Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 apríl 2006

Það er þreyta í Sléttahraunsfólkinu í dag! Nóttin var erfið fyrir ýmsa, eða frænkuna og Skakka. Held að Molinn hafi sofið MJÖG vel enda sparkaði hann Skakka úr rúmi og svaf hann í stofunni! Jamm við göngum úr rúmi fyrir gesti að gömlum íslenskum sið, en mikið agalega erum við þreytt hehe

Í dag var síðan tekin rúmlega tveggja tíma gönguferð og hluti hennar var í félagsskap fuglanna á læknum. Við vorum með brauð í poka og andardruslurnar trylltust auðvitað. Frænkan og Molinn hafa sömu hérahjörtun enda náskyld og það endaði með því að drengurinn stóð organdi upp á bekk og frænkan var að fá taugaáfall. Eftir það færðum við okkur upp á götuna og fleygðum brauðinu (í orðsins fyllstu merkingu fleygðum) í fuglaskammirnar þaðan. Mjög safe og alveg ágætt bara. Fengum að vísu augngotur frá fólki sem var þarna í sömu erindagjörðum enda hefur það eflaust haldið að við værum að deyja úr fuglaflensuhræðslu.. en sú hræðsla komst að vísu aldrei að...

Gönguferðin endaði síðan í Cakewalk þar sem frúin missti sig í fötum fyrir væntanlegan fjölskyldumeðlim meðan Molinn skemmti ómálga barni í búðinni með skrípalátum. Allri voru glaðir: Molinn stoltur, móðir barnsins ánægð yfir að fá frið til að skoða og frænkutetrið ægilega stolt af sínum dreng sem var svona góður við ókunnugt barn sem var að fá hiksta úr hlátri. Þetta olli því að allmörg dress bættust við í kistuna og nú er hún of lítil ó mæ GOD!!!

07 apríl 2006

það er stundum erfitt að vera lítill strákur og muna eftir öllum reglum og boðum og bönnum sem eru í kringum mann. Í gærkvöldi hafði ég kótilettur í matinn handa Skakka og þær voru búnar að malla í einhvern tíma þegar ég stóð upp og sagði yfir hópinn (Skakka og Molann): "Ég ætla að kíkja á kótletturnar". Ég heyrði hratt fótatak á eftir mér og þegar ég leit við stóð Molinn með undrunarsvip á andlitinu og sagði "mátt þú segja kúkalabbar?" Ég horfði á hann hálfhissa og áttaði mig svo á málinu "KÓTILETTUR, Viktor, ekki KÚKALABBAR"

Hehe soldið sætt samt!

05 apríl 2006

Ásdís á afmæli í dag. Rétt rúmlega tvítug. Til hamingju með það

Skjaldbakan er á leið til Mílanó og Gullmolinn ætlar að vera hjá frænku og Hauki. Aðalmálið í morgun var ekki að mamma hans væri að fara í ferð, nei aðalmálið var að anna frænka setur sultu á brauðið og smjör en hún kann ekki að brjóta. Hvað meinar barnið? Hann hefur aldrei beðið mig að brjóta brauðið hrumpf

Næstu dagar verða því í fylgd leikskólabarnsins. Ágætis æfing

04 apríl 2006

hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag.. hann á afmæli hann Skakki.. nei ég meina Haukur.. hann á afmæli í dag.

Hann langar í kórónu. Ætti ég að reyna að föndra eina slíka til að gleðja hann? Á mar ekki að reyna að gleðja maka sinn á ammælinu hans? Jú, jú þarf að skultast og kaupa skreytingarefni fyrir kórónuna.

Fórum og hittum Kínafólkið okkar á sunnudaginn. Það var auðvitað mjög skemmtilegt. Þetta er rosalega fínn hópur og við erum að smella fínt saman held ég bara. það er nú ekkert gefið að 16 einstaklingar allir úr sitt hverri áttinni nái að smella en.. við erum bara fín held ég ;) Við erum öll orðin svo spennt og farin að kaupa alls kyns bækur og geisladiska um Kína og Peking. Rosalega spennandi. Sumir eru búnir að fara í sprauturnar og við erum að spá í að fara að koma okkur af stað svo við séum búin með þann pakka.


Powered by Blogger