Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

20 ágúst 2004

Það er nú skemmtilegra að vinna þegar nóg er að gera en samt má líka ofgera öllum hlutum. Ég er í þeirri stöðu að ég gæti unnið til 10 öll kvöld og á laugardögum líka og ég sæi samt ekki fram úr verkefnunum mínum.

ARG

Og skólinn er ekki einu sinni byrjaður!

Held ég fái mér bara orku í formi kóla drykks! Setjist svo niður og velti mér upp úr öllum þessum verkefnum og kannski verða einhver horfin þegar ég sný til baka að tölvunni!

As if!

Ég get ekki einu sinni reynt að koma verkefnum á einhverja aðra því það eru ekki svo margir hér í verkefnaverksmiðjunni sem vita hvað ég er að gera hvað þá þeir viti hvernig eigi að gera það sem ég þykist vera að gera.

19 ágúst 2004

Jæja!

Ég er komin frá kennaranum og er enn á lífi!

Barely!

Annars var hún voða góð við mig. Rakkaði að vísu í sig ritgerðina en sagði mig vera á réttri leið og margt gott í henni. EN ég þyrfti að skera niður.. alla vega smá.. og skrifa inngang núna!

Í gær prufuðum við nýjan golfvöll. Við fórum þrjár tilvonandi snillingar saman og vorum nokkuð góðar með okkur. Væfluðumst að vísu um víðan völl til að byrja með til að finna upphafsbrautina en það hafðist í rólegheitunum. Við vorum með kort af brautunum en sú sem þetta skrifar er vægast sagt MJÖG áttavillt og skilur ekki að nokkur geti ratað eftir slíkum fyrirbærum, enda lét ég það í hendur samgolfara minna að vinna úr þessu.

Það var geypigott veður úti og allt í góðum fíling. Við biðum eftir að komast að og vorum ekki með æsing. Fólkið á eftir okkur var ekki eins rólegt. Við vorum rétt byrjaðar að spila þegar þrumuraust heyrist einhversttaðar fyrir aftan okkur: "stelpur hleypið fram úr NÚNA" Mikið rosalega brá mér og við fældumst út í runna eins og lítil lömb. Þetta var maður sem sem oft sést í sjónvarpinu að rífast fyrir ákveðinn starfshóp og hann greinilega hélt að hann væri enn í vinnunni. Djöfuls frekja! Að vísu erum við ekki fljótastar í heimi en við héldum við þessi læti að við værum þær alverstu. Síðar um kvöldið sáum við hinsvegar að mjög margir hópar voru á svipuðu leveli og við. Skil ekki af hverju fólk þarf að vera með svona æsing og það í svona góðu veðri.

Annars var ég geypiþreytt eftir þetta tölt. Hreinlega dó fljótlega eftir að ég kom heim. Skakki var búinn að elda dýrindis kvöldverð handa mér sem ég skóflaði í mig með miklum látum.

Er annars með smáhnút í maganum núna því kennarinn góði hafði loks samband við mig, kom í ljós að einhver misskilningur hafði átt sér stað og hún hélt sig hafa svarað mér fyrir löngu. Hún var sem sagt ekki dáin! Spurning hvort ég kemst lifandi af okkar fyrsta alvöru fundi í dag ;(((

Í gær prufuðum við nýjan golfvöll. Við fórum þrjár tilvonandi snillingar saman og vorum nokkuð góðar með okkur. Væfluðumst að vísu um víðan völl til að byrja með til að finna upphafsbrautina en það hafðist í rólegheitunum. Við vorum með kort af brautunum en sú sem þetta skrifar er vægast sagt MJÖG áttavillt og skilur ekki að nokkur geti ratað eftir slíkum fyrirbærum, enda lét ég það í hendur samgolfara minna að vinna úr þessu.

Það var geypigott veður úti og allt í góðum fíling. Við biðum eftir að komast að og vorum ekki með æsing. Fólkið á eftir okkur var ekki eins rólegt. Við vorum rétt byrjaðar að spila þegar þrumuraust heyrist einhversttaðar fyrir aftan okkur: "stelpur hleypið fram úr NÚNA" Mikið rosalega brá mér og við fældumst út í runna eins og lítil lömb. Þetta var maður sem sem oft sést í sjónvarpinu að rífast fyrir ákveðinn starfshóp og hann greinilega hélt að hann væri enn í vinnunni. Djöfuls frekja! Að vísu erum við ekki fljótastar í heimi en við héldum við þessi læti að við værum þær alverstu. Síðar um kvöldið sáum við hinsvegar að mjög margir hópar voru á svipuðu leveli og við. Skil ekki af hverju fólk þarf að vera með svona æsing og það í svona góðu veðri.

Annars var ég geypiþreytt eftir þetta tölt. Hreinlega dó fljótlega eftir að ég kom heim. Skakki var búinn að elda dýrindis kvöldverð handa mér sem ég skóflaði í mig með miklum látum.

Er annars með smáhnút í maganum núna því kennarinn góði hafði loks samband við mig, kom í ljós að einhver misskilningur hafði átt sér stað og hún hélt sig hafa svarað mér fyrir löngu. Hún var sem sagt ekki dáin! Spurning hvort ég kemst lifandi af okkar fyrsta alvöru fundi í dag ;(((

18 ágúst 2004

Í gærkvöldi varð mér á að horfa á kastljósið. Ég varð hreinlega öskuill meðan á þættinum stóð. Það var verið að tala við framsóknarkonur um yfirlysinguna þeirra til blaðanna og stjórnendur Kastljóss fóru ekki leynt með það að þeim fannst þetta vera algert kjaftæði.

