Það skal viðurennast að ég er hætt að vera svona ánægð með fínu þjónustuna þegar ég pantaði nýju gleraugun. Eins og áður hefur komið fram var ég sérdælis ánægð með það hversu "ódýr" þau eru (innan við 40 þúsund). Þetta var á laugardegi, á mánudegi hringdi búðin og spurði hvort ég ætlaði virkilega að ganga með svona cokebotna? Ég fékk sjokk og breytti pöntuninni í eitthvað sem þeir staðhæfðu að væri betra (á maður ekki að treysta fólkinu sem afgreiðir mann í svona sérvöruverlsunum????). Aníveis það nýjasta nýtt er að þeir eru búnir að týna gleraugunum. Það finnst ekkert um pöntunina, hvorki upplýsingar um receptið (sem gaurinn ljósritaði), engar upplýsingar um sjálf gleraugun eða hvar í ferlinu þau eru í dag. Ég hringdi í gær um hádegi til að athuga hvort þau yrðu tilbúin á þriðjudag en þá er fer vinnufélagi til útlanda og ætlar að kippa með gleraugunum. Enginn kannaaðist við neitt og þau vildu fá að hringja seinna sem þau gerðu rétt fyrir sex. Fengu þá allar mínar takmörkuðu uppplýsingar því ég veit ekki einu sinni nafnið á umgerðinni því ég er tók ekkert eftir því, fannst hún bara flott. Og ætla að hringja í mig um hádegi í dag þegar þau eru búin að finna út hvar í veröldinni gleraugun hafa lent. Ég NENNI ekki svona bulli, varð svoooo fúl í gær að það var engu lagi líkt. Bíð núna spennt eftir símtalinu og er dauðfegin að gaurinn neitaði mér um að borga inn á gleraugun!
07 júlí 2006
06 júlí 2006
Það var sungið jibbí jei og jibbí jæ alla leiðina úr Hafnarfirði í leikskólann í morgun. Mikið er það furðulegt hvað sólin hefur mikil áhrif á skapið. Það hafði ekki einu sinni nein áhrif að koma út og sjá að bílinn stóð á flötu dekki í morgun. Nei í dag var bara flautað og skokkað til að ná í lykil að næsta bíl (heppni að eiga mann í Færeyjum). Í gær hefði ég ekki verið svona jafnlynd yfir þessu það get ég svarið. Í kvöld þarf hins vegar að skipta um dekk og ætlar gullmolinn að hjálpa mér "því ég kann að gera við bíla" og hvar lærði barnið það??? (ég geri ekki ráð fyrir að það sé genatengt jafnvel þó hann eigi bæði móðurafa og móðurbróður sem eru bifvélavirkjar).. jú hann lærði það auðvitað í bíó.. fór að sjá myndina CARS með skjaldbökunni og þar lærði hann allt sem hann þyrfti til að hjálpa Önnu frænku sem bæ þe vei hann er búinn að banna hinum krökkunum á leikskólanum að tala við: "Þú átt ekki að tala við hana, hún er anna frænka MÍN"
Jahá ég segi ekki meira...
Jahá ég segi ekki meira...
05 júlí 2006
Þá er fyrsta nóttin með Molanum liðin. Hann andar eins og fullorðinn kall þegar hann sefur en bætir það upp með ástúðlegheitum þegar hann vaknar. Hann er mjög forvitinn um hvers vegna Anna frænka hin alvitra þarf að mála á sér augnhárin með mascara en komst svo að þeirri niðurstöðu að líklegast væri það vegna þess að hún hefur svo ljót augnhár hrmmpf manni getur nú sárnað eða þannig.
04 júlí 2006
Sól sól skín á mig..ský ský burt með þig.. úff þetta eru ekki ský..ó nei ég held hreinlega að himininn hafi skipt um ham og verði svona í framtíðinni. Gott fyrir okkur sem ekki eru komin í frí? Nei svei mér þá ef þetta er ekki bara niðurdrepandi líka fyrir okkur. Ekki meir leikfimi í þessari viku, nema kannski stuttar gönguferðir þar sem Molinn er að koma í heimsókn og ætlar að vera það sem eftir er vikunnar. Hann hlakkar gríðarlega til og týndi allt sitt uppáhalds dót í poka. Marg sagði mér allt það sem við ætlum að gera: Gönguferð og gönguferð á hjóli þar sem þú hleypur anna frænka (takk!), bílaleikurinn okkar (tölvuspil), kannski sund? Allt skipulagt fram í fingurgóma.
03 júlí 2006
Þá er þessi helgi liðin. Búið að vera svo mikið að gera að ég hef bara ekki vitað annað eins. Þarf bara að hvíla mig eftir Skakki kemur heim haha. Tvö afmæli, geri aðrir betur og heimsóknir og allt sem því fylgir. Nú fer hann aftur út í dag og við förum í langþráð frí er hann kemur heim næst....