Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 október 2006

Þrír dagar búnir í breyttum venjum. Ég svissaði gærdeginum út og færði aðeins til þannig að í gær var það ekki "enginn gosdrykkur" heldur gönguferð. Fór í gönguferð á leið svo vel á eftir að ég tók til í heilar tíu mínútur áður en ég tók pásu ha...

Í dag er það sem sagt enginn gosdrykkur.. gaman, gaman... og það er helv. Bootcampið í dag líka. Mikið assgoti er þetta leiðinleg líkamsrækt. Þetta er bara hlaup og hopp. En þegar þessi vika er búin eru bara tvær eftir. Held það sé á hreinu að ég fer ekki í svona aftur.

Bjartsýniskúrinn gengur líka vel..kom smá móða í gær en ég reyndi að fægja hana af í morgun og setja upp gleraugun aftur.

04 október 2006

Dagur tvö af 28 er búinn. Verkefni dagsins var ekki erfitt og þó. Það fólst í því að skrifa eitthvað í 15 mín (tekið fram að það mætti ekki vera innkaupalisti). Þar sem ég blogga flesta dagana þá telst það ekki með heldur verða það að vera annars konar skrif. Ég settist því með penna og bók og byrjaði að skrifa eitthvað bull út í loftið. Skrifaði og skrifaði og þegar ég leit á klukkuna voru heilar tvær mínútur búnar af tímanum. WOW sem sagt aðeins erfiðara en það sýnist. En það hafðist. Í morgun tók ég svo annað af tveimur aukaverkefnum en það var að fara á einhverskonar fund (mátti velja úr einhverjum 15 aukaverkefnum og sum þeirra geri ég reglulega þannig að ekki mátti ég velja þau). Fundurinn var flottur og ég bara nokkuð ánægð með mig. Verkefni þrjú er aðeins farið að leita á sálina en það er ENGIR gosdrykkir í dag! Mig langar svoldið mikið í diet pepsi núna þegar farið er að líða á daginn!

03 október 2006

Að losna úr viðjum vanans. Þetta getur reynst þrælsnúið. Fyrsta verkefnið af 28 var í gær. Það var ekki erfitt: Ekki horfa á sjónvarp í dag og ég bætti við að ekki má fara í tölvuna eftir að heim var komið. OH MÆ GOD! Þetta var bara soldið erfiðara en það leit út fyrir í upphafi. Ég stoppaði þrisvar fyrir framan sjónvarpið af því ég var að fara að kveikja á því. Samt horfi ég ekki mikið á sjónvarp. Held það sé samt eitthvað með þægindatilfinningu að gera að hafa einhver hljóð í íbúðinni annað en skvampið í fiskunum. Er núna að undirbúa verkefni dagsins í dag!

02 október 2006

Nýr dagur, ný vika. Og nýr mánuður uppfullur af loforðum um nýtt líf og mikla gleði. Já. já ég veit það endlaus loforð alltaf hreint. En þetta lofar samt góðu skal ég segja ykkur. Eitthvað nýtt verkefni á hverjum degi í 28 daga og byrjar í dag. Ofsa skemmtilegt!

Wo Bing Dao!

Vantar áherslumerkin en þetta er ég búin að læra. heill tími og ég get sagt eina setningu. Eftir níu tíma mun ég get sagt níu setningar haha

01 október 2006

Í gær fór ég líka í grillveislu upp í sveit. Á búgarði. Það var geysimikið fjör. Fullt af börnum og hundum og einn lítill kisulingur sem skaust á milli fóta á mönnum. Þarna voru líka hestar og þegar teymt var undir börnunum var mér boðið að fara líka. Ég afþakkaði. Hef komist þessi ár án þessa að hafa nokkurn tíma stigið á bak svona kvikyndi og hef ekkert hugsað mér að breyta því.

Hlustaði líka á sérfræðing í ættleiðingum viðra skoðanir sínar á ástandinu í Kína (hversu seint allt gengur) og komst að því að ég er allsendis ósammála honum. Hah öðru vísu mér áður brá. Hér áður hefði ég bara samþykkt það sem maðurinn sagði, hann er jú sérfræðingur. Í dag er ég búin að lesa svo mikið af efni frá ýmsu fólki allstaðar að úr heiminum að ég hef myndað mér eigin skoðun og hún á bara ekkert skylt við skoðanir hans. Og ég var bara nokkuð ánægð með það. Svona fer upplýsingaöldin með mann, maður getur bara ráðið því sem maður trúir!!!

Ég uppgötvaði í morgun að ég er með einhverja vöðva í rasskinnunum sem ég vissi ekki að ég ætti til. Ætli svona mega maraþon píningar verði til þess að það vaxi aukavöðvar? Svona eins og griplurnar í heilafrumunum (minnir að það heiti griplur, litlu boðendarnir sem fjölga sér eftir því sem ákveðnar frumur eru notaðar meira). Ætli það gerist í vöðvum líka. Mér líður alla vega eins og ég sé með fleiri vöðvadruslur í dag heldur en í gær. Ég náði sem sagt að fara í annan tímann í píningunum í gær. Hef ekki komist í vikunni vegna leikskólabarnsins. Ég verð mjög fegin þegar þessi er þraut er yfirstaðin. Það er hlaupið og hlaupið og hoppað og skriðið. Allt í lagi með skriðið en ég held að það sé á tæru að karlmenn vita ekki hvað verður um brjóstin þegar konur hoppa!!! Og þegar konur hoppa 50 sinnum þá gerist eitthvað fyrir brjóstin. Það liggur við að það þurfi að vefja þeim utan af hálsinum og toga þau af jörðinni um leið. Ég HATA hopp. Hef samt þá trú að þegar þetta er yfirstaðið getið ég skokkað til Húsavíkur og til baka. Léttilega. Huh það er þó eitthvað til að stefna að!


Powered by Blogger