Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 maí 2003

Íþróttaálfurinn er búin að fara í eróbikið og stóð sig eins og hetja. Hljóp að vísu í kringum pallinn í örvæntingu við að skilja sporin en síðan voru æfingar með lóðum þar sem bara átti að standa kjurr og lyfta upp í loftið, það var auðvelt og ég nærri missti mig af gleði ;)

Í gær var spilað á golfvelli í fyrsta sinn..wow gaman gaman nú verð ég bara að fá mér járn svo ég geti farið að spila (svoan er ég orðin flink bara farin að tala um járn og grín og tí og solleis) Hins vegar var hittnin ekkert sérstök. Á á par3 velli (hljóma ég ekki vel) hitti ég að meðaltali 5 yfir pari..ekki gott, hefði kannski náð skmammarverðlaunum en verð samt að segja að í gær var fyrsta kvöldið sem ég fékk ekki í bakið þannig að þetta er allt að koma.

Gott hjá þér Harpa að vera komin með bloggsíðu, en þú gleymdir að skrifa slóðina þannig að ég gat ekki grafið hana upp. Ég sat hérna og prufaði ýmsar útfærslur en ekkert virkaði þannig að ég verð að bíða ;))

Og svo er bara að fara að kjósa..það er svo fínt veður að ég get varla beðið eftir því setja xið mitt á blað.....

09 maí 2003

Vittorino hinn yndislegi er búinn að fá leikskólapláss frá og með 1 ágúst

Ef ég væri smábarn þá hefði ég verið klædd í fötin mín í morgun meðan ég hefði orgað af lífs og sálarkröftum, síðan hefði ég verið borin út í bíl og ennþá organdi eins lungun leyfðu!
En þar sem ég er fullorðin þá herpti ég saman varirnar og hreytti út úr mér ónotum í huganum meðan ég fór í fötin, lúsaðist svo hægt og rólega út í bíl og keyrði löturhægt í vinnuna (Armour var nefnilega tekin á 82 í gær á sömu leið og ég fer alltaf á 80 og mér til mikillar gleði var löggan og ég bara á 65..haha)!!
Ástæðan er sú að ég er úrvinda! Já alveg úrvinda! Hvernig dettur nokkrum heilvita manni í hug að segja að hreyfing sé holl og góð fyrir mann? Ég veit að mar á ekki að klára alla hreyfingu ársins á einni viku (haukurinn er þegar búinn að benda mér á það) og ég veit líka að venjulegt fólk fer ekki í framhaldstíma í leikfimi þegar það hefur ekki farið í eróbik í nokkur ár, ég veit þetta allt! En aðrir leikfimitímar hentuðu mér ekki eins vel, byrjuðu seinna á kvöldin og þá nenni ég ekki að fara. Ég vil fara beint úr vinnunni. Taka þetta allt í leiðinni.
Ég skildi í gær hvað Harpa á við með að liggja á pallinum! Ég lá nú svo sem ekki á honum en ég hoppaði óróleg í kringum hann þegar hinir dönsuðu upp á og niður hinum megin. Þetta leit ekki vel út, ég vona að ekki hafi verið falin myndavél neinstaðar! Ég náði því trekk í trekk að láta stelpurnar sitt hvoru megin rekast á mig í hverri umferð því ég var alltaf þar sem ég átti ekki að vera. Þegar ég var vinstramegin við bekkin var sú sem er fyrir framan mig hægra megin við sinn pall (hún var á réttum stað), ég lúsaðist þá hinumegin og þá passaði það að stelpan fyrir aftan mig var komin fram fyrir sinn pall! Jöfla drasl! Mig var farið að langa til að öskra og sparka í palldrusluna (ekki að það hefði hjálpað neitt, því ég hefði samt sem áður ekki getað lært sporin)! Já sporin mar, ég var næstum búin að gleyma að minnast á þau. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég er með eindæmum taktviss kona og á á auðvelt með að læra ný spor! það er því sérlega skemmtilegt þegar kennarinn öskrar " og nú er það mambó" og allir dansa mamabó nema ég... ég hreyfi fæturnar eins og hermaður í gæsagöngu, vantar bara að ég rétti hendurnar stífar út með öxl þá væri þetta fullkomið! Eina ljósglætan í þessu öllu er að kennarinn er glæsileg í vextinum og árið 1999 var hún sko 120 kg, gosh það er ekki að sjá á henni í dag ;) (ég veit ég verð ekki svona á 8 vikum en kannski fer eitt eða tvo er það ekki gott?). Í gær var svo mæld blóðfitan, hmmmmmmmmm.....við skulum ekki ræða hana og ég var vigtuð. Fyrst var ég í skónum og þá var ég rosa rosa þung. Síðan fór ég úr skónum af því hinar áttu að fara úr skónum (kennarinn virðist vera full utan við sig fyrir minn smekk) og þá munaði heilum 600 grömmum! Nú fer ég að vera bara á nærunum því þá er mar svo léttur haha.....
En fyrsta vikan er næstum búin og þá eru bara 7 eftir!
Þá er það golfið! Það var svo frábært veður í gær að það var yndislegt! Við æfðum okkur alveg eins og brjálaðar. Einni tókst að hitta vinkonu sína tvisvar í fótinn haha það var ekki ég ;)) Og í kvöld fáum við að fara á völl í fyrsta skipti, haldið að það sé munur!

