Ég er komin með krónískan höfuðverk held ég. Ég vakna alla daga með hann og hann er að ergja mig meira og minna allan daginn. Hvað gerir fólk í svona tilfellum fyrir utan það augljósa að bryðja verkjatöflur eins og smartís?
Fór í fyrsta Bootcamp tímann í gær. Þegar 5 mín voru búnar af tímanum var ég komin með blóðbragð í munninn og lærin titruðu svo mikið að fólk hélt að það væri byrjað að hvessa. Og það versnaði eftir því sem leið á tímann. Hins vegar leið mér bara nokkuð vel í lok tímans. Í dag er ég með strengi en ekkert samt geðveikislegt. Þjálfararnir lofa því að eftir 5 vikur verði ég helmössuð eins og Magga Massi og Skakki heldur því fram að röddin hafi verið heldur dimmari í gærkvöldi en venjulega. Ég held hinsvegar að það hafi kannski bara verið kvef!
Fór í fyrsta Bootcamp tímann í gær. Þegar 5 mín voru búnar af tímanum var ég komin með blóðbragð í munninn og lærin titruðu svo mikið að fólk hélt að það væri byrjað að hvessa. Og það versnaði eftir því sem leið á tímann. Hins vegar leið mér bara nokkuð vel í lok tímans. Í dag er ég með strengi en ekkert samt geðveikislegt. Þjálfararnir lofa því að eftir 5 vikur verði ég helmössuð eins og Magga Massi og Skakki heldur því fram að röddin hafi verið heldur dimmari í gærkvöldi en venjulega. Ég held hinsvegar að það hafi kannski bara verið kvef!