Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

24 ágúst 2007

Yun er 17 mánaða í dag. Ég var að fatta það!

Þetta er allt að smella saman! það er dót um alla íbúð og alls konar útprentaðar myndir sem eiga að notast í lítið albúm handa litla infantnum okkar. Albúmið er alveg að verða tilbúið og ég er viss um að hún verður jafnánægð með það og ég (haha) en það er flott!

Í gær hitti ég Heiðu í Hagkaupum þar sem hún þaut um á örhraða og merkti við lista, ég var alveg róleg og sagðist vera búin að öllu, ég væri bara að kaupa afmælisgjöf... en hún sá samt pelaburstann sem ég reyndi að fela haha Það er eins gott að klára öll innkaup núna því við komumst ábyggilega aldrei í búðir framar haha (þetta er svona taugaveiklunarhlátur).

Best að halda áfram að stressast aðeins!

22 ágúst 2007

Eitthvað er stressið að aukast! Ég þarf að fara að prufa að pakka eins og í eina tösku bara til að afstressa mig. Hey, auðvitað er ég stressuð, það er ekki bara það að við séum að fara til Kína og þurfum að pakka okkar dóti. Við þurfum líka að pakka fötum og búnaði fyrir fyrir barn sem við höfum ekki séð (infantinn eins og flugleiðir kalla hana). Við þurfum að taka með föt á þennan umrædda infant í nokkrum stærðum (eins gott ég hef farið hamförum í búðum undanfarin ÁR). Þetta er nú samt allt að skýrast. Er samt enn að skoða þessa pela. Það ætlar að verða erfiðast að kaupa þá og vorum við þó LENGI að ákveða bílstólinn. Pelarnir slá hann samt út. Mér fallast hendur í hvert sinn er ég stend fyrir framan þessa pelarekka og er ég þó ekki haldin valkvíða svona á bestu stundum, en svona getur þetta verið, sumir stressast yfir bílstólum meðan aðrir fara yfirum á pelakaupum haha

20 ágúst 2007

Menningarnótt búin sem þýðir að ágúst er langt kominn sem þýðir að styttist í september sem þýðir að styttist í Kína sem þýðir styttist í YUN sem þýðir... oh mæ god ég fæ kvíðakast við tilhugsunina!!!! Nei, nei það er kannski aðeins orðum aukið en samt ekki mikið. Við hjónakornin erum búin að minnka fæðuinntöku og þurfum lítið að sofa... gerum samt ekki mikið af því sem við ættum að vera að gera, en þetta kemur allt saman ;)


Annars hljóp ég Latabæjar kílómetra á laugardag, jájá ég labbaði ekki heldur skokkaði léttilega! OK léttilega er kannski aðeins orðum aukið, það er frekar að ég hafi dregist blóðrisa áfram með harmkvælum því ég fékk mér nýja sandala (hlaupasandala hvorrki meira né minna) og fékk sár á báða hæla sem blæddi úr. En Molinn hljóp og hljóp. Stoppaði annað slagið með skelfingarsvip er hann áttaði sig á því að arfagömul móðursystir hans hafði dregist aftur úr en hljóp svo aftur um leið og hún náði honum. Mér var farið að líða svona soldið eins og þessum síðasta í hópnum sem sér að hinir að eru að hvíla sig og drífur sig áfram og um leið og hann nær hópnum þá standa allir af stað og halda áfram. En myndirnar segja samt nóg ;)
Dáðst að verðlaunapeningnum


Rjóður eftir hlaupin í hitanum
Ánægður með sig


Powered by Blogger