08 maí 2003

Þegar ég vaknaði í morgun vantaði mig tvo daga upp á að verða 67 ára!!!!
Eða alla vega fannst mér það, því ég er svo hræðilega þreytt í skrokknum mínum buhuhuh
Segi menn svo fullum fetum að manni líði betur af því að hreyfa sig, bollocks..... ;(
En golfið í gær fór vel fram, kúlan (framfarirnar eru svo miklar að tennisboltinn er horfinn og golfkúla tekin við) er farin að fljúga smá í stað þess að lúsast rétt yfir grastoppunum (sem er mjög lágt því grasið er ekki farið að vaxa neitt) haha
Og hvað haldið þið, mar er orðinn svo mikill golfari að það er búið að bjóða mér í Fólk hjá Sirrý..okok..ekki mér persónulega en golfskólanum haha sjáið mig í anda.."og anna hvernig gengur þér að hitta boltann?" "oh bara vel takk"
Nei einhvern veginn held ég að ég sleppi þessu tækifæri, ef þetta eru mínar 15 mínútur þá verða ég bara að sitja á elliheimilinu og syrgja það að ég hafi ekki notað þær ... haukurinn færi á kostum ef ég sæti í uppáhaldssjónvarpsþættinum hans og talaði um GOLF af öllum hlutum hehe

07 maí 2003

obboslega langar mig í

Dagurinn í gær var aldeilis bilaður! Ég skilaði ritgerðardruslunni minni, fór í fyrsta eróbik tímann í heilt ár og fór í tíma tvö í golfkennslu hálftíma síðar. Annað hvort gerir mar hlutina af krafti eða sleppir þeim!!!!
Og ég er með harðsperrur. Bakið á mér er eins og það hafi verið tekið og undið upp á það. Hver hefði trúað að golf tæki svona á???? Mar lifandi, ég hef alltaf haldið að þetta væri næs and ísí.... en þetta er gaman ég verð að viðurkenna það. Kennarinn gaf mér samt undanþágu á því að standa upprétt því bakið er hreinlega að drepa mig (hún heldur að ég sé verri en ég er og kemur reglulega til mín til að segja mér að þetta gangi vel, þetta sé alveg að koma hjá mér) haha anna íþróttaálfur getur ekki einu sinni spilað golf nema fá meðaumkun kennarans hehe
Síðan var það auðvitað eróbikið!!!! úff alltaf sama gleðin þar! Hvernig getur fólk verið í þessu í mörg ár í röð án þess að lenda á geðdeild? Ég er á 8 vikna námskeiði og mundi um leið og ég gekk inn í fyrsta tímann hversu ded boring þetta er, en hinsvegar þá verður mar stundum að gera fleira en gott þykir (stuna). Ég er svo heppin að eiga mjög erfitt með að samhæfa huga og hönd, þannig að inni í mér (í huganum) geri ég glæsilega æfingar, hoppa á pallinum eins og fimleikadrottning og teygi úr fótunum eins og ballerína.
Í reynd er þetta aðeins öðru vísi! Úff ef mér verður á að líta í spegigilinn bregður mér alltaf jafn mikið og hugsa (gosh þessi ætti nú að vera heima hjá sér hún fylgir ekki einu sinni æfingunum)! Sem sagt flotta fimleikakonan sem ég er inni í mér, hún brýst ekki út til að sýna öðrum hvað ég er flínk! Nei hún rétt kemst upp á pallinn og niður aftur og þegar hún er komin upp á pallinn öðru sinni eru hinir á leið niður og þegar hún kemst niður eru hinir búnir að fara upp og eru aftur að koma niður! MÁ ÉG BIÐJA UM AÐ FÁ AÐ SKRIFA EINS OG EINA EÐA TVÆR RITGERÐIR TAKK!!!!!
Í golfinu stóð ég og vandaði mig heilmikið og sló hvert vindhöggið á fætur öðru, sem ég stóð þarna og sló í þriðja sinn gat ég ekki að mér gert og fór að flissa taugaveiklunarlega og auðvitað birtist kennarinn það hjá "uppáhalds" klaufanum sínum "ertu að hlæja að þessu??" Hún var mjög hissa og ég gerði mitt besta til að stilla mig en kommonn, annar eins íþróttaálfur og ég, er áreiðanlega ekki fæddur (nema ef vera skyldi mín ástkær systir sem er að læra afríska dansa af miklum móð og ætlar EKKI að kenna mér, ég skil ekki af hverju) haha

