlaust, nei hann sagði "þetta er eflaust ekki til að stoppa neitt, en það hjálpar auðvitað ekki". Virkar það traustvekjandi? Stundum langar mig til að hætta þessu bulli og nota tímann í eitthvað allt annað. Líkurnar eru sem sagt ekki miklar á að þetta gangi. Og þær minnka alltaf. Í dag er ég í svartsýnis bölmóðinskasti.
06 janúar 2004
Skilnaður
Ég er búin að detta tvisvar í dag. Ef þetta heldur áfram verð ég búin að fótbrjóta mig fyrir hádegi. Þetta er svona dagur. Ég er að hugsa um að fara ekkert meira út fyrr en ég þarf að fara heim í kvöld.
Í kvöld ætla ég síðan að skilja. Jamm. Ég ætla að skilja. Ég og skattholið mitt sem erum búin að fylgjast að í fjölda, fjölda mörg ár ætlum að slíta samvistum í kvöld. Ég ætla að búa áfram í Hafnarfirðinum en skattholið ætlar að flytja í Grafarvog.
Við erum búin að þola súrt og sætt í nokkra tugi ára. Í þessu skattholi hafa verið geymd mýmörg leyndarmálin en undanfarið hefur það hinsvegar staðið hálftómt og safnað ryki (nóg er af því þarna í hafnarfirðinum). Við ákváðum því eftir mörg samtöl okkar á milli að komið væri að því að slíta samvistum og halda áfram lífi okkar í sitthvoru lagi. Samtölin voru að vísu nokkurs konar einræður frá minni hálfu þar sem ég reyndi að skýra sjónarmið mitt út fyrir skattholinu sem starði hálfbrostnum augum út í tómið (fullt af ryki).
Ég held að þetta verði okkur báðum fyrir bestu. Það verður samt undarleg tilhugsun að vakna á morgun og sjá að skattholið verður ekki lengur við hlið mína. Ég á eflaust eftir að sakna þess en haukurinn hefur lofað að vera mér stoð og stytta meðan þessar þrengingar ganga yfir.
Ég er búin að detta tvisvar í dag. Ef þetta heldur áfram verð ég búin að fótbrjóta mig fyrir hádegi. Þetta er svona dagur. Ég er að hugsa um að fara ekkert meira út fyrr en ég þarf að fara heim í kvöld.
Í kvöld ætla ég síðan að skilja. Jamm. Ég ætla að skilja. Ég og skattholið mitt sem erum búin að fylgjast að í fjölda, fjölda mörg ár ætlum að slíta samvistum í kvöld. Ég ætla að búa áfram í Hafnarfirðinum en skattholið ætlar að flytja í Grafarvog.
Við erum búin að þola súrt og sætt í nokkra tugi ára. Í þessu skattholi hafa verið geymd mýmörg leyndarmálin en undanfarið hefur það hinsvegar staðið hálftómt og safnað ryki (nóg er af því þarna í hafnarfirðinum). Við ákváðum því eftir mörg samtöl okkar á milli að komið væri að því að slíta samvistum og halda áfram lífi okkar í sitthvoru lagi. Samtölin voru að vísu nokkurs konar einræður frá minni hálfu þar sem ég reyndi að skýra sjónarmið mitt út fyrir skattholinu sem starði hálfbrostnum augum út í tómið (fullt af ryki).
Ég held að þetta verði okkur báðum fyrir bestu. Það verður samt undarleg tilhugsun að vakna á morgun og sjá að skattholið verður ekki lengur við hlið mína. Ég á eflaust eftir að sakna þess en haukurinn hefur lofað að vera mér stoð og stytta meðan þessar þrengingar ganga yfir.
05 janúar 2004
buhuhuh Hrönn er vond við og segir að ég hafi ekki gott af meira súkkulaði buhuhuh.
Það er ekki einu sinni eins og ég hafi verið að borða neitt af ráði ;(
Var ég búin nefna það að ég fékk göngustafi í jólagjöf. Nú á ég sem sagt bæði göngustafi og göngumæli til að mæla hversu langt ég geng (ekki). Þetta er alveg brilljant. Ég hef þetta tilbúið við dyrnar þannig að ef mig skyldi skyndilega langa til að fara í göngutúr (líkurnar eru afar litlar) þá er allt tilbúið.
