Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

20 janúar 2007

Þegar ég kom til Svíþjóðar á þriðjudag var alauð jörð og hiti. Túnin voru græn og allt frekar blautt. Ég sagði sænsku nýbúunum að þetta myndi breytast á föstudag því þá myndi byrja að snjóa. Þeim fannst það mikið fyndið og vildu vita hvaða vitleysa þetta væri í mér. Ég kvaðst hafa þessa vitneskju af netinu eins og fleiri góða hluti. Þau hnussuðu bara. Í gærmorgun (föstudag) var hins veg hvít hrímuð jörð. Ég brosti bara. Síðan hefur snjóað. Það er löngu orðið þannig að börnin eru komin með snjóþotur og eru að renna sér af öllum hólum. Í nótt á hinsvegar að bresta á stormur mikill og reiknað með að tré fjúki í allar áttir og meðal annars á lestarteina. Og hvað með það? Jú það gæti haft áhrif á heimferð mína á morgun. Ég er sem sagt hætt að glotta yfir veðrinu og vildi óska að það hætti að snjóa!!!!!

Frænka mín hefur af því miklar áhyggjur að ég tali ekki sænsku. Hún kynnti mig fyrir vinkonu sinni í gær: "Det er Anna. Hun prattar inte svenska og forstår ingenting" Hmmm ég skyldi þetta þó. Síðan tók hún til við að kenna mér sænsku og er búin að finna tvö orð sem hún er fullviss um að ég geti auðveldlega lært: "mamma" og "kiwi" og hvers vegna? Jú þau eru jú eins á báðum málunum. Ætli ég komist ekki slatta á þessum teimur orðum: Kiwi mamma mamma kiwi kiwi kiwi mamma mamma.. hmm held það séu nú varla miklu fleiri möguleikar...

18 janúar 2007

halló öll og takk fyrir allar afmæliskveðjurnar. Ég er búin að eiga fínan afmælisdag so far. Fór í bæinn og eyddi smá af peningum en gæti alveg eytt meira hehe Þannig að kannski geri ég það bara á morgun.

Lestarferðin hingað var stóráfallalaus fyrir utan það að á hverri stoppistöð var galað eitthvað á sænsku sem endaði yfirleitt með "stockholm" þannig að ég var alltaf að stnda upp og veifa fólki.."hey á ég að fara út hér, ég er að fara til K..". Einu skiptin sem töluð var enska var þegar tikynnt var "Malmö center" yeah það er nú svipað á sænsku þannig að meira segja ég skildi það.

Þegar ég kom til Karlskrona var heldur verra ástandið því ég týndi símanum mínum þegar ég steig úr bílnum á Leifsstöð og var því alveg símalaus og 2 tímum á undan áætlun. Í dag eru ekki margir símaklefar á flandri því allir eru komnir með GSM og þegar ég loks fann einn tók hann lágmark 8 krónur og ég var með 9 krónur. Ég náði að hringja og buna út úr mér "hæ ég er komin, týndi símanum og er í garðinum við Stadium" og þá slitnaði.. haha ég vissi ekki einu hvort Bimma hefði náð þessu svo ég settist bara á bekk og beið eftir að hafa skotist í Macdonalds og keypt franskar sem var það fyrsta sem ég át síðan 4 um morguninn (þetta var kl 3). ég svaf nefnilega í flugvelinni og missti af samlokunum, ætlaði að kaupa í Köben en þá var lestin að fara, hélt að það væri svona matarkerra í lestinni en það er víst löngu hætt.. svo ég var orðin soldið svöng....

En þetta fór vel og Bimma hafði náð hvað ég sagði og gat pikkað mig upp. ;)

16 janúar 2007

Thad thydir litt ad hringja i mig thvi eg gleymdi simanum i saetinu a bilnum. Eg les postinn og that verdur ad duga...

15 janúar 2007

Er að hugsa um að fara að leggja fyrir mig nýtt starf en það er bölbænasmiður. Ef einhvern vantar góða bölbæn er hinum sama bent á að hafa samband við netfang mitt. Kostnaður er í lágmarki. Ég er ennþá atvinnulaus en núna erum við orðnar tvær því "rekandinn" sagði upp í dag (ahahahaha). Fyrirgefið á meðan ég æli... (sungið með megaslegri röddu). En svona án gríns, ætti ég að hringja í hana og stinga upp á að við sækjum leikfimitíma saman til að styrkja okkur og bægja frá þunglyndinu? Nema auðvitað að hún hafi sagt upp af því hún hafi verið komin með svona fína og góða vinnu? (hahahaha). Stundum grefur fólk holu, smíðar sér kistu og sér sjálft um að reka í hana naglana. Sem sagt ef ykkur vantar góða bölbæn er ykkur velkomið að hafa samband. Ég ætla að hvíla mig á atvinnuleysinu og fara í frí til Svíðþjóðar þar sem bróðir minn segir að "hér er alltaf sól" en fjölmiðlar segja samt að tré rifni upp með rótum og fjúki um allt. Atvinnulausir þurfa líka frí. Þetta tekur á.. (hahaha) Kannski er ég bara að vera geðveik? meira um það síðar en flugið bíður....

14 janúar 2007

Ég bý meðal fólks sem hefur afskaplega gaman af því að gera samsæriskenningar um alla mögulega hluti. Sjálf hef ég ekkert voða gaman að því. Mér finnst hlutirnir yfirleitt vera eins og þeir líta út. Uppsögnin mín er samt búin að hringlast í hausnum á mér í nokkra daga (held það sé eðlilegt) og allt í einu fattaði ég nákvæmlega hvernig skoffínið hefur komið sínu fram. Og það er svo einfalt að það er næstum því brilljant. Það liggur við að ég taki ofan fyrir skoffíninu því í þessu máli hefur hún höfuð og herðar yfir mig. Það eina sem hún gleymdi að taka með í reikninginn eru tilfinningar og ekki bara mínar tilfinningar heldur tilfinningar fólks á vinnustaðnum. Ég er nefnilega vel liðinn og hef talið mér það til tekna í gegnum árin. En ég tala líka of mikið og segi alltaf öllum hvað ég er að fara að gera og hvernig mér líður og þar spilaði ég mig upp í hendurnar á henni. Það var búið að vara mig við að ég skyldi ekki láta hana vita hvað ég væri að hugsa en ég missti það út úr mér við framkvæmdastjórann sem lét hana vita hvernig staðan væri. Eflaust í þeim tilgangi að fá hana til að taka á samskiptamálunum og það gerði hún glæsilega. Hún gleymdi hinsvegar í æsingi sínum yfir að hafa fengið sitt fram að staða mín er ekki alveg sú sama núna og hún var í september. Hún gleymdi atriði sem hún vissi mæta vel en það er að barneignarleyfið verður í vor eða sumar. Í september var langur, langur tími til næsta vors , núna eru það nokkrir mánuðir og í mínu tilfelli voru það svo fáir mánuðir að það var ekkert mál að þrauka erfitt samstarf og gera svo viðeigandi ráðstafnir þá.


Powered by Blogger