Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 mars 2007

Mig langar í páskaegg! Stórt og girnilegt páskaegg. Skil ekki alveg hvaða skyndilega löngun þetta er því í raunveruleikanum get ég ekki borðað mjög stórt egg. Kannski er það bara málshátturinn sem mig vantar...

22 mars 2007

Snjór, snjór snjór og Skakki er byrjaður að pakka. Ég hef ekki haft neinn tíma í það (haha) og svo tala menn um að atvinnulaust fólk hafi allan tíma heimsins lausan. Ég er búin að komast að því að svo er ekki. Suma daga hef ég t.d. ekki nokkurt laust pláss fyrir gymmið (get svo ekki sagt að það sé í neinum forgang hvort eð er). Ég er búin að lofa að mæta þar í dag (þó ég hafi engan tíma) og ætla að sína lystilegan áhuga á tækjadraslinu. Íþróttaálfurinn sjálfur mættur aftur eða ekki.

Fór í gær og hélt fyrirlestur um viðskiptaáætlunina mína og kennarinn minntist sérstaklega á aðdáunarverða rósemi mína í púltinu og sagði að það væri auðsjáanlegt að ég væri alvön. Stelpurnar skemmtu sér hið besta þegar ég viðurkenndi fyrir þeim að þetta væri bara leikaraskapur því í raunveruleikanum væri ég ekki viss um að ná aftur í stólinn þar sem ég væri með svo mikinn skjálfta í lærunum. En maður setur alltaf upp sitt besta sjóv ;)

20 mars 2007

Þá erum við loksins búin að skrifa undir sölusamninginn á okkar íbúð HÚRRA. Það drógst vegna utanlandsferða kaupenda en er nú komið á hreint. Og við töluðum við seljendurna líka og það kemur í ljós að mjög MJÖG líklega getum við fengið íbúðina eftir 2 vikur.. JÁ TVÆR vikur. tralalalala nú þarf að fara að pakka, ef einhver á kassa á lausu (as if) þá tek ég glöð við slíku.

Byrja fyrsta námskeiðið í dag og er búin að sitja sveitt og setja upp excel verkefni og kynningu en er hins vegar bara nokkuð ánægð með þetta hjá mér þó ég segi sjálf frá. Skýrt og skilmerkilegt. Verður soldið skrítið að tölta út og fara að vinna hehe

19 mars 2007

Ég er búin að ganga um og segja að veturinn sé búinn og best að skella sér í vorið. Hmm held að helgin hafi sannað að ég hafði illilega rangt fyrir mér þar. Fór með MAB og Sunshine í mótorhjólabúð um daginn og sagði manninum að honum væri óhætt að fara að hjóla, ekki meiri snjór og hálka hér. Hmm ég held ég fari ekki strax aftur í þessa búð.


Powered by Blogger