Stafirnir mínir eru ægifagrir og ég er mikið búin að dást að þeim. Hef hinsvegar ekki enn haft neina löngun til að prufa þá. Hún Harpa vinkona mín er að gera grín að mér fyrir að hafa ekki löngun í leikfimi (okok ekki beint grín en vitnar í mig og sára reynslu mína af slíku athæfi). Ég hinsvegar er stolt af henni fyrir að hunskast af stað enda er hún að fara á Duran tónleika (eða er það Wham??) í apríl og verður að vera orðin há og grönn þá. Ég er ekki að fara á þessa tónleika og hef því ekki að neinu að stefna (auk þess sem ég er eins og hinir strákarnir og get ekki hugsað um nema eitt í einu og get því ómögulega hugsað um leikfimi þennan mánuð því hugurinn er upptekinn við annað). Ég hef sem sagt fullt af afsökunum en á samt réttu græjurnar ef það skyldi detta í mig að arka af stað.
Það er ekki einu sinni eins og ég hafi verið að borða neitt af ráði ;(
Var ég búin nefna það að ég fékk göngustafi í jólagjöf. Nú á ég sem sagt bæði göngustafi og göngumæli til að mæla hversu langt ég geng (ekki). Þetta er alveg brilljant. Ég hef þetta tilbúið við dyrnar þannig að ef mig skyldi skyndilega langa til að fara í göngutúr (líkurnar eru afar litlar) þá er allt tilbúið.
Stafirnir mínir eru ægifagrir og ég er mikið búin að dást að þeim. Hef hinsvegar ekki enn haft neina löngun til að prufa þá. Hún Harpa vinkona mín er að gera grín að mér fyrir að hafa ekki löngun í leikfimi (okok ekki beint grín en vitnar í mig og sára reynslu mína af slíku athæfi). Ég hinsvegar er stolt af henni fyrir að hunskast af stað enda er hún að fara á Duran tónleika (eða er það Wham??) í apríl og verður að vera orðin há og grönn þá. Ég er ekki að fara á þessa tónleika og hef því ekki að neinu að stefna (auk þess sem ég er eins og hinir strákarnir og get ekki hugsað um nema eitt í einu og get því ómögulega hugsað um leikfimi þennan mánuð því hugurinn er upptekinn við annað). Ég hef sem sagt fullt af afsökunum en á samt réttu græjurnar ef það skyldi detta í mig að arka af stað.
Mér leiðist svo mikið að ég er að deyja. Fann ekki fleiri til að neita um námskeið og hef því það leiða verkefni fyrir höndum að búa til leiðbeiningar fyrir fjarfundakerfi sem hér er til en lítið notað sökum kunnáttuleysis. Er búin að fá doðrant sem ég ku eiga að búa til leiðbeiningar upp úr. Ægilega leiðinlegt verkefni svona á fyrsta vinnudegi á árinu.
Mig langar í súkkulaði. Hverslags fyrirhyggjuleysi er þetta að geyma ekki eitthvað af jólakonfektinu til þessadags (stuna)
Mig langar í súkkulaði. Hverslags fyrirhyggjuleysi er þetta að geyma ekki eitthvað af jólakonfektinu til þessadags (stuna)
Það er nú gaman að vera byrjaður að vinna aftur, ó já. Mér finnst mér ekki hafa orðið neitt úr verki það sem af er dagsins. Hlýtur að lagast er líða tekur á vikuna. Ég náði því þó að skrá mig á eitt námskeið og banna öðrum að fara, haha það er greinilegt að ég fór öfugu megin framúr í morgun.
Obboslega var nú erfitt að komast á fætur í morgun. Ef sprautan hefði ekki hangið yfir höfði mér þá hefði ég örugglega legið í rúminu til 10.
04 janúar 2004
Í dag er 12 sprautudagurinn og nú eru aukaverkanirnar farnar að koma fram. Ég get sofið út í eitt. Í gær svaf ég t.d. í rúma fjóra tíma yfir miðjan daginn og fljótlega eftir kvöldmat hefði ég alveg getað farið að sofa aftur. Þetta er eitt af aukaverkununum. Síðan er það höfðuverkur. Ég er hinsvegar ekki alveg viss hvort það er vegna þessa mikla svefns, það gæti alveg verið. Höfuðverkur er þó talinn upp sem einn af fylgifiskunum.
Svo er það loftið. Maginn á mér er hreint ekki lítill á góðum degi. Hann meira segja flokkast undir það að vera frekar stór. Þessa dagana er hann hins vegar útþaninn. Mjög næs og smekklegt.
