Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 júní 2007

Ég er með harðsperrur í rassinum og olnbogunum! Og það er ekki af of mikilli setu! Golf getur gert þetta þó þetta sé ekki neitt brjálað aktsjón sko...

21 júní 2007

Alltaf sama stuðið bara. Skakki flaug vestur í gær, reyndar flaug hann ekkert vestur það hljómar bara svo vel að segja það svona. En hann er allavega kominn til Færyeja og það er hestur í garðinum hjá honum. Veit ekki hvort það er í staðinn fyrir sláttuvél, hver veit. Ættum kannski að fá okkur hest hér á sveitaheimilinu mínu til að slá þessa ræfilsbletti (éta ekki slá).

Sænski nýbúinn er kominn með vinnu og þeysir nú á hverjum morgni fyrir allar aldir upp á höfða til að vinna við að klippa þakrennur af húsum hjá fólki. Hann er vopnaður kúbeini og hamri og skemmtir sér bara vel. Segist þó hafa orðið var við vissa skelfingu meðal íbúa hússins sem hann vann við í gær er hann klifraði yfir girðingu vopnaður þessu fína kúbeini og með hamarinn milli tannanna (ég veit ekki hvort hamarinn var þar en myndrænt er það).

Molinn er kominn með nýtt ídol og hef ég fallið úr fyrsta sæti yfir í þriðja held ég. Sænski nýbúinn er í fyrsta og öðru sæti. Molinn heldur því fram að umræddur nýbúi sé ekki frændi hans heldur bróðir. Og hann situr svo þétt upp við hann að ekki er hægt að koma neinu á milli þeirra. Þarf að vinna ráð til að vinna vinsældir mínar til baka haha

18 júní 2007

Ef einhver hefur vinnu fyrir 16 ára strák er sá hinn sami beðinn að hringja í mig sem fyrst! (ég er ekki 16 ára strákur en þekki einn sem bráðvantar vinnu).

Skakki er á leið til Færeyja eina ferðina og ég held bara áfram að labba þar sem ég virðist vera búin að hitta á einu réttu lausnina varðandi aukakílóin. Jihei Í dag fer ég og kaupi fyrstu verðlaunin sem ég var búin að tala um að yrðu við ákveðin tímamót sem eru í dag.

Annars hef ég bara ekkert til að skrifa um, held ég sé með andarteppu.


Powered by Blogger