Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 febrúar 2007

Afsakið en næstu daga verður eitthvað lítið skrifað því ég er í einhverju bölvuðu basli með Netið mitt

21 febrúar 2007

Ég hef svo lítið að segja í augnablikinu að ég held áfram að velta mér upp úr visi.is

"Maður með hníf ógnaði afgreiðslumanni á Akureyri í dag eftir að hafa stolið flíspeysu. Afgreiðslumaðurinn hljóp hann uppi í apabúningi og situr hnífamaðurinn nú í haldi lögreglu.

Maðurinn ógnaði Sigurði Guðmundssyni verslunarmanni með hnífi eftir að stela peysu úr Víking búðinni í Hafnarstræti. Hann tók síðan á rás og hljóp Sigurður manninn uppi í apabúningi sem hann var klæddur í tilefni öskudagsins. Þá ögraði maðurinn honum aftur með hnífi og hótaði honum öllu illu, meðal annars að skera hann á háls og drepa. Sigurður hringdi þá í 112
".

Ó já det er nu det.. það tók mig langan tíma að skilja hver var í apabúningi eftir að stela peysu hvað þá að ég skildi þessa peysu setningu. Ég er líka fegin að heyra að Sigurður hringdi í 112. Heppinn var hann að vera ekki skorinn á háls á meðan. Hvað gerði gaurinn? Beið hann bara?

20 febrúar 2007

Þegar ég ergi mig ekki yfir skrifurum á Visi.is þá get ég haft mjög gaman að þeim. Þetta las ég áðan:
"Kelly lét þessi orð falla þegar hún var að kynna á svið hljómsveitina Scissor Sisters. Samkvæmt heimildum Fox fréttastöðvarinnar þurfti hún að halda aftur af tárum sínum þegar hún sagði gestum góðgerðarsamkomunnar frá þessu þar sem sjúkdómurinn væri henni afar nátengdur."

Getur einhver sagt mér hvernig sjúkdómur verður nátengdur manni? Og ekki bara nátengdur heldur AFAR nátengdur hehe

Ég er búin að finna mér nýjann starfsvettvang! Ó já...
Í dag var ég nefnilega með tarotlestur fyrir hátt í 25 manns. Það er slatti. Og það var þrælskemmtilegt. Ég átti að vísu ekki vona á svo mörgum þegar ég samþykkti að taka verkið að mér, átti von á svona 5-10 manns en þetta var ekkert mál.

19 febrúar 2007

Íbúðin er seld. Það tók ekki langan tíma eða heila 4 daga. Er að spá í hvort ég geti ekki selt eitthvað fleira víst ég er byrjuð... hmmm. Nú er eins gott að okkar tilboð gangi eftir svo við verðum ekki húsnæðislaus!

Ég er að horfa á Pétur Pan í annað skipti á tveimur tímum. Fyrsta skiptið var ágætt, annað skiptið er ok..er ekki alveg viss um að þriðja skiptið verði spennandi. Gullmolinn er nefnilega í veikindafríi því hann fékk einhver vírus í augað og er því ekki æskilegur í leikskólann. Við sitjum því saman og horum á Pésa. Annað okkar geyspar stöðugt en hitt starir jafn dolfallið á aðra umferð eins og þá fyrstu. Ég læt ykkur eftir að geta hvort er hvort.


Powered by Blogger