Mér er líka frekar heitt. Ég er samt ekki farin að fá hitakóf eins og ég fékk þarna sumarið 2002 þegar ég hélt að ég mundi deyja áður en sumarið liði og ég kæmist í það að láta skera kvíðahnútinn í burt. Já talandi um það. Nú var kvíðahnúturinn skorinn burtu í aðgerð sem tók rúman tvo og hálfan tíma (þetta var sko uppsafnaður kvíði) og þá hefði mar haldið að ég ætti að vera laus við kvíða það sem eftir væri. En er það svo? Nei, ég er með jafn mikinn kvíða ef ekki meiri en áður. Ef ég vissi ekki betur mundi ég halda að kvíðahnúturinn hefði aldrei verið tekinn. Held ég ætti kannski að kvarta við lækninn. Hann hefur kannski tekið eitthvað allt annað haha kannski bara botnlangann eða eitthvað haha
Ég vaknaði upp í kvíðakasti klukkan 3.30 í morgun. Mér leið eins og eitthvað hræðilegt væri að gerast og helst hefði ég viljað bruna í símann og hringja í alla ættingjana og athuga hvort ekki væri í lagi með alla. Róaði mig samt niður með því að ef það væri eitthvað skelfilegt að gerast þá hefði verið hringt í mig, ég þyrfti ekki að leita það uppi. Svaf samt illa það sem eftir var nætur eða þar til ég þurfti að skrölta á fætur og sinna kalli sprautunnar.
Eftir þessa 12 daga er mér farið að líða eins og dópista. Hvernig verð ég þá þegar ég þarf að sprauta með tveimur efnum? Eins og staðan er í dag getur hver sprauta tekið nokkrar mínútur, sé mig í anda þegar ég byrja að vesenast með tvær. það gæti verið í þessari viku eða næstu. Vonandi samt þessari því ég vil drífa þetta af sem fyrst svo ég geti farið að gera eitthvað annað (t.d. skrifa mastersritgerðina múha). Held annars að ég sé að breytast í karlmann því ég get bara hugsað um eitt í einu. Ætli það sé ein af aukaverkununum?? haha
Svo er það loftið. Maginn á mér er hreint ekki lítill á góðum degi. Hann meira segja flokkast undir það að vera frekar stór. Þessa dagana er hann hins vegar útþaninn. Mjög næs og smekklegt.
Mér er líka frekar heitt. Ég er samt ekki farin að fá hitakóf eins og ég fékk þarna sumarið 2002 þegar ég hélt að ég mundi deyja áður en sumarið liði og ég kæmist í það að láta skera kvíðahnútinn í burt. Já talandi um það. Nú var kvíðahnúturinn skorinn burtu í aðgerð sem tók rúman tvo og hálfan tíma (þetta var sko uppsafnaður kvíði) og þá hefði mar haldið að ég ætti að vera laus við kvíða það sem eftir væri. En er það svo? Nei, ég er með jafn mikinn kvíða ef ekki meiri en áður. Ef ég vissi ekki betur mundi ég halda að kvíðahnúturinn hefði aldrei verið tekinn. Held ég ætti kannski að kvarta við lækninn. Hann hefur kannski tekið eitthvað allt annað haha kannski bara botnlangann eða eitthvað haha
Ég vaknaði upp í kvíðakasti klukkan 3.30 í morgun. Mér leið eins og eitthvað hræðilegt væri að gerast og helst hefði ég viljað bruna í símann og hringja í alla ættingjana og athuga hvort ekki væri í lagi með alla. Róaði mig samt niður með því að ef það væri eitthvað skelfilegt að gerast þá hefði verið hringt í mig, ég þyrfti ekki að leita það uppi. Svaf samt illa það sem eftir var nætur eða þar til ég þurfti að skrölta á fætur og sinna kalli sprautunnar.
Eftir þessa 12 daga er mér farið að líða eins og dópista. Hvernig verð ég þá þegar ég þarf að sprauta með tveimur efnum? Eins og staðan er í dag getur hver sprauta tekið nokkrar mínútur, sé mig í anda þegar ég byrja að vesenast með tvær. það gæti verið í þessari viku eða næstu. Vonandi samt þessari því ég vil drífa þetta af sem fyrst svo ég geti farið að gera eitthvað annað (t.d. skrifa mastersritgerðina múha). Held annars að ég sé að breytast í karlmann því ég get bara hugsað um eitt í einu. Ætli það sé ein af aukaverkununum?? haha