Sól sól skín á mig, sól sól skín á mig... Já það er loksins komið sumar. Golfkennaranum finnst ég ömurleg. Hann segir að ég slái illa, sé með vitlausar hreyfingar og þyki of vænt um kylfuna. Já og mér finnst þetta gaman? Annað hvort er eitthvað að mér eða það er eitthvað að mér... Ég er farin að hallast að því að á laun sé ég masókisti, það er njóti þess að allir séu vondir við mig og ég allra verst. Phuh Ég fer aftur í kvöld til að reyna að laga þessar vitlausu hreyfingar. Núna hitti ég varla boltann því ég hugsa svo mikið um það sem ég er að gera. En það er samt sól úti og gott veður... og á morgun hittist Kínahópurinn á Þorlókshöfn. GAMAN...
12 maí 2006
11 maí 2006
Þetta er bölmóðinspóstur, þeir sem vilja ekki lesa bölmóð skulu stoppa akkúrat hér!!!
Kvefið enn að ganga frá mér. Þetta er svona hægdrepandi ands****.
Fór annars með ÓRÓ í gær og æfði mig að berja nokkra bolta. Ég er gjörsamlega ömurleg í þessari íþrótt eins og öðrum sem ég hef tekið mér fyrir hendur... SÖKKER... Fer aftur í kvöld og fæ leiðsögn með hvernig best sé að eiga við sandgryfjur og fleira drasl. Í þessu eina móti sem ég fór tók þátt í á síðasta ári þá tókst mér með undraverðri lagni að hitta í hvern einasta poll sem á leið minni varð. Ég ætti kannsi bara að vera í sundfötum með fitin á fótunum.
Það fer að styttast í að Skakki yfirgefi landið. Hann er búinn að senda tækin sín og fóru þau með samkeppnisaðilanum í gær. Þeir segja að hann eigi að fara um miðja næstu viku sem er MJÖG sennilegt því við eigum miða á tónleika 17 maí og tíma hjá læknum vegna sprautanna þann 18. hann hlýtur því að fara annaðhvort 16 eða 17!
Kvefið enn að ganga frá mér. Þetta er svona hægdrepandi ands****.
Fór annars með ÓRÓ í gær og æfði mig að berja nokkra bolta. Ég er gjörsamlega ömurleg í þessari íþrótt eins og öðrum sem ég hef tekið mér fyrir hendur... SÖKKER... Fer aftur í kvöld og fæ leiðsögn með hvernig best sé að eiga við sandgryfjur og fleira drasl. Í þessu eina móti sem ég fór tók þátt í á síðasta ári þá tókst mér með undraverðri lagni að hitta í hvern einasta poll sem á leið minni varð. Ég ætti kannsi bara að vera í sundfötum með fitin á fótunum.
Það fer að styttast í að Skakki yfirgefi landið. Hann er búinn að senda tækin sín og fóru þau með samkeppnisaðilanum í gær. Þeir segja að hann eigi að fara um miðja næstu viku sem er MJÖG sennilegt því við eigum miða á tónleika 17 maí og tíma hjá læknum vegna sprautanna þann 18. hann hlýtur því að fara annaðhvort 16 eða 17!
10 maí 2006
Andskotans kvef alltaf hreint. Ég er alveg að verða búin að fá leið á því. Núna er ég að verða búin að hósta frá mér öllum innyflum og ekkert gengur að losa sig við þennan áfögnuð.
Annars er golftíðin að hefjast og ég er búin að fara einu sinni og berja nokkrar kúlur. Svaka gaman, ég gleymi alltaf á milli hvað þetta er rosalega skemmtilegt. Ætla með ÓRÓ í dag og á morgun líka. þarf síðan að fara að koma mér á einhvern völl og prufa með nýjum og endurbættum aðferðum. Vantar líka fleiri kylfur, þarf að útvega mér þær.
Annars er golftíðin að hefjast og ég er búin að fara einu sinni og berja nokkrar kúlur. Svaka gaman, ég gleymi alltaf á milli hvað þetta er rosalega skemmtilegt. Ætla með ÓRÓ í dag og á morgun líka. þarf síðan að fara að koma mér á einhvern völl og prufa með nýjum og endurbættum aðferðum. Vantar líka fleiri kylfur, þarf að útvega mér þær.