06 maí 2003

Nýr Íslandsmeistari í golfi leit ekki dagsins ljós í gærkveldi!!!!!!!!!!
Hvernig er þetta eiginlega með golf, í sjónvarpinu virðist þetta ekki vera neitt mál: Menn mæta bara klæddir eins og aular, setja kúluna á grasið, beygja sig í hnjánum og sveifla svo kylfunni eins og djöfulóðir! Og við það svífur boltinn í fallegum boga allt að 360 metra út í loftið og lendir snyrtilega ofan í pínu, pínu lítilli holu!!!!!
Hjá mér leit þetta ekki svona út, nei alls ekki! Þetta leit frekar svona út: Ég mætti kappklædd í allt flís sem ég gat fundið á heimilinu því það var allkalt og gott betur en það (var meira að segja í ullarsokkum). Gat varla gert upphitunaræfingarnar því ég hreyfðist ekki vegna allra fataplagganna! Síðan fengum við þessa fínu kylfu (sjöu) og TENNISBOLTA til að hitta nú örugglega. Pínulitla holan var húllahopp hringur! Síðan var byrjað að slá og á tveimur tímum náði ég EKKI einum TENNISbolta inn í húllahringinn!!!!!!!
Spurning hvort þetta hefði verið betra ef sjónvarpið hefði verið þarna að mynda? Og svo eru það auðvitað fötin, ég á ekkert köflótt flís þannig að ég var auðvitað vitlaust klædd!!!
En ég mæti aftur í kvöld (eftir leikfimina) haha..Rosa verð ég orðin fit í lok vikunnar (þeas ef ég kemst úr rúmi).

Árni, ég var búin að gleyma Lundúnarmyndunum, bæti kannski úr þessu um helgina! Í dag ætla ég nefnilega að skila ritgerðinni minni frægu og er þá laus við hana. Og þá er það bara að byrja á öllu því sem ég er búin að lofa að gera þegar því yrði lokið: Taka til (heima og heiman), bóna bílinn (eftir að hafa tínt allar flöskur úr honum), sauma föt, taka myndir af Vittorino, lesa svona 30 bækur sem hafa safnast upp, henda úr skápunum og og og....... uss ég fer bara heim og fá mér ís og spólu haha

05 maí 2003

Hér er mikið gaman (ekki að lesa að harpa.hjarta.is hafi verið veik eftir að við fórum, ætla að vona að það hafi ekki verið af ógeði yfir kjaftasögunum hehe).. nei gamanið er að í dag..(núna áðan) skráði ég mig á 8 vikna aðhaldsnámskeið. *stuna..stuna* haldið að ég verði fín....og í kvöld er fyrsti tíminn á golfleikjanámskeiðinu sem ég ætla á...uss varúð næsti Íslandsmeistari kvenna í golfi er rétt að fæðast.........
Vittorino hinn káti var næturgestur á laugardagsnótt. Hann er auðvitað alltaf eins kátur, en vaknaði þó með andfælum einu sinni og þar með skötuhjúin líka. Fórum bara fram og fengum okkur skyr (ég og vittorino ekki haukurinn) og þá lagaðist allt aftur og við sváfum til klukkan 8....þvílíkur fótaferðatími á þessum dreng....
og ritgerðin mín er alveg að verða tilbúin, vantar bara að krukka aðeins meira í powerpointið sjálft (eitt til tvö verkefni) og þá get ég bara skilað held ég..;)))))))


Powered by Blogger