Þeir völtuðu yfir konurnar og stögluðust á því að þær vildu bara konur af því þær væru konur en ekki af því þær væru hæfar til verksins. Þeir sögðu það ekki hreint út en í orðum þeirra lá að ástæðan fyrir því að ekki væri fleiri konur í stjórnunarstöðum og fleiri konur í betri stöðum framsóknarflokksins væru þær að það væru bara ekki til nóg af hæfum konum!!!

Mikið assgoti var ég orðin reið og ég er ekki eini sinni framsóknarkona og mundi ekki kjósa þann kallrembuflokk þó ég ætti mér það til lífs að vinna. Mér finnst hinsvegar að menn sem eru með svona þætti eigi að halda sínum skoðunum utan við þáttinn og reyna að vera málefnalegir. Konur eru fleiri en karlar á Íslandi og konur eru líka að verða betur menntaðar en karlar. Trúa þessir menn því virkilega að það séu bara þessi 3% kvenna sem eru í stjórnunarstöðum í dag sem eru hæfar? Að allar hinar konurnar séu bara óhæfar til stjórnunarstarfa?

Eftir þáttinn í gær skil ég vel af hverju það er svona erfitt að fá konur til að sitja fyrir svörum. Þáttaþursarnir hlustuðu ekki á þær og hlustuðu ekki á rök þeirra, svöruðu öllu með " Þið viljið bara kynjakóta, þið viljið bara kynjakóta" og "finnst ykkur ekki hart að vera í stjórnunarstöðu BARA af því það verður að vera ein kona á móti X köllum ekki af því þessi kona er hæfari?".

Djöfull var ég orðin reið. Það er akkúrat út af svona fávitahætti sem við þurfum að hafa kynjakvóta því annars sætum við konur enn heima og pössðum upp á að ekki slokknaði á eldavélinni burtséð frá því hvort við værum hæfar til þess eða ekki.

Þessar tvær konur eiga hrós skilið að láta ekki þessa þursa æsa sig upp og hana nú.

17 ágúst 2004

Ég er farin að hafa áhyggjur af umsjónarkennaranum mínum. Ég sendi henni eintak af ritgerðinni til yfirlestrar fyrir tæpum tveimur vikum og hún sagðist ætla heim og lesa hana. Síðan hefur ekki heyrst hósti eða stuna frá henni. Ég er búin að senda henni mörg email og reyna að hringja en ekkert dugir. Gæti verið að ritgerðin hafi riðið henni að fullu og ég þurfi að snúa mér að dánartilkynningum MBL?? Aumingjans konan og aumingja ég. Ég er að fá magasár af stressi yfir þessu.

Annars fór ég í morgun og keypti stóla í eldhúsið. Við erum búin að vera með lánsstóla frá systurinni en þurfum nú eiginlega að fara að skila þeim, þó ekki væri nema til að geta fengið þá aftur lánaða haha. Nýju stólarnir eru flottir! Ofsa flottir og ég reikna með að við verðum bara í eldhúsinu næstu vikurnar. Annars er það nú ekki nein breyting fyrir Skakka því á hann hefur runnið bökunaræði mikið og hann bakar kvöld eftir kvöld. Það eru ostatertur, ístertur, krem brúllei og möffins. Það er nú gott fyrir feitar konur eins og mig að geta gengið í svona kræsingar! Næstu kvöld ætla ég að sitja í nýjum stól og horfa á hann ásökunaraugnaráði meðan hann bakar!

Núna er ég búin að sitja í 20 mín og reyna að komast inn í póstinn minn aarrrggggg. Það er óþolandi að vera mætt eldsnemma og geta ekki byrjað á neinu. Var þetta kannski ekki bara betra fyrir tölvutíma? Þá hefði ég bara þurft að opna einn skáp og draga fram bækur þar eða hvað? Hefði þá lykilinn bara verið týndur? Kannski!

16 ágúst 2004

Ég er svona kona sem fæ æði fyrir ákveðnum hlutum. Í gegnum tíðina hafa þessi æðisköst verið mér notadrjúg því ég hef komið hlutum í verk á örskömmum tíma sem annars hefði kannski ekki verið gerðir eða gerðir á miklu lengri tíma.

Ég man eftir að hafa fengið æði fyrir krosssaumi (ásamt Hrönn sem nú er að spóka sig á Spáni). Við saumuðum krosssaumsmyndir af miklum móð þangað til ég gat bara ekki séð svona myndir án þess að fá hroll. Annað skipti fékk ég æði fyrir keramiki og þá gerði ég fleiri, fleiri styttur og öskubakka (þá voru öskubakkar enn í lýði). Enn eitt skiptið fékk ég æði fyrir hjólreiðum; ég lagði bílnum mínum (tók hann af númerum) og byrjaði að hjóla. Hjólaði þar til ég varð blá í framan og hef ekki hjólað síðan. Í vor fékk ég æði fyrir golfi og það hefur farið svona hægt af stað og ég er ekki alveg komin á hátindinn þar. Og svona mætti lengi telja.

Um helgina varð ég að eignast ponsjó. Búinn að tilkynna öllum að mér finndist þetta ljótt en nú gat ég ekki á mér heilli tekið fyrr en ég eignaðist svona líka og helst eitt sem ég gerði sjálf. Því var það mitt fyrsta verk þegar ég kom brunandi heim úr golfinu á laugardagsmorgni að fara í geymsluna og leita að garni. Síðan sat ég heklaði af djöfulmóð á meðan Skakki bakaði ístertu og sólin bakaði okkur bæði. Ég get ekki beðið eftir að komast heim til að halda áfram og klára ponsjóið mitt!


Powered by Blogger