09 maí 2006
Fyrir mörgum árum gekk ég Esjuna ásamt góðum vinum mínum Eldfinnu og húsasmiðnum. Þetta var einhver gönguhópur í leikfiminni hjá henni og þau máttu bjóða vinum sínum með. Það vildi enginn af þeirra vinum (okkar) koma með, nema ég að sjálfsögðu. Við fengum þetta fína stimplaða blað með hamingjuóskum að göngunni lokinni. Þetta var 16 maí 1996.
Í minningunni hefur þessi ferð verið ein sú al erfiðasta sem ég hef farið. Ég var auðvitað ekki í neinni þjálfun (frekar en venjulega) og er þar fyrir utan alltaf lafmóð ef ég þarf að fara upp eina tröppu. Það hefur ekkert breytst. En sem sagt, þetta var erfið ganga og ég komst upp eingöngu fyrir tilstilli þeirra hjóna því þau biðu eftir mér á hverri einustu þúfu á leiðinni og það þótt allir aðrir væru löngu komnir upp. Næstu dagar á eftir voru líka erfiðir því það lá við að ég væri rúmföst vegna harðsperra og almenns aumingjaskapar.
EN.. ég fann þetta plagg um daginn og sá að við svo búið mátti ekki standa og þó mér hefði tekist með undraverðri fimni að forðast Esjuna undanfarin 10 ár þá sagði ég óvart já við Skakka síðasta laugardag þegar hann sagði "eigum við ekki bara að labba Esjuna á eftir" Ég var eitthvað að vesenast með Molanum og vissi ekki fyrr en "jáið" hafið hrokkið út úr mér og þá var ekki aftur snúið.
Þegar við sátum í bílnum og horfðum upp eftir fjallsdruslunni fékk ég sting fyrir hjartað. Ég var viss um að ég yrði úti í þessari ferð, en ég var búin að segja já... Það er skemmst frá að segja að þetta var ekkert mál. Þetta er bara eins og GÁP segir "göngubretti með útsýni" (hann segir að vísu að þetta sé EKKI göngubretti með útsýni). Ég brunaði þarna upp (ok brunaði er kannski aðeins orðum aukið) en ég fór upp og það eina sem var að bögga mig var gamla góða mæðin. Mætti halda að ég væri gömul stórreykingakella þegar alþjóð veit að ég hef aldrei reykt og það er því eitthvað annað sem að mér er.
Ég er að hugsa um að fara aftur. Þetta tekur um 1100 hitaeiningar og það er bara gott svona í erli dagsins.
Þá eru tvö af tíu fjöllum sumarsins búin!!!
Í minningunni hefur þessi ferð verið ein sú al erfiðasta sem ég hef farið. Ég var auðvitað ekki í neinni þjálfun (frekar en venjulega) og er þar fyrir utan alltaf lafmóð ef ég þarf að fara upp eina tröppu. Það hefur ekkert breytst. En sem sagt, þetta var erfið ganga og ég komst upp eingöngu fyrir tilstilli þeirra hjóna því þau biðu eftir mér á hverri einustu þúfu á leiðinni og það þótt allir aðrir væru löngu komnir upp. Næstu dagar á eftir voru líka erfiðir því það lá við að ég væri rúmföst vegna harðsperra og almenns aumingjaskapar.
EN.. ég fann þetta plagg um daginn og sá að við svo búið mátti ekki standa og þó mér hefði tekist með undraverðri fimni að forðast Esjuna undanfarin 10 ár þá sagði ég óvart já við Skakka síðasta laugardag þegar hann sagði "eigum við ekki bara að labba Esjuna á eftir" Ég var eitthvað að vesenast með Molanum og vissi ekki fyrr en "jáið" hafið hrokkið út úr mér og þá var ekki aftur snúið.
Þegar við sátum í bílnum og horfðum upp eftir fjallsdruslunni fékk ég sting fyrir hjartað. Ég var viss um að ég yrði úti í þessari ferð, en ég var búin að segja já... Það er skemmst frá að segja að þetta var ekkert mál. Þetta er bara eins og GÁP segir "göngubretti með útsýni" (hann segir að vísu að þetta sé EKKI göngubretti með útsýni). Ég brunaði þarna upp (ok brunaði er kannski aðeins orðum aukið) en ég fór upp og það eina sem var að bögga mig var gamla góða mæðin. Mætti halda að ég væri gömul stórreykingakella þegar alþjóð veit að ég hef aldrei reykt og það er því eitthvað annað sem að mér er.
Ég er að hugsa um að fara aftur. Þetta tekur um 1100 hitaeiningar og það er bara gott svona í erli dagsins.
Þá eru tvö af tíu fjöllum sumarsins búin!!!