Í Fréttablaðinu í dag segir frá konu sem er að labba yfir Grænlandsjökul og eru það 600 km á þremur vikum. Allt í einu urðu 140 km mínir ekki svo margir....
01 júní 2007
31 maí 2007
Ég var að skoða tölurnar mínar fyrir maí og sá þá að ég labbaði alls 140 km frá 30.apríl-31.maí. Það eru 4,4 km á dag og ég sleppti bara tveimur dögum úr. Ég er þokkalega ánægð með mig!
Ég er búin að labba svo mikið í maí mánuði að fæturnir á mér hafa styst um marga sentimetra, gengin upp að hnjám eins og það heitir. Ekki mega mínir glæsifætur neitt við því að styttast, þeir mega minnka að ummáli en ekki styttast!
Ég er annars að bíða eftir því hvað Kínverjarnir gera þennan mánuðinn. Fyrr í þessum mánuði komust þær sögur á kreik að von væri á að þeir afgreiddu margar, margar umsóknir þennan mánuðinn og við því næstum því örugglega kannski með. EN í þessari viku komu nýjar sögur sem voru verri og þær sögðu að það yrði óvenjulega lítið sem gerir það þá að verkum að við erum ekki einu sinni viss um að vera með í næsta mánuði. STUNA. Þetta ætlar að verða erfið fæðing. Það er búið að slá það út af borðinu að þetta sé eins og fílasmeðganga því fílar ganga með í styttri tíma en þessi meðganga hefur tekið. Nei núna erum við farin að slaga upp í litla svarta salamöndru sem ku vera það kvikyndi sem gengur með lengst allra dýra, eða svo er mér sagt. Ég man bara ekki hvað lengi það var enda ætla ég ekki að vera svo lengi... eða hvað?
Ég er annars að bíða eftir því hvað Kínverjarnir gera þennan mánuðinn. Fyrr í þessum mánuði komust þær sögur á kreik að von væri á að þeir afgreiddu margar, margar umsóknir þennan mánuðinn og við því næstum því örugglega kannski með. EN í þessari viku komu nýjar sögur sem voru verri og þær sögðu að það yrði óvenjulega lítið sem gerir það þá að verkum að við erum ekki einu sinni viss um að vera með í næsta mánuði. STUNA. Þetta ætlar að verða erfið fæðing. Það er búið að slá það út af borðinu að þetta sé eins og fílasmeðganga því fílar ganga með í styttri tíma en þessi meðganga hefur tekið. Nei núna erum við farin að slaga upp í litla svarta salamöndru sem ku vera það kvikyndi sem gengur með lengst allra dýra, eða svo er mér sagt. Ég man bara ekki hvað lengi það var enda ætla ég ekki að vera svo lengi... eða hvað?
29 maí 2007
Ég bara verð að setja hér með link á þetta hér. Málið er að smábörn í Kína nota ekki (eða ekki til þessa) bleyjur heldur eru þau sett í "split-pants". Á þessari síðu eru nokkrar skemmtilegar myndir og upplifun ljósmyndarans. Menningin er sko mismunandi á milli heimsálfa ;)
Þá er þessi fína langa helgi búin. Ég er hinsvegar hægt og örugglega að breytast í taugabúnt. Það er nú vika þangað til við vitum hvort við fáum upplýsingar um barnið okkar tilvonandi í næstu viku eða hvort við þurfum að bíða lengur. Ég er komin á það stig að ég get ekki hugsað og ég get ekki unnið. Ég hef enga einbeitingu og fólk sem ekki þekkir mig neitt mundi eflaust telja mig með athyglisbrest á háu stigi því ég flögra um allt án þess að geta stoppað við neitt. Ég verð orðin taugahrúga á sama tíma eftir viku. Maginn gerir uppsteit og hugurinn er óvirkur. Heil vika í þessu ástandi? Ómægod!!!
Við fengum góða gesti á laugardag en þá kom allur ferðahópurinn okkar nema ein fjölskylda til skrafs og ráðgerða. Við fórum í gönguferð upp í Valaból sem er rétt utan við Kaldársel og elduðum síðan asískan mat og töluðum og töluðum. Við erum öll að fara gjörsamlega yfir um á taugum og þó við vitum að sénsinn sé lítill á því að við séum með núna þá er samt séns og á honum höngum við með kjafti og klóm eins lengi og við getum.
Síðan var smíðanámskeið í gærkvöldi en þar mættu fáar en góðar konur. Ein kom beint úr messu, geri aðrir betur. Við hinar létum okkur nægja hennar frásögn af því hvað hefði verið gaman!!!! thihi
Við fengum góða gesti á laugardag en þá kom allur ferðahópurinn okkar nema ein fjölskylda til skrafs og ráðgerða. Við fórum í gönguferð upp í Valaból sem er rétt utan við Kaldársel og elduðum síðan asískan mat og töluðum og töluðum. Við erum öll að fara gjörsamlega yfir um á taugum og þó við vitum að sénsinn sé lítill á því að við séum með núna þá er samt séns og á honum höngum við með kjafti og klóm eins lengi og við getum.
Síðan var smíðanámskeið í gærkvöldi en þar mættu fáar en góðar konur. Ein kom beint úr messu, geri aðrir betur. Við hinar létum okkur nægja hennar frásögn af því hvað hefði verið gaman!!!! thihi